Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 45

Íþróttablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 45
Á að baki ólíkan feril við flesta kappakstursmenn Tímamót urðu í heims- meistarakeppninni í kapp- akstri í ár. í fyrsta sinn í sögu Grand Prix kappakst- ursins hreppti Norður- landabúi heimsmeistaratit- ilinn. Sá var Finninn Keke Rosberg og kom það víst flestum verulega á óvart að hann skyldi ná svo langt. Þótti Rosberg vel að titlin- um kominn. Hann sýndi mikið öryggi og hæfni í öli- um kappakstursmótum keppnistímabilsins. Sigraði reyndar ekki nema einu sinni, í GP í Sviss, en varð fjórum sinnum í öðru sæti og tvívegis í þriðja sæti. Keke Rosberg er aðeins 34 ára að aldri og á því vafa- laust glæsilega framtíð fyrir sér í kappakstrinum, þar sem margir ná ekki sínum besta árangri fyrr en um fertugt. Keke Rosberg er dæmi um mann sem veit hvað hann vill. Hann braust sjálfur áfram — hafði engan fjársterkan mann á bak við sig eins og margir kapp- aksturskappanna sem lengst hafa náð. Faðir Rosbergs er dýra- læknir í Finnlandi, og hefur rétt sæmilegar tekjur. Hann var heldur á móti kappakstursbrölti sonar síns og veitti honum engan stuðning að komast áfram. Keke Rosberg byrjaði á formúla 3 bif- reiðum, náði árangri og tókst smátt og smátt að vinna sig upp. Enginn veitti honum þó verulega athygli og honum gekk ekkert alltof vel að fá sæmilega keppn- isbifreið, eða . peningamenn til þess að styðja sig. Rosberg þótti þó einkar ráðdeildarsamur og tókst að koma undir sig fótunum og verða fjárhagslega sjálfstæður. Keke Rosberg fékk sitt stóra tækifæri í fyrra þegar Frank Williams hringdi til hans og spurði hvort hann væri fáanlegur til þess að reyna nýja gerð Willi- ams bíla á Paul Ricard brautinni í Suður-Frakklandi. Áður hafði Williams haft samband við aðal- kappaksturmenn fyrirtækis síns þá Alan Jones og Carlos Reute- mann, en hvorugur þeirra hafði sýnt nýja bílnum mikinn áhuga og töldu öll tormerki á að koma og reyna hann. Þá lá einnig ljóst fyrir að ekki var víst að Jones og Reutemann vildu endurnýja samninga sína við fyrirtækið og Williams stóð því hálfvegis uppi án góðra ökumanna. Frank Williams varð ekki fyrir vonbrigðum með Keke Rosberg. Hann sýndi ótvíræða hæfileika, ekki aðeins sem ökumaður, heldur benti hann á fjölmörg atriði sem hann taldi að þyrfti að lagfæra í bifreiðinni til þess að hún gæti orðið samkeppnishæf við það besta á makaðnum. Tekið var tillit til þess sem hann sagði og smátt og smátt varð bíll- inn fyrsta flokks. Og það sem meira var: Frank Williamshikaði ekki við að bjóða Keke Rosberg samning, jafnvel þótt hann vissi Þannig vann Rosberg titilinn Fyrsti norræni heimsmeistar- inn í kappakstri. Fæddur 6. des- ember 1948 í Finnlandi þar sem faðir hans er dýralæknir. Býr nú í Cookham Dean, Berks í Eng- landi, Monaco og á Ibiza. Keppti í fyrsta skipti í formúla 1 kapp- astri árið 1978 og þá í Suður- Afríku á Theodore-bíl. Hann hefur tekið þátt i 51 Grand Prix kappakstri og einu sinni unnið sigur. Hann er ókvæntur og barnlaus. Þannig vann Keke Rosberg heimsmeistaratitilinn: GP Suður-Afríku Nr. 5 GP Basilíu Nr. 2 GP Bandaríkjunum Nr. 2 GP San Marion Nr. - GP Belgíu Nr. 2 GP Monaco Nr. - GP Detroit Nr. 4 GP Kanada Nr. - GP Hollandi Nr. 3 GP Englandi Nr. - GP Frakklandi Nr. 5 GP V-Þýskalandi Nr. 3 GP Austurríki Nr. 2 GP Sviss Nr. 1 GP Ítalíu Nr. - GP Las Vegas Nr. 5 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.