Íþróttablaðið - 01.09.1975, Blaðsíða 37

Íþróttablaðið - 01.09.1975, Blaðsíða 37
Rætt vid Sterinar J. Lúdvíksson — Framhald af bls. 2 1 — Þegar þú talar urn metnað fyrir hönd fslands langar mig til að spyrja þig hvernig í ósköpunum á því stendur að þegar við íslendingar höfunt tapað fyrir útlenzkum liðum, eins og við höfum nú lengstum gert er svo til aldrei talað um að við höfum hreinlega tapað, heldur alltaf týndar til einhverjar afsakanir? — Það verður að hafa það hugfast að möguleikar íslenzkra íþróttamanna eru svo miklu minni en möguleikar hjá milljónaþjóðum. Ef við tökum t.d. knatt- spyrnumennina okkar, þeir fara kannski einu sinni á ári til útlanda og leika þá 3—4 leiki við algerlega óþekktar aðstæður. Að- stæðurnar hafa gífurlega rnikið að segja og við sjáum t.d. hvernig fór fyrir Kýpur- búunum, er þeir komu hingað. Það er því töluverður sannleikur í því sem sumir kalla afsökunarskrif. — En er ekki of mikil tilhneiging til að afsaka okkar menn? — Ég viðurkenni að um slíka tilhneig- ingu er að ræða, en þá kem ég að því sem ég var að segja áðan, að við reynum heldur að draga fram það sem við teljum vera jákvætt heldur en að ráðast á okkar menn með niðurdrepandi skrifum, því að ég tel að við höfum hreinlega ekki efni á því. Við eigum að hjálpa þeim, en ekki sparka í þá er þeir eru liggjandi. — Nú finnst mörgum og sjálfsagt með nokkrum sanni að framleiðsla íþrótta- frétta í íslenzkum fjölmiðlum sé með ólíkindum mikil. Er þörf fyrir svona ntikil skrif? — Þessu held ég að afar erfittsé að svara því að á þessu hafa ekki farið fram fræðilegar kannanir hér á landi. Erlendis hefur þetta hins vegar verið rannsakað mjög nákvæmlega og; þar hefur komið í ljós, að á eftir myndasögum og dagskrám útvarps og sjónvarps eru íþróttafréttir mest lesnar. — En þegar á það er litið að um 50 þúsund Islendingar eru virkir þátt- takendur i íþróttastarfinu held ég að það sé eðlilegt að íslenzkir fjölmiðlar reyni að gera eitthvað fyrir svo stóran hóp. — Ertu ánæeður með íþróttaskrif hér á landi? — Nei, langt því frá. en það er hins vegar erfitt fyrir rnig að tjá mig um það mál. Ég er hins vegar sérstaklega óánægð- ur með hvernig sjo ' /?rr>'- 1 ~fur staðið sig í íþróttafréttaflutning. " . ’f rtu.iar fjall- að um það í rrinu 'iði. tf tel að sjónvarpið hafi xastí ' im til íþróttamála og sé alger efti. íarra sjónvarpsstöðva. — Hvað finnst þér um stöðu íþrótta á íslandi? — Hún er veik og það er fyrst og fremst sök yfirvalda. T.d. má nefna að þau 3 ár, sem ég var í þinginu minnist ég þess ekki að það hafi nokkurn tíma verið fjallað um íþróttir í þingsölum. Hins vegar gátu menn þjarkað dag eftir dag um sölu eyðijarða. Stuðningur hins opinbera við íþróttahreyfinguna hér er langtum minni en annarsstaðar. Jafnvel minni en í vanþróuðustu löndunum í svörtu Afríku. Að þessu leyti er staða íþrótta hér á landi veik, en hins vegar má segja að félagsleg staða þeirra sé nokkuð sterk það kemur gleggst fram í hinu feiknalega sjálfboða- starfi, sem unnið hefur verið. — Ef að þú fengir einhverju ráðið á þessu sviði, hverju myndir þú byrja á? — Ég held að fyrst þyrfti að byrja á því að auka verulega fjárframlög til íþrótta- mannvirkja, því að öll íþróttahús á land- inu eru ofhlaðin og fjöldi manna á enga möguleika á aðstöðu til íþróttaiðkanna. Jafnhliða þyrfti að veita stórauknu fjár- magni til menntahliðar íþróttakerfisins, en þar er svo til algerlega ónumið land og gerbreyta námsskránni úr leikfimi í íþrótt- ir. Eftir að menn komast upp í það sem við köllum æðri skóla geta þeir lokið því námi án þess nokkru sinni að svitna í leikfimi, vegna þess að það er verið að æfa einhver leikfimistökk fyrir próf og menn eru alltaf að bíða eftir að komast að til að gera sína æfingu. Framtíðarhorfurnar í þessum málum eru hins vegar ekki sérlega bjartar og skilningsskortur yfirvalda svo mikill að ég á ekki von á róttækum breytingum. — Varla er hægt að ljúka svona spjalli án þess að fjalla svolítið um íslenzka dómara. Hvert er þitt álit á þeim? — Ég held að íslenzkir dómarar séu almennt ekki verri en starfsbræður þeirra erlendis og þeir eru eins og íþróttamenn- irnir okkar áhugamenn. -ihj. Blikksmiðjan Vogur hf. Auðbrekku 65 — Kópavogi Annast lofthita og loftrœstilagnir í alls konar byggingar og aðra alhliða blikksmíðavinnu. Einnig þurrkklefalokur. * 40340 verkstjóri 40341 teiknistofa 40342 skrifstofa 37

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.