Íþróttablaðið - 01.09.1975, Blaðsíða 29

Íþróttablaðið - 01.09.1975, Blaðsíða 29
þátt í svonefndri 8-landa keppni í sundi og þó aðeins hafi verið um einn keppanda frá hverju landi að ræða í hverri grein. þá hefur það reynst erfitt að vera með í þessum mótum. Við höfum alltaf sent nokkra keppendur á Norðurlandamótið í sundi og í sumar kostaði það okkur um 400 þúsund krónur að senda þrjá kepp- endur á NM. Okkur finnst það skylda okkar að taka þátt í Norðurlandamóti þó það sé erfitt, því ef við erum hvergi með þá er hætt við að áhugi þess fólks sem æfir sund sem keppnisíþrótt hverfi algjörlega. Með því að vera með, þó í litlum mæli sé, eigum við einnig rétt á að halda Norður- landamót á fimm ára fresti og næsta sumar verður t.a.m. haldið hér á landi Norðurlandamót unglinga. Lítið spennandi að vera alltaf með blautt hár. Þá er það annað vandamál, sem for- ystumenn sundíþróttarinnar hafa átt við að glíma. Það er hversu ungt keppnisfólk- ið í sundi hættir hinum krefjandi æfing- um. Algengt er að þegar ungt fólk er að komast á toppinn hætti það æfingum og keppni. Sérstaklega hefur þetta vandamál verið erfitt viðureignar fyrir sundfélögin síðustu ár, en nú hefur komið fram nýr kjarni efnilegs sundfólks, sem hefur merk- ið til vegs á nýjan leik. — Það eru eflaust margar ástæður fyrir því að við missurn fólkið svo ungt út úr íþróttinni, sagði Torfi aðspurður um þessi mál. — Þeir sem hafa ef til vill verið við toppinn í nokkur ár, en aldrei komist í landslið og alltaf staðið í skugganum af einhverjum aðeins betri hafa gefist upp vegna þess að verkefni hafa ekki verið nægileg. é — Ef æfa á sund með keppni fyrir augum verður að fórna geysilegum tíma í æfingar. Mér reiknast til að um hálf vinnuvika, eða 20 stundir á viku hverri fari til æfinga hjá þeim sem standa fremst í flokki. Það segir sig sjálft að þessar miklu æfingar hljóta að koma niður á öðru og því eru það margir, sem hætta þegar annað fer að glepja. Ég skil stúlkurnar, sem hætta, í rauninni nokkuð vel. Það er ekki spennandi fyrir þær að vera alltaf með rennandi blautt hárið þegar þær eru farnar að líta í kringum sig eftir manns- efni, sagði Torfi og brosti við. — Þetta kemur sér að sjálfsögðu mjög illa fyrir okkur og það unga fólk, sem hættir er okkur í flestum tilvikum glatað. Það heldur e.t.v. áfram að leika sér í sundi, en við missum það ekki aðeins út úr keppni, heldur einnig úr félagsstarfinu. Meðal annars þess vegna vantar okkur tilfinnanlega góða leiðtoga í sundið. — Að vísu tekur sundknattleikurinn við einhverju af þeim piltum sem hætta að Torfi Tómasson formaður Sundsam- bands Islands æfa aðrar greinar sundsins, vegna þess að þar eru æfingar ekki eins krefjandi. í Reykjavík eru það þrjú félög, sem æfa sundknattleik og keppa þau sín á milli, en ég veit ekki til þess að sundknattleikur sé mikið iðkaður úti á landi. Sundknattleiks- menn fóru fyrir nokkrum árum til keppni í Skotlandi. Annars er lítið um það að sundknattleiksmennimir okkar keppi við lið frá öðrum löndum. Árið 1936 sendu íslendingar hins vegar harðsnúinn hóp sundknattleiksmanna á Ólympíuleikana í Munchen. 61 unglingamet á síðasta ári Það er margt sem rennir stoðum undir þau orð Torfa Tómassonar um að bjart sé framundan í sundíþróttinni hérlendis. Öll þau unglingamet, sem sett voru á síðasta starfsári bera þessu gleggst vitni, en alls urðu þau 61 talsins. Af þeim voru þær Sonja Hreiðarsdóttir úr Njarðvíkunum og Þórunn Alfreðsdóttir, Ægi, drýgstar við að setja met. Vegna meta Þórunnar þurfti að gera 31 breytingu á metaskránum, því met hennar mörg voru bæði íslandsmet og aldursflokkamet og sömuleiðis bæði met á stuttri braut og langri. — Við stefnum að því að eiga okkar fulltrúa á Ólympíuleikunum í Montreal í Kanada á næsta ári og vissulega er Þórunn Alfreðsdóttir líklegust af íslenzku sund- fólki til að fá að keppa þar. Hún er stórkostlegt efni og nú hefur hún endur- heimt þjálfara sinn, Guðmund Þ. Harðar- son, sem dvalið hefur í Bandaríkjunum undanfarin tvö ár. Það er þó fleira sund- fólk, sem á möguleika á að komast á Ólympíuleikana næsta ár; má í því sambandi nefna Guðmund Ólafsson úr Hafnarfirði og jafnvel fleiri, sagði Torfi. Hvað kemur í stað Norrænu sundkeppn- innar? Við spurðum Torfa hve stór hópur það væri, sem iðkaði sund með keppni fyrir augum. Svaraði Torfi því til að mjög erfitt væri að segja til um það. Hópurinn væri stærstur á Suðvestur-hominu, en yfirleitt væri einhver eða einhverjir að æfa sund með keppni fyrir augum þar sem bærileg aðstaða væri fyrir hendi. Hann nefndi í því sambandi staði eins og Akureyri, Eskifjörð, Seyðisfjörð, Neskaupstað, Isa- fjörð, Borgarfjörð, Siglufjörð og Snæfells- nes. — Sund er svo sennilega vinsælasta almenningsíþróttin og ég hugsa að þeir séu tiltölulega fáir, sem ekki bregða sér í laugamar nokkrum sinnum á ári, sagði Torfi. — í sumar gekk ekki sem bezt í norrænu sundkeppninni, fsland varð í síðasta sæti, enda við ramman reip að draga, þar sem voru reglur keppninnar. Nær útilokað var fyrir okkur að sigra eins og tvívegis áður, þar sem sú þjóð sem bætti sig mest hlaut sigur úr býtum. Það var einnig ýmislegt annað, sem dró úr áhuga fólks fyrir keppninni. Veður var leiðinlegt sunnanlands í sumar, við í Sundsambandinu hefðum ef til vill getað auglýst keppnina meira og fjölmiðlar sinntu keppninni mjög lítið.sagði Torfi. Því má skjóta því hér inn í framhjáhlaupi að á síðasta ársþingi SSÍ var samþykkt tillaga 29

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.