Íþróttablaðið - 01.09.1975, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.09.1975, Blaðsíða 9
ff issí ekki fyrr en ég var kominn með annan fótinn í atvinnu- mennskuna é Ásgeir Sigurvinsson var ekki nema lið- lega 17 vetra gamall er hann gerðist at- vinnuknattspyrnumaður með belgíska félaginu Standard Liege. Það félag hefur af ýmsum glæstum sigrum að státa og rneðal leikmanna liðsins fyrr og síðar hafa leikið margir af snjöllustu leikmönnum Evrópu. Má í þeim hópi t.d. nefna mark- vörð félagsins, Piot, sem m.a. hefur verið valinn til að leika með heimsliði í knatt- spyrnu. Ásgeir hefur spjarað sig ótrúlega vel hjá Standard Liege og er hann hóf að leika með Standard Liege aðeins 18 ára gamall var hann yngsti atvinnuknattspyrnumað- urinn í belgísku 1. deildinni. Ásgeir hefur bætt við sig kunnáttu og getu í knattspyrn- unni með hverjum leik og að sögn knatt- spyrnusérfræði/iga í Belgíu er Ásgeir á góðri leið með að verða einn af sterkustu leikmönnunum í Belgíu. Eitt blaðið lét meira að segja svo um mælt í sumar að Ásgeir væri þegar orðinn einn af fimm beztu leikmönnum í Belgíu og innan tveggja ára yrði hann kominn í alfremstu röð í Evrópu. Ásgeir er þó ekki þannig skapi farinn að hann ofmetnist af þeirri frægð, sem hann hefur áunnið sér í belgískri knattspyrnu. — Mér er nokk sama þó að fólk snúi sér við og bendi á mig á götum úti og hvíslist á um að þarna sé ,,Sigur“ á ferð, sagði Ásgeir Sigurvinsson í viðtali við íþrótta- blaðið nýlega, en undir nafninu „Sigur“ gengur Ásgeir meðal Belga. Ásgeir hefur gert samning við Standard Liege frant til sumarsins 1978, en það sumar verður hann 23ja ára gamall. Hann býst við að endurnýja þá atvinnumanna- samning sinn aftur og halda áfram í knattspyrnunni í nokkur ár ef vel gengur. Aðspurður um peningahliðina á atvinnu- mennskunni, sagði Ásgeir, að hann kærði sig ekki um að peningamál sín væru gerð að almenningseign. Það væri þó ljóst að hjá stóru félögunum væri um talsvert mikla peninga að ræða og atvinnuknatt- spyrnumaðurinn hefði það mjög gott ef vel gengi. Standard Liege er stöndugt félag, sem hefur yfir mjög fullkominni æfinga- og keppnisaðstöðu að ráða. Áhorfendur að leikjum liðsins eru oftast öðrum hvorum megin við 20 þúsund. Þegar mest er þá eru um 35 þúsund manns í áhorfendastæðunum, en fjöldi áhorfenda fer sjaldnast niður fyrir 10 þúsund. Þess má geta að áhorfendur að leik Belgíu og íslands, sem fram fór á velli Standard Liege, voru um 14 þúsund. — Það er vitað mál að atvinnuknatt- spyrnumenn, sem hafa skapað sér nafn með frammistöðu sinni, geta gert auknar kröfur, sagði Ásgeir Sigurvinsson er íþróttablaðið ræddi við hann. Þannig veita toppmennirnir ekki viðtöl við fjöl- miðla, nema þeir fái ákveðna þóknun fyrir vikið. Sjálfur hef ég gert lítið af þessu, en þó hef ég haft nokkum pening fyrir viðtöl við stór vikublöð og þess háttar. Um auglýsingatekjur er ekki mikið að ræða hjá okkur leikmönnum Standard Liege. Félagið hefur sjálft samning við nokkur fyrirtæki, eins og t.d. Adidas, og ákvæði eru um það í samningi leikmanna félags- ins, að þeir auglýsi ekki á eigin spýtur, nema þeir hafi samráð við félagið fyrst. Ásgeir er fæddur og uppalinn í Vest- mannaeyjum og lék þar í gegnum alla flokka með Tý. Oftast lék hann þó með tveimur flokkum, þannig að þegar hann lék með 3. flokki var hann einnig fastur maður í liði 2. flokks ÍBV. Eftir að hann lék með unglingalandsliðinu á Ítalíu sum- arið 1972 sýndu forystumenn Standard Liege áhuga á að fá þennan unga leik- mann í sínar raðir og 1 samráði við Albert Guðmundsson, þáverandi formann KSÍ, gerði Ásgeir samning við félagið. — Ég hafði í rauninni ekki hugsað alvarlega um það að fara út í atvinnu- mennsku fyrr en ég var kominn með annan fótinn í hana, sagði Ásgeir. — Ég var búinn með 5. bekk í framhaldsdeild og ætlaði mér að ljúka menntaskólanámi. Hvað þá hefði tekið við er ekki gott að segja. Sennilega hefði ég þó farið út í að læra að verða íþróttakennari, eða þá að ég hefði farið að læra eitthvað í háskólanum. Sannast sagna hafði ég ekki hugsað svo mikið um framtíðina, þegar þetta kom upp á og ég var fluttur til Belgíu áður en ég vissi af. — Hvað tekur við þegar ég hætti í fótboltanum? Nei, það hef ég ekki hug- mynd um, ég er nú ekki enn farinn að hugsa um það, enda þykist ég enn eiga nokkur ár eftir í þessu, sagði Ásgeir. — Þó er ekki ólíklegt að maður fari út í knatt- spymuþjálfun, hvort sem það verður heima eða hér úti í Belgíu. 9

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.