Íþróttablaðið - 01.09.1975, Blaðsíða 33

Íþróttablaðið - 01.09.1975, Blaðsíða 33
18. olym- píu- leikar nútím ans Framhald af bls. 2 5 HNEFALEIKAR: Hnefaleikakeppni Olympíuleikanna mun taka mjög mikinn tíma, enda búizt við metþátttöku. Fyrsti keppnisdagurinn verður sunnudagurinn 18. júlí, en síðan verður keppt daglega fram til 31. júlí. Verða keppnisdagar alls 13. HÚÐKEIPARÓÐUR: Keppni í húðkeiparóðri mun aðeins standa í fjóra daga, enda þarna um að ræða keppnisgrein sem jafnan er fremur takmörkuð þátttaka í. Keppnin hefst 28. júlí og lýkur 31. júlí. HJÓLREIÐAR: Kanadamenn hafa reist mjög vönduð og mikil mannvirki vegna hjólreiðar- keppninnar og eru þau nú komin lengst á veg allra íþróttamannvirkjanna vegna leikanna í Montreal. Hjólreiðakeppnin hefst 18. júlí og lýkur 26. júlí. Tvo daga á þessu tímabili verður þó ekki keppt, þann- ig að keppnisdagar eru alls 7. HESTAMENNSKA: Keppni í hestamennsku mun standa í samtals níu daga. Hefst hún 22. júlí og lýkur á lokadegi leikanna, 1. ágúst. Verður hestamennska eina keppnisgreinin á þeim degi. SKYLMINGAR: Skylmingakeppni mun taka 10 daga. Hún hefst þriðjudaginn 20 júlí og verður síðan keppt daglega fram til 29. júlí. KNATTSPYRNA: Umfangsmikil undankeppni hefur þeg- ar farið fram, þannig að það verða aðeins fáir útvaldir sem komast til Kanada. Fyrsti keppnisdagur í knattspyrnunni verður sunnudagurinn 18. júlí, en úr- slitaleikurinn mun fara fram 31. júlí. Alls verða keppnisdagar 10. FIMLEIKAR: Segja má, að keppni í fimleikum hafi unnið hug og hjörtu áhorfenda á Olym- píuleikunum í Munchen 1972, og með tilliti til þess hve íþróttagrein þessi naut þar mikilla vinsælda munu Kanadamenn leggja áherzlu á að búa sem bezt að bæði keppendum og áhorfendum þessarar íþróttagreinar. Keppnisdagar verða alls 6. Sá fyrsti 18. júlí og sá síðasti 23. júlí. HANDKNATTLEIKUR: Líkt og í öðrum knattíþróttum hefur undankeppni farið fram, er til leikanna sjálfra kemur. Olympíuleikarnir í Montre- al marka tímamót í handknattleikskeppn- inni að því leyti að þar verður í fyrsta sinn keppt í handknattleik kvenna. Fyrsti keppnisdagurinn verður 18. júlí, en úr- slitaleikurinn mun fara fram 28. júlí. Keppnisdagar eru alls 7. HOKKÍ: Keppni í landhokkí mun taka 11 daga. Fyrsti keppnisdagurinn verður 18. júlí, en síðan verður keppt alla daga fram til 31. júlí, að tveimur dögum, 26. og 27. júlí undanskildum. JÚDÓ: Búizt er við mjög aukinni þátttöku í júdókeppni Olympíuleikanna og því keppninni gefinn meiri tími en verið hefur til þessa eða alls 6 dagar. Hefst júdó- keppnin mánudaginn 26. júlí og lýkur 31. júlí. NÚTÍMA FIMMTARÞRAUT: Margir hafa orðið talsmenn þess að keppni í þessari íþróttagrein yrði lögð niður á Olympíuleikunum, en svo varð þó ekki að þessu sinni. Keppni mun hefjast 18. júlí og verður síðan keppt í einni grein á dag og lýkur því keppninni 22. júlí. RÓÐUR: Aðstaða til róðrarkeppninnar verður mjög góð í Kanada, og á keppni í hinum mismunandi greinum íþróttarinnar að fara fram á samtals 8 dögum. Fyrsti keppnisdagur verður sunnudagurinn 18. júlí, en 25. júlí verður lokadagur róðra- manna. SKOTFIMI: Vegna atburða þeirra er urðu á Olym- píuleikunum í Munchen 1972, munu regl- ur vegna skotkeppninnar í Montreal verða mjög strangar. Þannig fá keppendur t.d. ekki að flytja með sér skotvopn sín til Kanada, heldur verða þau að fara þangað eftir öðrum leiðum. Skotkeppnin mun taka sjö daga. Hefst 18. júlí og lýkur 24. júlí. SUND: Næst á eftir frjálsum íþróttum er sund- keppnin það sem hæst ber á Olympíuleik- um. Keppnin á að hefjast 18. júlí og verður síðan keppt á hverjum degi fram til 27. júlí eða í 10 daga alls. BLAK: Keppt er bæði í karla- og kvennaflokki í blaki, og taka þau lið þátt í keppninni sem unnið hafa sér rétt með sigri í undan- keppninni. Blakkeppnin mun taka alls 12 daga. Fyrstu leikirnir fara fram 18. júlí, en úrslitaleikirnir fara fram 30. júlí. LYFTINGAR: Sem kunnugt er fer lyftingakeppnin fram í mörgum þyngdarflokkum. Keppni í léttasta flokknum hefst 18. júlí, en 27. júlí mun stærstu og sterkustu mennimir stíga á pall. Alls eru keppnisdagar í þessari íþróttagrein 9. GLÍMA: Glímukeppnin mun taka 10 daga. Hún hefst 20. júlí og lýkur næst síðasta dag leikanna 31. júlí. Tvo daga, 25. og 26. júlí verður þó gert hlé á keppninni. SIGLINGAR: Siglingakeppnin mun fara fram í King- ston á Ontario vatni. Hún hefst 19. júlí og lýkur 26. júlí — stendur í 7 daga alls. SLIT: Lokaathöfn leikanna á að verða með hefðbundnum hætti og fer hún fram sunnudaginn 1. ágúst. 33

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.