Íþróttablaðið - 01.12.1974, Page 15

Íþróttablaðið - 01.12.1974, Page 15
Ég ætla aS biBja ykkur aö hverfa með mér nokkur ár aftur í tímann — eða nánar tiltekið til sunnudagsins 6. september árið 1953 — því ætlunin er að bjóða ykkur á gamla Melavöllinn og horfa Þar á knattspyrnuleik, sem við skulum vona að verði skemmtileg- ur á að horfa. Það er vissara fyrir ykkur að klæð- ast vel, því veður er ekki sem best, sex vindstig og rigningardembur, sem nálg ast að vera skýfall. Við látum slíkt ekki aftra okkur, heldur fáum okkur sæti í stúkunni og bíðum þess, að lið- in komi inná völlinn. Það er best að draga ykkur ekki lengur á því, hvaða leiks ég er að bjóða ykkur til, en Það er úrslitaleikur Is- landsmótsins milli Vals og Akurnes- inga. Laust fyrir kl. 14.00 koma Valsmenn inná völlinn, klæddir rauðum peysum og hvítum buxum með fyrirliðann Ein- ar Halldórsson í fararbroddi. Skömmu síðar komu Skagamenn inná völlinn, gul og svartkiæddir að vanda, en liði þeirra stýrir Ríkharður Jóns- son. Þeir hlaupa að miðju vallarins og heilsa áhorfendum, sem fagna leik- mönnum ákaft og greinilegt er, að Þeir eiga sterkari itök f á íorfendum en Valsmenn. Dómari leiksins, Guðjón Einarsson kemur nú inná völlinn ásamt aðstoð- armönnum sínum. Kallar hann fyrirlið- ana til sín og þeir -heilsast og Vais- menn vinna hlutkestið og kjósa að leika undan vindinum. Dómarinn gefur merki og leikurinn er hafinn. í fyrstu er auðséð, að liðin óttast hvort annað og þreifa fyrir sér, því lítið skeður fyrstu mínúturnar. Vals- menn fara síðan að láta meira til sín taka og sækja, en sóknarleikurinn er ekki nógu sterkur til þess að hætta skapist við mark Skagamanna. Síðan jafnast leikurinn og liðin skipt ast á að sækja og þrátt fyrir erfið vallarskilyrði er mikill hraði í leikn- um. Á 19. mín. veður Ríkharður upp völl- inn með knöttinn og gefur hann til Þórðar Þórðarsonar, sem hleypur af sér Valsvörnina og skorar fyrsta mark leiksins. Valsmenn láta engan bilbug á sér finna og gera harða hríð að marki Skagamanna, sem verjast vel, þar til á 28. mín. er varnarmenn gera örlaga- rík mistök, sem verða til þess að Haf- steinn Guðmundsson fær knöttinn og skorar af stuttu færi. Og enn sækja Valsmenn, staðráðnir í iþví að ná yfirhöndinni fyrir lok hálf- leiksins. Tíminn liður og ekkert mark- vert skeður. Vallarklukkan tifar og lok hálfleiksins nálgast óðfluga. Þegar ein minúta er eftir fær Sig- urðu • Sigurðsson vinstri útherji Vals, knöttinn út á vinstri kanti og spyrnir í áttina að marki Skagamanna, úr nærri vonlausri stöðu, að manni sýn- ist. Knötturinn svdfur að hægra horni marksins og Magnús Kristjánsson markvörður hoppar upp — en of snemma. Hann er kominn niður þegar knötturinn fer yfir hann og hafnar í markinu. Valsmenn hafa tekið forystuna í hálf leik með 2—1 og Gijðjón dómari flaut- ar til hálfleiks. — Meðan á leikhléi stendur lægir vindinn nokkuð, en rigningin eykst að sama skapi. Siðari hálfleikur er hafinn, þegar við komum til sæta okkar og við erum ekki nema rétt búin að koma okkur fyrir,, Þegar Skagamenn jafna metin. Auka- spyrna er dæmd á Val við vitateig Þeirra. Ríkharður framkvæmir spyrn- una og spyrnir knettinum í varnarvegg Valsmanna, sem hrekkur til hans aft- 15

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.