Íþróttablaðið - 01.12.1974, Side 43
íþróttir og hollusfa:
E-VITAMIN
Lítið fer fyrir E-vítamini í alfræði-
bókum. Og lítið hefur verið um það rit-
að á íslensku. Þó mun það líklega vera
umdeildara en nokkurt vítamín annað.
#
Fjöldi lækna telur það harla lítils virðí.
Jafnvel „humbug", eins og kunnur læknir
kvað að orði, og heldur fastara þó.
En hví skyldum við undrast það? Af-
staða heilbrigðisyfirvalda og flestra
lækna Bandarikjanna er í sama dúr. En
þrátt fyrir það, hefur almenningur þar
margfaldað E-vítamínneyslu sina. Og
vafalítið hefur Adelle Davis, átt sinn
■þátt í því.
Hún hélt því fram, að E-vítamín væri
hverri frumu líkamans nauðsynlegt.
Einnig benti hún á, að fyrir lægju fjöldi
vísindalegra skýrslna, sem sönnuðu mik-
ilvægi iþess, en flestir læknar hefðu geng
ið fram hjá þeim. Samt hafa læknar
vestan hafs og austan komið saman
nokkrum sinnum og borið saman reynslu
sína af E-vitamíni.
Og þeir eru ekki í efa um gildi Þess.
Og ætla verður, að Þeir, sem reynsluna
hafa, séu dómbærastir á gildi þess, hvort
sem um er að ræða lækna eða leikmenn.
Minnsta kosti munu þeir íþrótta- og
þrekraunamenn, er hafa notað E-víta-
min, ekki telja sig þurfa að spyrja um
gildi þess. Svo tvímælalaus er reynsla
þeirra.
„Næstum allir, byrjendur og íþrótta-
stjörnur, nota nú E-vitamín, ásamt öðr-
um vítamínum", segir Gary Brandner i
bók sinni um E-vítamin.
E. Mehl, íþróttafréttaritari Kansas
City Star, segir frá ýmsum þekktum
íþróttamönnum, sem notuðu E-vítamín.
Einn þeirra var Joie Ray, sem hljóp míl-
una á 5 mín. og 30 sek. á 64. afmælis-
degi sínum. Og hann þakkaði E-vítamín-
inu þol sitt.
Herb Elliott og Eddie Beck neyttu
báðir hveitikíms. En Elliott setti met í
miluhlaupi, og Beck i 100 jarda bak-
sundi unglinga .Einnig Dave Mills, sem
hljóp 100 jardana á 9,7 sek., 220 jarda á
21,2 sek., og 440 jarda á 46,6 sek. En
meðal annara efna í kíminu er E-víta-
mín.
Við athugun á Olympíusveit Banda-
ríkjanna 1956, kom í ljós, að 88% neyttu
hveitikíms, 86% hveitikímsolíu, og 84%
vitamína, sem í var E-vítamín. Margir
neyttu þessa alls.
En mesta athygli E-vitamínneytenda
vakti sundstjarnan Murray Rose, sem á
Olympíuleikunum 1956 varð gullhafi í
400 og 1500 metra sundi. Og aftur 1960,
í 400 metrum. Yngstur allra í sögu
Olympíuleikanna, er unnið hafði þrenn
gullverðlaun. Auk þess vann hann bæði
silfur og brons.
Þess er getið, að Murray lifði á sér-
stöku fæði, sem í voru öll kunn vítamín
og steinefni. Auk kíms, sem var fastur
þáttur í fæði hans, tók hann E-vítamín,
upp í 1500 einingar, daglega, þegar hann
æfði fyrir keppni, til að auka þolið.
í miklum þolraunum veltur á miklu,
að hjartað vinni hnökralaust.
Italskur læknir, A. Goria, gekk frá
og reyndi röð æfinga til að ganga úr
skugga um áhrif E-vítamíns á hjartað.
Við tilraunirnar notaði hann m.a. hjarta-
rafrita, sem mældi og skráði starf hjart-
ans, og sýndi, ef um vik frá hinu eðli-
lega var um að ræða Hann komst að
raun um, að auk þeirra jákvæðu áhrifa
sem E-vítamín hefur á veikt hjarta, styrk
ir það einnig heilbrigt hjarta, svo að
það vinnur enn betur.
I andrúmsloftinu eru um 21% súr-
efni og 78% köfnunarefni. Til að kynna
sér betur eiginleika og áhrif E-vítamíns,
lét Goria þá, sem hann gerði tilraunir
á, anda að sér loftblöndu með 7,5% súr-
efni og 92,5% köfnunarefni. Þeir áttu
að anda henni að sér í 3 min. En þeim,
sem ekki fengu E-vítamin leið illa eftir
2 mín. En þeir, em neyttu E-vítamíns,
gátu andað þessari blöndu að sér í 4 mín.,
án óþæginda. Með öðrum orðum: E-víta-
min dregur úr lamandi áhrifum of lítils
súrefnis Ef „Eyjapeyjarnir", sem heiðr-
uðu Kilimanjaro hefðu haft góðan
skammt af E-vítamíni, þá hefðu þeir
líkiega allir, léttilega klifið tindinn. Bið
þá afsökunar á, að ég skyldi gleyma að
benda þeim á blessað E-vítamínið.
Goria athugaði einnig hjartslátt til-
revnenda. Hjartsláttur eins þeirra, sem
ekki fékk E-vítainín, hækkaði úr 68 í
107 slög á þrem mínútum. En þegar hann
fékk E-vítamín hækkaði hann úr 58 í
87 slög á sama tíma. E-vítamín hafði því
lækkað eðlilegan hjartslátt þessa manns
úr 68 i 58 slög, áður en tilraunin hófst,'
sem siðan hækkaði miklu minna en fyrr.
Þetta er ekki at-hyglisvert einungis fyrir
íþróttamenn og allan almenning, heldur
einnig. og kannski ekki síður lækna.
T K. Cureton, sem margir íþróttamenn
munu kannast við, gerði tilraunir, sem
náðu yfir 4 ár, við háskólann í Illinois,
þar sem hann starfar. 1 tilrauninni tóku
þátt yfir 200 manns: íþróttamenn, stúd-
entar, valdir af handahófi, og miðaldra
prófessorar, sem voru yfirleitt ekki lík-
amlega vel á sig komnir. Þennan mis-
jafna hóp þátttakenda valdi hann til að
ganga úr skugga um, hvort E-vítamín
væri þýðingarmikið til að auka þol þjálf-
aðra íþróttamanna, eins og óþjálfaðra
og miðaldra.
Hann notaði „treamill", sem ég veit
ekki íslenskt nafn á, en er í rauninni
ekki annað enfæriband, sem stilla má á
mismunandi hraða, svo að sá, sem á
bandinu er, verður að ganga eða hlaupa
með sama hraða.
Átta prófessoranna, sem fengu hveiti-
kímolíu, meðan á tilrauninni stóð, lengdu
hlaupatima sinn um 51,5%. En jafnstór
hópur prófessora, sem ekki fékk kímolíu,
jók þol sitt á sömu tilraunum, einungis
um 19,4%. Tilraun, verð allrar athygli.
Er það ekki? Ekki síst Þar sem árang-
urinn hjá íþróttamönnum var jafn upp-
örvandi..
Þess má geta, að það var Cureton, sem
ákvað fæðu hinns fræga ástralska Olym-
píusundliðs 1956, sem gekk af hólmi með
5 af 7 gullverðlaunum karla, og 3 af 6
gullverðlaunum kvenna.
En í fæðu þeirra voru stórir auka-
skammtar vítamína og steinefna. „Their
diet included heavy supplements of vita-
mins ánd minerals ...“ Og daglega bæði
hveitikímolía og hveitikím.
Hér er ekki rúm fyrir fleiri dæmi um
gildi E-vítamíns. En þau ættu að nægja
til að vekja athygli hvers þjálfara og
íþróttamanns. Og það er alveg óhætt að
staðhæfa og undirstrika, að fyrir löngu
hefði verið tímabært að huga betur að
fæði iþróttamanna — og raunar allrar
þjóðarinnar, en gert hefur verið. Það
þarf engan fræðing til að skýra það og
skilja, að rétt næring er ein af höfuð-
stoðum heilbrigði og þreks. Magafylli
er ekki nóg, það sækir enginn þrek í
hvítt hveiti, svo að dæmi sé nefnt. En
það er hluti af daglegri fæðu flestra.
Góð heilsa er gulli dýrmætari. Rækt-
um heilbrigði, þrek og þol. Iþróttaafrek
fylgja í kjölfarið, ef vel er þjálfað. Og
það gera rnargir.
M. Sk.
43