Íþróttablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 11
A heimavelli
KSÍ gleymdi að sækja um
íþróttastyrk Sambandsins
Eins og kunnugf er hefur
Samband ísl. Samvinnufélaga
(í daglegu tali nefnt S.Í.S. eða
Sambandið) veitt veglegan
styrk til íþróttastarfs í landinu
undanfarin ár.
Hefur verið farin sú leið s.l.
2-3 ár að styrkja eitt eða tvö
sambönd á ári með verulegri
upphæð og losna þannig við
sífellt kvabb um að styrkja hin
ýmsu íþróttafélög með auglýs-
ingum í leikskrá o.fl.
Körfuknattleikssamband ís-
lands varð fyrst til að hljóta
þennan íþróttastyrk Sam-
bandsins. Handknattleikssam-
bandið hlaut styrkinn 1982 og
aftur fyrir árið 1983, að þessu
sinni ásamt Frjálsíþróttasam-
bandinu.
Tilhögun styrkveitingarinn-
ar er þannig að S.Í.S. auglýsir
eftir umsóknum í íþróttastyrk
sinn og úthlutar honum síðan í
samræmi við fjárhagsstöðu og
umsvif þeirra sérsambanda
sem senda umsóknir.
Nú vita allir sem með mál-
efnum íþróttahreyfingarinnar
fylgjast að Knattspyrnusam-
band íslands stendur mjög illa
fjárhagslega um þessar mundir
og hefði margur haldið að
sambandið hefði allar klær úti
til að verða sér úti um styrki og
afla fjár á annan hátt til að
grynnka á skuldunum (halli á
rekstri K.S.Í. varð í ár skv.
reikningum 518.000 kr). En
það er öðru nær. Á ráðstefnu
um knattspymumál sem K.S.Í.
gekkst fyrir í Iok október kom
fram að K.S.Í. sótti EKKI um
íþróttastyrk S.Í.S. fyrir árið
1983. Vakti þetta töluverða
athygli sem von var, og er
menn inntu eftir ástæðum varð
frekar fátt um svör hjá for-
ystumönnum K.S.Í. Formaður
K.S.Í. sagði að knattspvrnu-
sambandið hefði sótt um
styrkinn fyrir árið 1982, en
ekki hlotið hann. í ár þegar
K.S.Í. stendur enn verr fjár-
hagslcga er ekki sótt um
styrkinn vegna þess að
STJÓRN K.S.Í. MISSTl AF
AUGLÝSINGUNNI um um-
sóknir! Hún hreinlega
GLEYMDI að sækja um styrk
sem er að upphæð kr. 225.000!
Og sú fjárupphæð er einungis
hluti þessa umrædda styrks,
Nú er sá tími ársins þegar
knattspyrnufélögin ganga frá
þjálfaramálum sínum fyrir
komandi æfinga og keppnis-
tímabil. Um leið er þetta sá
tími sem þeir leikmenn sem
hyggja á félagaskipti nota til
þess að „kanna málin.“
Almenningur veit sjáldnast
livað gerist á bak við tjöldin
áður en lesa má frétt um það í
einhverju blaðinu að þessi eða
hinn hafi skipt um félag. Um
þessar mndir eru örugglega í
gangi víðs vegar um landið
viðræður milli leikmanna sem
vilja breyta til og íélaga í
fyrstu, annarri eða jafnvel
þriðju deild sem þurfa á liðs-
styrk að halda. í flestum til-
fellum útvega félögin viðkom-
andi leikmönnum atvinnu og
húsnæði, en einnig hefur
heyrst að um einhverjar pen-
sem einnig felur í sér ýmis-
konar aðstoð við móttöku er-
lendra liða, gjafir o.fl. o.fl.
Haft er eftir forystumanni í
Í.S.Í. að meta megi íþrótta-
styrk Sambandsins á 400-500
þús. krónur.
Það eru því engir smáaurar
sem stjórn K.S.Í. sá ekki
ástæðu til að sækja um. Að
lokum má geta þess að á nýaf-
stöðnu ársþingi K.S.Í. var ekki
minnst einu orði á þetta mál og
er furðulegt að ekki skuli hafa
komið fram gagnrýni á stjórn
K.S.Í. fyrir þessi mistök.
ingagreiðslur sé að ræða í ein-
staka tilfclli. Á það verður ekki
lagður neinn dómur hér enda
eingöngu við sögusagnir að
styðjast, en fyrirgreiðsla af
hinu taginu (þ.e. útvegun hús-
næðis og vinnu) er í hæsta
máta eðlilegt.
Nýr íþrótta-
fréttamaöur hjá Mbl.
Nýr íþróttafréttamaður,
Skafti Harðarson, hefur nú
hafið störf hjá Morgunblaðinu
og kemur hann í stað Guð-
mundar Guðjónssonar sem
hefur fært sig um set hjá blað-
inu og gerst erlendur frétta-
maður. Skafti er raunar ekki
nýgræðingur þar sem hann var
íþróttafréttainaður Morgun-
blaðsins á Akureyri hér áður
fyrr.
MARGIR LEIKMENN
„AÐ KANNA MÁLIN”
11