Íþróttablaðið - 01.09.1975, Blaðsíða 27

Íþróttablaðið - 01.09.1975, Blaðsíða 27
Skulda- bagginn meiri en veltan R»U Yíd Torf a Tómasson lormann Sundsambands íslands Sundsamband Islands er eitt þeirra sér- sambanda innan íþróttasambands fslands sem á í hvað mestum fjárhagserfiðleikum. Mestur hluti þess tíma sem stjórnarmenn Sundsambandsins fóma fyrir þetta áhuga- mál sitt fer í það að safna peningum og reyna að grynnka á skuldunum þannig að íslenzk sundæska fái aukin tækifæri til að etja kappi við erlendar þjóðir. Það er bæði lýjandi og leiðinlegt að standa í því ár eftir ár að reyna að kría út peninga til að endarnir nái saman, sagði Torfi Tómasson formaður Sundsambands fslands er við ræddum við hann á dögun- um. — Samt sem áður er bjart yfir framtíð sundíþróttarinnar á íslandi og ég er þess fullviss að næstu ár verður bjart yfir sundíþróttinni hér á landi. Sundsamband fslands hélt ársþing sitt í ágústmánuði síðastliðnum og voru þar mörg mál og merk til umræðu. Fjármálin voru þó efst á baugi og ekki undarlegt þegar þess er gætt að skuldabagginn sem Sundsambandiðburðast með hljóðar upp á rúmlega tvær milljónir króna, en velta Sundsambandsins síðastliðið starfsár var um 1.1 milljón. — Ég held að fólk geri sér ekki almennt grein fyrir því hversu gífur- legur kostnaður er því samfara að taka þátt í alþjóðlegu íþróttastarfi, sagði Torfi Tómasson. — Við höfum reynt að taka á hverju ári Nú grennum við okkur Nýtt 4ra vikna námskeið í hinni árangursríku megrunarleikfimi okkar hefst fyrsta hvers mánaðar. Þetta námskeið er fyrir konur sem þurfa að léttast um 15 kg eða meira. Hinn góði árangur okkar næst með: 1. flokks leikfimikerfi — úrvals megrunarmataræði — sérstök megrunarnudd. Læknir fylgist með árangrinum. Vigtun, mæling, gufa, ljós, kaffi. Öruggur árangur ef viljinn er með. Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga kl. 13—22. Júdódeild Ármanns. Japanski þjálfarinn Naoki Murata 4 DAN þjálfar í öllum flokkum. Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga frá kl. 1 3—22 JÚDÓDEILD ÁRMANIMS 27

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.