Íþróttablaðið - 01.12.1974, Page 13
auövelt í framkvæmd í háskólanum,
menn sagðir við nám, og fengu náms-
styrki frá skólanum eða velvildarmönn-
um skólanna.
—■ Tvö mót á næstu árum langar mig
að biðja ykkur að 'rifja upp. Það er fyrst
Evrópumótið í Briissel 1950, í hverju
einkum örn átti glæsilegan þátt í.
—• Já, nú er það komið fram hjá Erni
Eiðssyni, form. FRl, að hefði núgildandi
stigatafla verið komin í gildi, hefði ég
unnið tugþrautina. Þá hefðum við Is-
lendingar átt Þrjá Evrópumeistara á
sama móti.
— Hvað er þér minnisstæðast úr þeirri
dramatísku keppni við Heinrich?
—• Ja, það er t. d. spjótkastið (9.
greinin). Ég var þar fyrstur í kaströð
og stigin milli okkar stóðu allglöggt.
Hann ihafði t. d. unnið nokkuð á í
stangarstökkinu, þar sem ég að vísu
náði 3.40. Það var minn toppárangur í
stangarstökki og þóttist ég alltaf góður
er ég náði þeim árangri með mínum
„sitjandi” stíl.
— Sjálfsmorðsstíllinn var stíll Arnar
kailaður, grípur Haukur fram í.
— ,Já og ég á sem sagt að kasta spjót-
inu fyrstur. Ég var í æfingabúningi en
kasta og spjótið flýgur yfir 52 m. Það
var mitt albezta í spjótkasti nokkru
sinni. Allt er löglegt og þeir veifa hvítu
flaggi. En svo tekur eitthvað að spila
inn í framvindu mála. Það er eitthvert
hik á mælingarmönnum. Mér er til-
kynnt, að þetta ihafi ekki verið kast í
keppninni, ég hafi verið að æfa mig.
Auðvitað vildi ég láta telja þetta kast
með, því ég var viss um að svona langt
kast gæti ég ekki endurtekið. Ég benti
á að flaiggi hafi verið veifað og undir-
búningur að mælingu verið hafinn. En
ég fékk engu um þokað og kastið var
ekki talið með. Svo kastaði ég að mig
minnir 47—48 m.
— Þarna vantaði okkur kláran mann
í fararstjórn, skýtur Haukur inn í. —
Þannig atvik komu oftar fyrir, þar sem
nauðsyn var eldklárs fylgdarmanns,
sem hafði bein í nefinu og segði: Kastið
var gilt og ekkert múður.
— Já, en við skulum halda okkur við
tugþraut EM 1950. Eftir þetta komu
1500 m hlaupið, lokagreinin.
— Já, er það hóíst, heldur örn á-
fram, er Heinrich það á undan í stigum,
að ég hafði aðeins veika von um sigur
í tugþrautinni. 1500 m. voru mér sem
öðrum tugþrautarmönnum þarna kval-
ræði. Hinir keppendurnir voru það lé-
legir, að ég varð að fara fyrstur til að
eiga nokkra von. Ég var orðinn dauð-
þreyttur og það var komið kvöld, skoll-
in á næturdimma og hlaupið þarna I
skímu ljósa. Þetta var hálf óhuggulegt.
Ég hljóp á sæmilegum hraða. En Þetta
var ægiraun. Ég fann hvernig Heinrich
elti mig, hvernig hann lagði ailt í að
„hengja sig á mig“. Það hafði hann ein-
sett sér, og það nægði honum til sigurs
að sleppa mér ekki. Ég fann hvernig
hann blés og stundi af mæði, og mér
tókst ekki að slíta mig frá honum. Það
voru aðeina rúmlega 100 metrar eftir.
Þá fannst mér leikurinn vera tapaður
og hætti við að gefa allt, sem ég átti
eftir. Ég vissi ekki þá, hversu gersam-
lega íhann var útkeyrður. Hefði ég tek-
ið minn bezta endasprett og pumpað
mig út, þá efast ég um, að hann hefði
haft það í mark. En það sá ég ekki fyrr
en eftir á. Á þessu augnabliki fannst
mér leikurinn tapaður og ég hætti við
sprettinn, ég sneri mér að honum, tók
í hönd hans og samsíða hlupum við —
eða réttara sagt hálfgengum — í mark.
Ég þurfti að mig minnir að vera 20—30
m á undan horium til að sigra í þraut-
inni, og eftir á sá ég að á þvi hefði ver-
ið mikill möguleiki. Heinrich var svo
gersamlega úttaugaöur og búinn, að
hann gat ekki tekið á móti verðlaunum
fyrr en næsta dag og var hálf meðvit-
undarlaus í hálfan annan tíma. Þurfti
að gefa honum súrefni og stumra yfir
honum á annan hátt. Svona sögulegt
var þetta.
— Þú nefndir, Haukur, að skort hefði
á hæfni fararstjóranna?
— Já, iþá skorti reynslu ekki síður en
okkur. Þetta voru allt ágætismenn, en
á augnablikum, eins og Örn upplifði í
spjótkastinu, þá vantaði eldkláran
fylgdarmann, sem hafði bein í nefinu.
Til að geta staðið í slíku þarf eldkláran
málamann og málafylgjumann. Ég man
eftir fleiri tilfellum, er skortur á slíkum
mönnum sagði til sín. Það var t. d. í
London 1948 er örn var í tugþrautinni
þar og fékk ekki að mæla atrennuna
fyrir langstökkskeppnina. Segðu þá
sögu, Örn.
— Já, það kom einhver brezkur
hlúnkur og bannaði mér að mæla at-
rennuna. Keppendur voru margir og
þeir höfðu verið að mæla sina atrennu,
en ég beið færis þess. Allt í einu kom
þessi maður og sagði að nú hæfist
keppnin, um frekari atrennumælingar
yrði ekki að ræða. Ég fékk engu um
þokað, og þetta ætlaði að verða afdrifa-
ríkt. Æstur í skapi fór ég nokkra milli-
metra fram fyrir i fyrstu tilraun og
stökkið var dæmt ógilt. Það var stökk
upp á 7.15—7.20 og slikt stökk hefði í
sjálfri langstökkskeppni OL-leikanna
dugað til 4. sætis. Og í annarri tilraun
gerði ég aftur ógilt. Og nú voru góð
ráð dýr. Eitt stökk eftir og 0 stig fyrir
langstökkið blasti við. Ég varð að ná
gildu stökki. Ég hóf atrennuna aftar
og stökk upp á að gizka 20 cm frá
plankanum. Stökkið mældist 6.84. Þetta
bjargaðist því furðanlega í stöðunni, en
á þessum tíma var langstökkið mín
bezta grein.
— En víkjum þá að þriggja landa
keppninni í Osló 1951, þeirri frægu
keppni, er við unnum bæði Dani og
Norðmenn í frjálsum á Bislett og sama
dag Svía í knattspyrnu í Reykjavík.
Framhald á bls. 50