Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1974, Qupperneq 28

Íþróttablaðið - 01.12.1974, Qupperneq 28
ÞEIRRA NAFN ÓTTAST Líklega hefur ekkert félag íslenzkt náð öðrum eins árangri i keppni á er- lendri grund og FH, Fimleikafélag Hafnarfjarðar. — FH ihefur átt á að skipa einstökum handknattleiksflokk- um ,og er virt félag af handknattleiks- mönnum um alla Evrópu, þar sem sitja öll beztu handknattleikslið heims. Gegn FH eig'a þessi félög aldrei fyrir- fram unninn leik, langt í frá. Hand- knattleiksmenn FH 'hafa séð áhorf- endum hér heima fyrir góðri skemmt- an gegnum árin, og margan risann að velli lagt, enda þótt félagið sé ættað úr tiltölulega fámennri byggð, a. m. k. miðað við mörg þau stóru félög, sem hingað koma á ári hverju. Það hefur verið kraftur í allri sögu FH, og liklega getur félagið ekki hvað sízt þakkað góðri forystusveit fyrir hversu vel hefur til tekist. Félagið varð til 15. október 1929, eða fyrir 45 árum rúmum. Eftir því sem næst verður komizt, voru mættir 11 menn í leikfimihúsi gamla barna- skólans þennan dag, og tilgangurinn var að stofna Fimleikafélag Hafnar- fjarðar, og eins og sjá má af nafni félagsins, voru það fimleikar, sem fyrst og fremst voru á stefnuskrá fé- lagsins. Þesir menn voru Hallsteinn Hin- riksson, Kristján Gamalíelsson, Lárus Gamalíelsson, Ottó Jónsson, Ágúst Jó- hannsson, Sveinn V. B. Stefánsson, Böðvar Eggertsson, Sigurður Gíslason, Guðjón Sigurjónsson og Jóhannes Ein- arsson. Félagsstarfið fyrstu árin, frá 1929 til 1940 einkenndist fyrst og fremst af fimleikaflokkum félagsins. Frá 1934 og lengi vel, jafnvel fram yfir 1%0, var mikið fjör hjá frjálsíþróttafólki FH, og frá 1940 hefur knattspyrnan átt miklu gengi að fagna meðal fé- lagsmanna — og i sumar vann lið FH sig upp í 1. deild í knattspyrnu. Þá var glæsibragur mikill yfir sundinu með- an félagið hafði þá grein innan sinna vébanda. Þá megum við ekki gleyma þeirri skrautfjöður, sem orðið hefur hvað fegurst í hatti FH-inga síðari árin, handknattleiknum. Það má segja að handknattleikstímabilið 'hafi hafizt fyrir alvöru um 1940 — og Það stend- ur enn í blóma í dag — FH er efst í 1. deildinni og virðist ætla að gera sitt bezta til að verja Islandsmeistara- titilinn, sem félagið vann svo örugg- lega í fyrra. Þá er FH eitt af 8 liðum Evrópu, sem eftir er í Evrópubikar- keppninni í handknattleik, hefur lagt

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.