Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1974, Qupperneq 37

Íþróttablaðið - 01.12.1974, Qupperneq 37
sigrar finnska þolhlauparans Nurmis, sem þá stóð á tindi frægðar sinnar, muni enginn hlaupasigur hafa vakið jafn- mikla furðu og jafnmikla athygli sem sigurinn í 400 metra hlaupinu, enda var þaö eitt hið skemmtilegasta, sem nokk- urn tíma hefur sést á olympiskum vett- vangi. Til þessa hlaups voru skráðir alls 87 afburða hlauparar víðsvegar úr veröld- inni. Af þeim heltist hvorki meira né minna en 81 úr lestinni, áður en til úr- slita kæmi. Undanrásirnar urðu samtals 17, og það voru aðeins fljótustu mennirnir í hvorum riðli, sem komust i milliriðla. Þetta varð harður og einstæður bar- dagi, og þar átti margt ótrúlegt að ske. Á fyrstu Olympiuleikunum, sem haldn- ir voru í Aþenu 1896, sigraði Ameriku- maðurinn Berke 400 metra vegalengd- ina á 54,4 sek. Og hefði átt að hafa þann tíma til hliðsjónar á Parísarleikunum tæpum 30 árum síðar, hefði mátt segja, að þar hefði næstum hver þátttakandi orðið heimsmethafi á þessari vegalengd, því að flestir, ef ekki allir hlaupararnir fóru vegalengdina undir olympíska met- timanum frá 1896, og meira að segja var þarna allálitlegur hópur, sem komst niður fyrir 50 sekúndur. Meðal þessara síðartöldu var Ame- ríkumaðurinn Wilson, sem rann 4. und- anrásina á 49.6 sek. Suður-Afrikubúinn Betts sigraði 8. undanrásina á 49.6 sek. Annar Suður-Afríkumaður, Oldfield að naíni, bar sigur úr býtum í 10. undan- rásinni á 49.6 sek. Svíinn Eng Dahl vann 11. undanrásina á fágætlega skömm um tíma, 49.2 sek., Indverjinn Gitt vann 12. undanrásina á 49.8 sek. Þessi hraði — og það í undanúrslitum — þótti alveg einstæður í þá daga. En þó var þetta ekki annað en undan fari annarra og stærri tiðinda, og þau gerðust þegar í millirásunum. Jafnfljót- ir og góðir 'hlauparar og þarna voru sam- an komnir létu ekki hlut sinn að ó- reyndu, og þvi urðu þeir að neyta allra bragða sinna og allrar hlaupagetu til þess að verða ekki bolað úr 'hinni óvenju hörðu samkeppni fyrr en í fulla hnef- ana. Sex millirásir voru þreyttar. Þar náði Ameríkumaðurinn Fitch fágætum tíma í eldheitri baráttu við sænska hlaupar- ann Svenson. Fitoh hljóp vegalengdina á 49 sekúndum. Það var til þess dags besti árangur, sem náðst ihafði í undan- og millirásum. „Ra-ra-ra — A-m-e-rika — Fitch — Fitch — Fitch!“ hrópuðu Bandarikja- menn einum rómi, þegar Fitch spretti úr spori, dró Svíann fet fyrir fet uppi og þeyttist eins og örskot á undan öll- um öðrum I endamark. En Fitch var ekki lengi einn um hit- una. I næsta riðli náði Suður-Afríku- búinn Betts sama tima og sigraði þar norska stangarstökkvarann og ritstjór- ann að „Sportmanden", Oharles Hoff. Það má segja, að giftuleysið hafi hund- elt Charles Hoff á þessum Olympíuleik- um. Hann var í þennan tíma lang-fremsti stangarstökkvari heims, svo að hann bar þar af öðrum sem gull af eir. 1 öllum fötum hefði hann getað sigrað hvaða stangarstökkvara sem vera skyldi. En þá kom fyrir óhapp. Hann meiddi sig á æfingu, rétt áður en leikarnir hóf- ust, og varð að hætta við stangarstökk- keppnina. Hoff, sem átti heimsmetið i stangar- stökki, 4,21 m, varð nú að láta sér lynda að horfa þarna á Bandaríkja- manninn Barnes bera sigur úr býtum með 3,95 m háu stökki. Þótt Hoff yrði að una því, að annar, honum miklu lakari maður ynni gull- orðuna í stangarstökkinu, var hann ekki af baki dottinn með öllu. Hann ákvað að láta skrá sig í 400 og 800 metra hlaup, og enda þótt hann ætti ekki held- ur gott með hlaup vegna meiðslanna, iháðu þau honum þar ekki að sama skapi sem í stökkum. í 400 m hlaupinu komst hann ekki aðeins í milliriðil, heldur og í undanúrslit. En í 800 m hlaupinu komst hann í lokasprettinn. En svo að aftur sé vikið að efninu, harðnaði baráttan í 400 m hlaupinu með 'hverjum riðli. í milliriðlunum reyndu með sér 33 bestu hlaupararnir. Tólf þeirra komust í undanúrslit, og loks kepptu sex hinir fremstu þeirra um úr- slitin. I fyrsta milliriðli bar Englendingur- inn Butler sigur úr býtum á 49.8 sek., og næstur honum var Taylor frá Banda- ríkjunum. 1 öðrum milliriðli vann Hollendingur- inn Paulen á 49.2 sek. Þar varð Sköt- inn Liddell annar í röðinni. 1 þriðja milliriðli sigraði Suður-Af- ríkubúinn Oldfield, einnig á 49.2 sek. Næstur varð þar Kanadabúinn John- ston. Fjórði og fimmti riðillinn þreyttu skeiðið á svipuðum tíma. Hvað hafði skeð? Sú furðulega tilviljun, að fljótustu mennirnir í fimm fyrstu milliriðlunum höfðu allir hlaupið vegalengdina á sama tíma, svo að ekki skeikaði nema broti úr sekúndu, þar sem mestu munaði. Keppnin var nú orðin verulega spenn- andi, og engin lifandi sál gat leitt nokkr- ar líkur að því, hvernig hlaupinu myndi lykta. En þá skeði nokkuð í sjötta og siðasta milliriðli, sem breytti horfunum skyndi- lega. Lítill, Svarthærður og óþekktur Svisslendingur skaust eins og elding fram úr löngum, ljóshærðum og heims- þekktum Svía, hlauparanum Engdahl, og langhentist á undan öllum öðrum í endamarkið. Þessi Svisslendingur hét Imback. Skeið ið rann hann í milliriðlinum á 48 sek. Það var olympiskur mettimi. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það vissu að vísu flestir eða allir, að Sviss var undravert land að nátt- úrufegurð og þar bjuggu hjarðmenn og jóðlarar. En hvenær hafði Sviss átt heimsfræga iþróttamenn? Kannske Vil- hjálm Tell, en síðan ekki söguna meir. Og nú í einni svipan kemur lítill, óþekkt- ur snáði fram á vettvanginn, nær best- um árangri í milliriðlinum og storkar hlaupaveldi Engilsaxa á 400 metra vega- lengdinni. Allir íþróttamenn og áhorfendur stóðu á öndinni af undrun. Dagur leið að kveldi. Heit og kyrr miðsumarsnótt lagðist yfir París. Svo kom nýr dagur. Á þeim degi hrundi allt það til grunna, sem byggt var daginn áður. Farið var fram úr hinu olympíska meti Svisslend- ingsins Ihbacks þegar í fyrsta riðli und- anúrslitanna. Það gerði Bandaríkjamað- urinn Fitch. Og aftur kvað við um endilangan völl- inn samhróp Amerikumanna: „Ra-ra-ra — A-m-e-rííka — Fitch — Fitch — Fitch!" Hann átti það líka skilið, en sigurinn var honum þó engan veginn viss, því að Imback var í síðari milliriðlinum, og a. m. k. Norðurálfubúar tengdu við hann allmiklar vonir. Úrslitum I fyrri riðlinum lyktaði þann- ig, að Fitch varð fyrstur á 47.8 sek., hálfum metra á eftir varð Englending- urinn Butler, og þriðji varð Johnston frá Kanada. Þessir þrír komu til úrslita, en hinir þrír, sem heltust úr lestinni, voru þeir Paulen frá Hollandi, sem varð 4. að marki, Betts frá Suður-Ameríku, sem varð fimmti í röðinni, og Svíinn Engdahl siðastur. Og nú kom seinni riðillinn. En það var ekki Imback, sem þar varð fyrstur, heldur skoskur klerkur, sem vatt sér snöggvast úr prestshempunni til Þess að keppa á Olympíuleikunum. Hann hét F. H. Liddell, en skeiðtími hans var þó mun síðri en hjá Fitch, eða 48 2 sek. Á hæl- unum á honum var Imback, en þriðji að marki var Ameríkumaðurinn Taylor, sem rétt marði fram úr Hoff — stang- arstökkvaranum Hoff — og tryggði sig þar með i lokasprettinn. Fimmti að marki var Oldfield frá Suður-Afríku og sjötti SV'iinn Svenson. Nú var aðeins úrslitaspretturinn eftir. En rétt áður en hann ihófst, eða meðan 37

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.