Íþróttablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 21
Valsmaðurinn virðist vera að hjáipa Þorsteini Bjarnasyni landsliðsmark-
verði við að skora og lyftir honum upp. Hætt er þó við að ,,greiðsemin“
hafi ekki verið komin til af góðu.
Úr körfuknattleiknum eru tvö
nærtæk dæmi: Í.R. var ásamt
K.R. langsterkasta liðið hérlendis
um árabil, en hefurá allra síðustu
árum „dalað“ töluvert á sama
tíma og félög eins og Fram, Valur
og UMFN hafa orðið æ meira
áberandi í íslenskum körfubolta.
Ármann var með topplið í körf-
unni um miðjan síðasta áratug,
með menn eins og Jón Sigurðs-
son, Birgi Örn Birgis, Símon
Ólafsson og Guðstein Ingimars-
son í fararbroddi. Síðan tók að
halla undan fæti, máttarstólp-
arnir hurfu á braut, liðið féll nið-
ur og nú er svo kornið að Ármann
tekur ekki lengur þátt í íslands-
mótinu í körfuknattleik, a.m.k.
ekki í meistaraflokki karla.
Það vekur einnig mikla athygli
þegar lið skjótast fram á sjónar-
sviðið og ná góðum árangri í
íþróttagrein, svo að segja „upp úr
þurru“. Dæmi um slíkt er „spút-
niklið“ Keflvíkinga í körfuknatt-
leik. Máltækið: „allt er þegar
þrennt er“, má vel heimfæra upp
á körfuboltalið Í.B.K. sem tókst
loks í þriðju tilraun að komast
upp í úrvalsdeildina. Liðið hafn-
aði i öðru sæti 1. déildarinnar
keppnistímabilin 1979—1980 og
1980—1981, aðeins tveimur stig-
um á eftir sigurvegurunum, en
bar svo sigur úr býtum í fyrra, er
liðið vann alla sína leiki og
deildina því með „fullu húsi“
eins og sagt er. Í.B.K. leikur því
í úrvalsdeild körfuboltans nú í
vetur, í fyrsta sinn, og hefur
frammistaða liðsins komið veru-
lega á óvart. í stað þess að berjast
á botni deildarinnar fyrir veru
sinni meðal landsins bestu körfu-
knattleiksliða (eins og nýliðar
gera gjarnan), hefur Í.B.K. lengst
af trónað á toppi úrvalsdeildar-
innar og er enn meðal efstu liða,
og því með í baráttunni um ís-
landsmeistaratitilinn.
Til að forvitnast um ástæður
hins ágæta árangurs Í.B.K. til
þessa svo og framtíðarhorfur
sneri íþróttablaðið sér til tveggja
frammámanna í keflvískum
körfubolta, þeirra Sigurðar Val-
geirssonar liðsstjóra með meiru
og landsliðsmannsins sterka Ax-
els Nikulássonar.
Viðtöl við þá fara hér á eftir.
21