Íþróttablaðið - 01.09.1975, Blaðsíða 14
„Ég vil segja að framkvæmd íslands-
mótsins í 1. og 2. deild hafi gengið prýði-
lega í sumar, einkum ef tillit er tekið til
hinna miklu verkefna, sem landsliðið
hafði, en hins vegar er því ekki að neita að
ýmsir agnúar voru á framkvæmd mótanna
í 3. deild og yngri flokkunum," sagði
Helgi Daníelsson formaður mótanefndar
KSÍ í samtali við fþróttablaðið í mótslok.
„Það eru ýmis ljón á veginum vegna hins
gífurlega fjölda, sem tekur þátt í mót-
unum. Alls eru í 3. deild, yngri flokkunum
og kvennaflokki 181 lið með um 3600
liðsmönnum. Leikimir í íslandsmótinu í
sumar eru líklega orðnir milli 8-900. Einn-
ig er það að þriðjudeildarliðin og yngri
flokkamir eru dreifðir um allt land. Þetta
gefur nokkuð glögga mynd af umfangi
starfs mótanefndar, sem þeir Ragnar
Magnússon og Páll Bjamason sátu í ásamt
mér.“
— Hversu lengi eruð þið að semja
mótaskrána?
— Ef tveir menn sitja við það allan
daginn og einbeita sér, má segja að hægt
sé að ljúka því á viku. En þá liggur aðeins
uppkast fyrir, sem senda þarf til forystu-
manna allra félaganna til umsagnar. Þá
koma yfirleitt alltaf nokkrar beiðnir um
breytingar og er reynt að verða við þeim
beiðnum eins og kostur er hverju sinni.
Það sem verst er, að þegar til framkvæmd-
anna kemur gerast alltaf atvik, sem verða
þess valdandi að það verður að breyta út
frá skránni. Þar er t.d. um að ræða frestun
á leikjum vegna veðurs, nokkuð er það að
dómarar mæti ekki til leiks hjá yngri
flokkunum og einnig utanferðir hjá félög-
unum, sem ákveðnar eru með stuttum
fyrirvara, einkum í 3. deild og yngri flokk-
unum.
— Hvað olli ykkur mestum erfiðleikum
á sl. keppnistímabili?
— Veðrið hefur verið ákaflega leiðin-
legt í sumar og hafði í för með sér nokkra
röskun á áætluninni, og má þar einkum
nefna flug til Vestmannaeyja og ferðalög
innan 3. deildar. Það sem mér finnst
eiginlega neikvæðast við þetta er að sumir
forystumenn félaganna hugsa alltof mikið
um eiginn hag, hvað komi þeim best, en
hafa engan skilning á að það þarf að taka
tillit til annarra til að þetta geti gengið.
Þetta eru þó sem betur fer undantekning-
amar frá reglunni, en getur skapað erfið
vandamál og fyrst og fremst leiðindi. Hins
vegar eru þeir miklu fleiri, sem skilja
umfang mótaframkvæmdarinnar, því að
annars væri þetta hreinlega ekki hægt. Við
höfum ekki nema liðlega 100 daga frá
maí-september til að raða leikjunum nið-
ur á og þess vegna er það mjög mikilvægt
að hægt sé að fara sem mest eftir leikja-
skránni.
— Er eitthvað sérstakt, sem þér er
minnisstætt frá sl. keppnistímabili?
— Nei, ekkert annað en þetta sama,
maður var alltaf heldur órólegur um helg-
arnar varðandi Eyjaflug og var aldrei
rólegur fyrr en vélin, sem var að fara til
eða koma frá Eyjum var komin á áfanga-
stað.
— Hvaða breytingar myndir þú helst
vilja láta framkvæma á mótaskipulaginu?
— Það er margt, sem kemur þar til
greina. Ég tel þó að skipan mála í 1. og 2.
deild sé komin í nokkuð gott horf. Vanda-
málið, sem mér finnst brýnast er fram-
kvæmdin á 3. deild og yngri flokkunum.
Ég held að óhætt væri að taka til athugun-
ar hvort ekki væri rétt að stofna 4. deild,
þannig að í 3. deild léku jafnmörg lið og í
1. og 2., en afgangurinn síðan í 4. deild.
Varðandi yngri flokkana tel ég mjög koma
til greina að skipaðar yrðu nefndir 1 öllum
landsfjórðungum, sem sæju um fram-
kvæmd mótanna, en mótanefnd KSl tæki
síðan við framkvæmdinni er að úrslita-
leikjunum kæmi.
— Nú hefur dómaravandamálið verið
ykkur nokkur þrándur í götu. Hvað finnst
þér um það?
— Svona gífurlegur leikjafjöldi út-
heimtir eðlilega mikið af starfsfólki,
þ.e.a.s. dómurum og línuvörðum. Ástand-
ið í þessum efnum er víða mjög misjafnt
úti á landsbyggðinni og sums staðar mjög
mikið vandamál. Þetta þyrfti að leysa á
hverjum stað fyrir sig, því að það er ekki
gerlegt að leysa dómaravandamál allrar
landsbyggðarinnar frá Reykjavík og jafn-
vel þótt það væri framkvæmanlegt hvað
mannskapinn snertir er kostnaðurinn orð-
inn svo gífurlegur að KSl réði ekki við
slíkt. Ég held að eina leiðin sé að forráða-
menn félaganna í hverju héraði verði að
leysa þetta mál í samvinnu við dómara-
sambandið.
— Hvernig fannst þér knattspyrnan i
sumar?
— Ef við lítum á deildimar sérstaklega,
sem eru andlitið á þessu finnst mér að 2.
deildin hafi sýnt mestar framfarir á und-
anförnum árum og ég vona að sú þróun
haldi áfram. Hér áður fyrr fóru liðin, sem
upp komu yfirleitt beint niður aftur árið
eftir, en nú hafa t.d. FH og Víkingur
haldið sínum sætum sl. tvö ár. 1. deildar
keppnin var mjög jöfn og mjög erfitt að
segja nokkuð um liðin.
— Er umfang mótanna ekki alltaf að
aukast?
— Jú, það má segja það, kannski ekki
endilega vegna þess að þátttökuliðunum
fjölgi svo mikið, heldur vegna þess að
breyttar reglur um yngri flokkana hafa
gert það að verkum að það eru leiknir
miklu fleiri leikir og má t.d. nefna að í 1
riðli í 3ja flokki eru leiknir næstum jafn
margir leikir og í l.deild.
— Hver er að þínum dómi skýringin á
14
léku
leikr