Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 21

Íþróttablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 21
Valsmaðurinn virðist vera að hjáipa Þorsteini Bjarnasyni landsliðsmark- verði við að skora og lyftir honum upp. Hætt er þó við að ,,greiðsemin“ hafi ekki verið komin til af góðu. Úr körfuknattleiknum eru tvö nærtæk dæmi: Í.R. var ásamt K.R. langsterkasta liðið hérlendis um árabil, en hefurá allra síðustu árum „dalað“ töluvert á sama tíma og félög eins og Fram, Valur og UMFN hafa orðið æ meira áberandi í íslenskum körfubolta. Ármann var með topplið í körf- unni um miðjan síðasta áratug, með menn eins og Jón Sigurðs- son, Birgi Örn Birgis, Símon Ólafsson og Guðstein Ingimars- son í fararbroddi. Síðan tók að halla undan fæti, máttarstólp- arnir hurfu á braut, liðið féll nið- ur og nú er svo kornið að Ármann tekur ekki lengur þátt í íslands- mótinu í körfuknattleik, a.m.k. ekki í meistaraflokki karla. Það vekur einnig mikla athygli þegar lið skjótast fram á sjónar- sviðið og ná góðum árangri í íþróttagrein, svo að segja „upp úr þurru“. Dæmi um slíkt er „spút- niklið“ Keflvíkinga í körfuknatt- leik. Máltækið: „allt er þegar þrennt er“, má vel heimfæra upp á körfuboltalið Í.B.K. sem tókst loks í þriðju tilraun að komast upp í úrvalsdeildina. Liðið hafn- aði i öðru sæti 1. déildarinnar keppnistímabilin 1979—1980 og 1980—1981, aðeins tveimur stig- um á eftir sigurvegurunum, en bar svo sigur úr býtum í fyrra, er liðið vann alla sína leiki og deildina því með „fullu húsi“ eins og sagt er. Í.B.K. leikur því í úrvalsdeild körfuboltans nú í vetur, í fyrsta sinn, og hefur frammistaða liðsins komið veru- lega á óvart. í stað þess að berjast á botni deildarinnar fyrir veru sinni meðal landsins bestu körfu- knattleiksliða (eins og nýliðar gera gjarnan), hefur Í.B.K. lengst af trónað á toppi úrvalsdeildar- innar og er enn meðal efstu liða, og því með í baráttunni um ís- landsmeistaratitilinn. Til að forvitnast um ástæður hins ágæta árangurs Í.B.K. til þessa svo og framtíðarhorfur sneri íþróttablaðið sér til tveggja frammámanna í keflvískum körfubolta, þeirra Sigurðar Val- geirssonar liðsstjóra með meiru og landsliðsmannsins sterka Ax- els Nikulássonar. Viðtöl við þá fara hér á eftir. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.