Íþróttablaðið - 01.09.1975, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.09.1975, Blaðsíða 15
því að áhorfendum á knattspyrnuleikjum hefur fækkað svona mikið á undanförnum áratugum? — Það er sjálfsagt engin einhlít skýring til á því, en ef við t.d. lítum á íslandsmótið 1951, er bikarinn fór í fyrsta sinn frá Reykjavík upp á Akranes byrjaði mótið 10. júní og því var lokið um 20. júní. Mótið var afgreitt á 10 dögum. Leikirnir voru svo fáir, að áhugamenn um knatt- spyrnu fjölmenntu á þá. Þess vegna var það að allt að 10 þúsund manns sáu einn leik milli t.d. Vals og KR. Nú eru leikir í 1. deild orðnir 56. Einnig held ég að sjónvarpið hafi haft nokkuð mikið að segja og hin miklu ferðalög íslendinga innanlands og til útlanda. Það er svo margt annað, sem freistar manna. Þetta virðist allsstaðar vera sama þróunin. Nú S pjallaA víð Helga Daníelssen formann mótanefnðar KSÍ sumir segja að knattspyman hér hafi verið orðin leiðinleg, að liðin hafi leikið alltof mikla vamartaktík og fá mörk verið skor- uð, en það virðist þó vera að breytast aftur og liðin farin að leika meiri sóknarleik. Að lokum? Mótanefndarstörfin eru eins og flest annað unnin í sjálfboðavinnu að loknum vinnudegi og því er vart við öðru að búast en að eitthvað fari úr skorðum. Fjárhagur KSÍ hefur verið svo þröngur, að ekki hefur verið hægt að greiða laun manns, sem gæti annast framkvæmd mótanna, en það hlýtur að koma að því. Ég er nú búinn að vera í þessari nefnd í 3 ár, þar af 2 sem formaður og ég myndi ekki treysta mér til að halda því áfram ef eftir yrði falast, að óbreyttum aðstæðum. Helgi ásamt Geir Hallgrímssyni forsæt- isráðherra sem afhenti bikarmeisturum Keflavíkur sigurlaunin eftir úrslitaleikinn á Laugardalsvelli. Bikarkeppnin og úr- slitaleikurinn eru orðin einn mikilvægasti þátturinn í íslenzkri knattspyrnu og mikill fjárhagslegur ávinningur fyrir liðin. Liðin í úrslitaleiknum nú fengu um 500 þús. hvort í sinn hlut. Helgi hefur mikið unnið að því að gera bikarleikinn að viðhafnar- leik og hefur það fallið í góðan jarðveg hjá leikmönnum og áhorfendum. 15

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.