Íþróttablaðið - 01.12.1974, Page 50
Clausen
Framrald af bls. 13
— Það var skemmtileg keppni, en
hlutverk mitt varð sem áhorfanda, segir
Haukur. Ég tognaði í 200 m hlaupinu,
sem var fyrsta greinin. Það var óheppni.
Ég var þá í svo góðu formi, að ég tel
mig hafa leikið mér að sigri í báðum
sprctthlaupunum, hefði þetta óhapp
ekki hent. Það var hart að fara svona
út úr þessu, en það hafði þó ekki áhrif
á að sigur vannst, og það er fyrir öllu.
—■ Já, þá var ég settur i greinar, sem
ég átti ekki að taka þátt í samkvæmt
upphaflegri ákvörðun. Þetta breytti
svolítið taktík minni. Ég 'hljóp t. d.
stuttu grindina mjúklega, aðeins til að
vinna, en ekki upp á afrek. 100 m voru
strax á eftir grindahlaupinu og þar kom
ég inn í fyrir Hauk. Þeir voru búnir að
undirbúa startblokkirnar hinir kepp-
endurnir, er ég kom til baka. Schibsby
hinn danski var búinn að vera viku í
Osió og búinn að gefa hátíðlegar yfir-
lýsingar um, að nú skyldi hann baka
Islendingana, en árið áður hafði honum
tekizt að merja sigur í landskeppni i
Reykjavík. Hann var þarna á 1. braut
og ég á 2. braut. Ég ætlaði ekki að
bregðast. En ég brá of fljótt við, þjóf-
startaði. Og hvað er til bragðs í lands-
keppni, en að sitja eftir næst. Annars
er stigið tapað. Og það gerði ég ræki-
lega. Þeir voru 1—2 skrefum á undan,
sem iþýðir um 3 m þegar út í hlaupið er
komið. En þegar ég hafði hlaupið 70—
80 m var ég búinn að ná honum. Ég
reif mig áfram af hreinni vonzku og
skapofsa. Ég var um það bil að ná
Norðmanninum og Herði Haraldssyni,
sem höfðu haft þetta góða forskot á
mig. En Daninn hreinlega hætti — og
haltraði í mark. Ég held, að sú tognun
hafi verið uppgerð ein, uppgerð þess
manns, sem hafði beðið sáran ósigur.
Hann þoldi ekki, að tugþrautarmaður
skyldi sigra hann, eftir að hafa legið
eftir í viðbragðinu.
En svo fór að Hörður Haraldsson vann
100 m hlaupið, en við Norðmaðurinn
fengum sama tíma. Við vorum lesnir
upp sem nr. 2—3 og stigin skiptust.
— En þú hljópst upp á annað þrep
verðlaunapallsins ?
— Já, ég hafði engin umsvif og fékk
afhent 2. verðlaun og það var látið
standa svo. Ég var náttúrlega frekur,
en hvað þýddi annað? Það breytti ekki
úrslitum keppninnar, stigin skiptust, en
2. verðlaunin voru min.
En þetta var ekki erfiðasta þrautin.
Ég hóf þessa landskeppni á 400 m
grindahlaupi, sem ég hljóp í fyrsta sinr
50
í keppni og vann á nýju Islandsmeti.
En langstökkið var strax á eftir. Ég gat
varla gengið eftir grindahlaupið, hvað
þá stokkið. Ég skil ekki ennþá, að ég
skyldi ná 6.96 m þá. Ég hafnaði í 3. sæti,
Norðmaður nokkrum sentimetrum á
undan og Torfi Bryngeirsson sigurveg-
ari með vel yfir 7 m.
— Eitt sinn stóðst þú, Haukur, á
efsta þrepi verðlaunapalls með Finn-
björn á næsta palli og Guðmund Lár-
usson í 3. sæti eftir 200 m hlaup.
— Já, það var 1949 á móti er hét
„Sverige-övriga Norden". Það var all
sögulegt hlaup, þvi ég var með yfir 39
stiga hita eftir bit moskítóflugu.
Ég sá varla brautarlínurnar er á leið
hlaupið og öklinn var svo bólginn af
bitinu að með ólíkindum var. Það er
líka í eina skiptið sem ég hef lagst út
í gras eftir 200 m sprett og selt upp.
Það var hræðilegur dagur. En ég fékk
ekki fleiri tækifæri á því móti. Við vor-
um valdir í Norðurlandaliðið eftir tím-
um sem við höfðum náð hér heima við
engar aðstæður. Finnbjörn komst því
einn í 100 m hlaupið, þó við ættum ó-
umdeilanlega beztu spretthlaupara á
Norðurlöndum þá, eins og í ljós kom í
200 m hlaupinu. Ég held að Finnbjörn
hafi orðið í 2. sæti. En það var súrt að
fá ekki að vera með þar.
— Hver er minnisstæðasta keppni
þín, örn?
— Minnisstæðust er mér keppni USA-
Norden 1949. Þá hafði ég ekki keppt i
tugþraut nema einu sinni, þ. e. í Lond-
on 1948, en farið síðan í gegnum hana
heima til Þess að verða valinn í þessa
keppni, þ. e. a. s. lið Norðurlanda móti
Bandaríkjunum. Keppendur Bandaríkj-
anna voru Bob Mathias, OL-meistari,
Mondschein og Alphonse.. Mondschein
hafði þá verið Bandaríkjameistari 4 ár
í röð E n það fór svo, að ég keppti við
hann um 2. sætið í þess'ari keppni og
þau úrslit réðust í siðustu greininni,
1500 m hlaupinu. Hann var kominn vel
yfir í stigum og þetta virtist vonlaust
fyrir mig. En þessu lauk með því að ég
náði 7197 ,en hann 7191. En þessi sigur
minn yfir honum var einkar tilviljana-
kenndur, enda ótrúlegur fyrir 1500 m
hlaupið.
Svíinn Per Ericson var langbezti 1500
m hlauparinn i tugþrautinni, en hann
átti enga möguleika til að kljúfa Banda-
ríkjamennina eða ná mér. Við sömdum
því um, að hann ætti að „toga“ mig
áfram. Hann hleypur vel að vanda og
ég elti. Við erum orðnir langfyrstir.
Hann hljóp fyrsta hringinn á 60 sek.
og það mun svipaður tími og Gunder
Hagg hljóp fyrsta hringinn er hann
setti heimsmet i 1500 m hlaupi. Þegar
hringur er eftir, eru hinir íslenzku
keppendurnir við marklínu að hrópa til
mín. Ég var í ofsastuði og veifa til
þeirra og tek sprett. Á næstu 200 m fer
ég 30—40 m fram úr Ericson og held
sprettinum áfram í 300 metra. En þá
voru kraftar minir þrotnir, og ég ná-
lega gekk síðustu 100 metrana. En það
er af Mondsdhein að segja að þegar
hann sá mig taka þennan 300 m sprett,
þá gafst hann upp við að reyna. Þegar
ég átti 100 m eftir átti hann 300 m eftir
i mark. En hann áttar sig ekki fyrr en
um seinan að ég var alveg búinn þarna
100 m frá marki. Þá tekur hann enda-
sprett, og tók sprettinn. En það var um
seinan. Hefði hann áttað sig á stað-
reyndum 50 m fyrr, hefði hann líklega
haft þetta, en í þetta sinn var heppnin
með mér. En ég hef aldrei verið eins
útkeyrður. Ég sat á bekk næstu klukku-
stund og jafnaði mig. Ég átti ekkert
eftir.
Það eru einhvers staðar til myndir,