Íþróttablaðið - 01.09.1975, Blaðsíða 17

Íþróttablaðið - 01.09.1975, Blaðsíða 17
Fulltrúar ISI á fundi nefndarinnar. Forsetar fundarins voru Gísli Halldórsson og Sveinn Björnsson og ritarar Bragi Kristjánsson og Sigurgeir Guðmannsson. aukinna samskipta á íþróttasviðinu. Voru fulltrúar allra landanna sammála um, að lítið réttlæti væri ríkjandi í þeim efnum og var samþykkt að taka upp viðræður við fulltrúa norðurlandanna í Norðurlanda- ráði um lagfæringar í þessum efnum. Unglingaíþróttir — Skólaíþróttir. Vaxandi samstarf hefur orðið á sviði unglingaíþrótta meðal norðurlandanna og var sú starfsemi tekin til sérstakrar um- ræðu. Fléttuðust skólaíþróttir mikið inn í þær umræður, en í flestum norðurland- anna eru starfandi sérstök íþróttasambönd fyrir skólana. Upplýst var, að hér á landi hyggðist ISI beita sér fyrir stofnun sérstaks íþróttasambands fyrir skólana sem yrði aðili að eða starfaði í nánum tengslum við ISI og íþróttahreyfinguna. Fulltrúar á fundi samstarfsnefndarinnar þáðu boð menntamálaráðherra, borgarstjómar Reykjavíkur, íþróttabandalags Reykjavík- ur, Flugleiða h.f. svo og heimboð forseta Nordurlönddn þinga í Reykjavík Dagana 26.—28. ágúst s.l. var fundur haldinn í Samstarfsnefnd fþróttasamband- anna (Fælleskomite) á Norðurlöndum. Nefndin heldur fundi reglulega annað hvert ár til skiptis í aðildarlöndunum, sem nú eru orðin 6, en Færeyingar voru teknir inn sem sjálfstæðir aðilar á þessum fundi og mælti Kurt Möller, form. danska íþróttasambandsins, fyrir þeirri ákvörðun. Sátu 3 Færeyingar fundinn að þessu sinni og lýstu þeir bæði ánægju sinni og þakk- læti með að vera orðnir aðilar að sam- starfsnefndinni og kváðu þessa ráðstöfun verða mjög mikilvæga fyrir uppbyggingu íþróttastarfsins í Færeyjum. Að venju voru gefnar ítarlegar skýrslur á breiðum grundvelli um þróun og horfur í íþróttastarfsemi hinna einstöku landa. Fer ekki milli mála, að margvíslegar aðgerðir íþróttasambandanna til að fá sem flesta til að iðka íþróttir eða leggja stund á hvers- kyns hreyfingu og útivist (TRIMM), hafa borið verulegan árangur. Jafnframt gætir vaxandi skilnings stjórnvalda og ráða- manna á mikilvægi íþróttanna. Mörg mál komu til kasta fundarins og má í því sambandi nefna m.a. eftirfarandi: Evrópuráðið í Strassburg. Gefin var skýrsla um vaxandi afskipti Evrópuráðsins í Strassburg af íþróttamál- um og viðleitni ráðsins til að koma á auknum samskiptum milli landanna í íþróttum. Lýstu fundarmenn ánægju sinni með, að Evrópuráðið lætur sig sífellt meira og meira varða þessi mál með því að stuðla að auknum og nánari samskipt- um milli hinna einstöku landa, ekki síst að því er varðar almanna íþróttir (Trimm). Alþjóða Olympíunefndin. Fjallað var á fundinum um skipan alþjóða Olympiunefndarinnar og kom fram af hálfu allra sem ræddu það mál, að alþjóða Olympiunefndin væri skipuð með óeðlilegum hætti og nauðsynlegt væri að taka til endurskoðunar skipan hennar og starfshætti. Norðurlandaráð og íþróttirnar. Fundurinn fjallaði um starfsemi menn- ingarmálasjóðs Norðurlandaráðs og lýstu menn sig óánægða með að sjóðurinn hefði fram að þessu svo til enga aðstoð veitt til ISI og konu hans. f móttöku hjá mennta- málaráðherra, Vilhjálmi Hjálmarssyni kom m.a. fram í ávarpi ráðherra, að hann teldi það mjög þýðingarmikið að íþrótta- samtökin stæðu dyggan vörð um sjálf- stæði sitt og væru með öllu óháð öðrum aðilum. Hlutverk ríkisins væri að styðja og styrkja slík óháð samtök áhugamanna en ekki að seilast eftir að stjóma þeim eða ráða. Daginn eftir að ráðstefnunni lauk fóru þátttakendur í kynnisferð á vegum ISI til nokkurra staða utan Reykjavíkur og komu þá m.a. við í Austurkoti í Flóa til að sjá þar og kynnast íslenzka hestinum. Við það tækifæri flutti Árni Bjömsson læknir er- indi um íslenska hestinn, hlutverk hans fyrr og nú og birtist útdráttur úr því annars staðar í blaðinu. Næsti fundur samstarfsnefndarinnar verður haldinn í Danmörku 1977. Myndin er af þátttakendum á fundi Samstarfsnefndar íþróttasambandanna á Norðurlöndum og er tekin utan við Hótel Loftleiðir, þar sem fundir voru haldnlr. 17

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.