Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 39

Íþróttablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 39
hann heldur en gert er á Islandi. Sóknarleikurinn er eins og við þekkjum hann, að mestu leyti frjáls, en sóknirnar eru gjarnan lengri en algengt er hjá íslenskum liðum, menn Jiggja nreira á boltanum.“ Munurinn er þó mestur í varnarleiknum og markvörslunni, og til gamans má geta þess að það er krafa til markvarðar að þeir verji a.m.k. 8-10 skot í leik úr svo kölluðum „dauðafærum,“ þ.e. línuskot, vítaskot og hraðaupphlaup.“ „Hef áhuga á að vera eitt ár í viðbót Bjarni Guðmundsson hefur sem kunnugt er staðið sig nrjög vel í vetur með liði sínu, Nettle- stedt. Hann eryfirleitt inná allan leiktímann og skoraði 31 mark í fyrstu 9 leikjunum, eða rúmlega þrjú mörk að meðaltali sem er góður árangur hjá hornamanni. En hvað hefur hann sjálfur að segja um eigin frammistöðu og framtíðarplönin í handboltan- um? „Mestan muninn frá því sem áður var finn ég í sambandi.við varnarleikinn. Ég var vanur að leika ystur í vörninni, þ.e. í horn- inu, en er nú oftast bakvörður. Við leikum varnarkerfi sem kall- ast 3-2-1, en það þýðir að bak- verðirnir eru mjög framarlega og á mikilli „keyrslu“ allan tímann. Þar sem ég fæ sjaldnast hvíld í leikjunum er um mikið álag að ræða, og satt best að segja hef ég verið töluvert þreyttur að undan- förnu, einkum í fótunum. En það lagast fljótt. Varðandi áframhaldandi dvöl hérna í Þýskalandi, þá er á döf- inni eða búið að setja reglur um það að hvert lið í „Bundesling- unni“ megi aðeins nota einn út- lending á næsta keppnistímabili. Það er að sjálfsögðu hið mikla at- vinnuleysi í V-Þýskalandi sem þessu veldur. Ég hef því eingöngu sett stefnuna á næsta sumar og ætla þá að sjá til hvernig málin standa. Ef allt gengur samkvæmt áætlun og Nettlested heldur sæt- inu í 1. deildinni er sú löngun vissuleg fyrir hendi að vera í eitt ár til viðbótar í Þýskalandi, en það kemur allt í ljós síðar.“ Landsleikir og markaskorun Bjarni hefur nú um langt árabil verið fastur maður í íslenska landsliðinu í handknattleik og hefur þótt ótrúlegt sé leikið 115 landsleiki, aðeins 25 ára að aldri. Aðeins tveir handknattleiksmenn eiga fleiri landsleiki að baki, Geir Hallsteinsson með 118 leiki og Ólafur H. Jónsson sem leikið hefur 138 leiki með landsliðinu. Allt bendir til þess að Bjarni- fari fram úr Geir fyrir áramótin og ef ekkert óvænt kemur uppá setur Bjarni nýtt landsleikjamet fljótlega, jafnvel innan árs. í leikjum sínum með landsliðinu hefur Bjarni skorað 289 mörk og er í 5. sæti á lista yfir þá menn sem flest mörk hafa skorað í Bjarni sloppinn inn úr horninu og skimar eftir samherja á línunni til að gefa á hann. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.