Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 7

Íþróttablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 7
|— ÍÞRÓTTABLA ÐIÐ -i íþróttir og útilíf Málgagn íþróttasambands íslands Ritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson Skrifstofa ritstjómar: íþróttamiðstöðinni Laugardal Útgefandi: Frjálst framtak hf. Framkvæmdastjóri: Magnús Hreggviðsson Auglýsingastjóri: Sigurður Bjamason Skrifstofa og afgreiðsla: Ármúla 18 Símar 82300, 82302 Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Prentstofa G. Benediktssonar Bókband: Félagsbókbandið hf. Litgreining Kápu: Korpus hf. Héraðssambönd innan ÍSÍ: Héraðssamband Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu Héraðssamband Strandamanna Héraðssamband Suður-Þingeyinga Héraðssamband Vestur-ísfirðinga Héraðssambandið Skarphéðinn íþróttabandalag Akraness íþróttabandalag Akureyrar íþróttabandalag Hafnarfjarðar íþróttabandalag ísafjarðar íþróttabandalag Keflavíkur íþróttabandalag Ólafsfjarðar íþróttabandalag Reykjavíkur íþróttabandalag Siglufjarðar íþróttabandalag Suðumesja íþróttabandalag Vestmannaeyja Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands Ungmennasamband A-Húnvetninga Ungmennasamband Borgarfjarðar Ungmennasamband Dalamanna Ungmennasamband Eyjafjarðar Ungmennasamband Kjalamessþings Ungmennasamband Skagafjarðar Ungmennasamband V-Húnvetninga Ungmennasamband V-Skaftfellinga Ungmennasambandið Úlfljótur Ungmennasamband N-Þingeyinga Sérsambönd innan ÍSÍ: Badmintonsamband íslands Blaksamband íslands Borðtennissamband íslands Fimleikasamband íslands Frjálsíþróttasamband íslands Glímusamband íslands Golfsamband íslands Handknattleikssamband íslands íþróttasamband fatlaðra Júdósamband íslands Knattspymusamband íslands Körfuknattleikssamband íslands Lyftingasamband íslands Siglingasamband íslands Skíðasamband íslands Skotsamband íslands Sundsamband íslands Ritstjórnarspjall Margt áunnist — mikið ógert Þótt mörgum viröist að hægt gangi í uppbyggingu íþróttamannvirkja og að stuðningur opinberra aðila við íþróttastarfið og íþróttahreyfinguna sé smánarlega lítill, verðurekki horftfram hjá þeirri staðreynd að veruleg umskipti til hins betra hafa orðið á síðustu tveimur áratugum. íþróttaað- staða hefur batnað til mikilla muna víðast hvað á landinu, og sérstaklega verður að geta um þau fjölmörgu íþróttahús sem risið hafa. Sennilega er fáum opinberum byggingum tekið með eins miklum fögnuði og íþrótta- húsunum sem jafnan eru þétt setin frá morgni til kvölds og komast þar raunar færri að en vilja. Með íþróttahúsunum skapast aukinn almennur áhugi á íþróttum og afrek keppnisfólksins batna. Unnt væri að nefna mörg dæmi þessu til sönnunar, en látið skal nægja að benda á viðtöl við forsvarsmenn körfuknattleiksíþróttarinnar í Keflavík sem birtast í þessu íþróttablaði. Þótt mikið hafi áunnist þegar á heildina er litið er jafnljóst að verkefnin sem eftir eru verða að teljast risavaxin. Það er enn langt íland að aðstaða íþróttafólks og þeirra sem vilja stunda íþróttir sér til ánægju og heilsu- bótar sé nægjanlega góð og mikil. Reyndar er þetta mjög mismunandi eftir bæjarfélögum. Sum hafa lagt metnað sinn í það að hlúa að íþrótta- félögum og íþróttahreyfingunni og hafa haft fullan skilning á mikilvægi íþróttanna sem æskulýðs- og félagshreyfingar, en önnur sveitarfélög hafa látið sig þetta ótrúlega litlu varða og sýnt bæði þröngsýni og skammsýni við gerð íþróttamannvirkja og stuðning við íþróttahreyfing- una. Það er mikilvægt að forsvarsmenn bæjar- og sveitarfélaga hafi það í huga þegar ráðskast er með fjármagn skattborgaranna að íþróttahreyf- ingin er fjölmennasta og öflugasta félagshreyfingin á íslandi og það er nánast ekki til sú fjölskylda á íslandi sem tekur ekki þátt í íþróttastarfi á beinan eða óbeinan hátt. í íþróttastarfið sækja tugþúsundir ungmenna í tómstundum sínum og mörg hver eyða þar megin hluta þess tíma sem gefst frá námi eða starfi. Það er því mikilsvert að unnt sé að koma á móts við þennan fjölmenna hóp. Láta hann finna að vilji sé fyrir hendi að búa vel að honum og hvetja til áframhaldandi starfs. I íþróttahreyfingunni er ótrúlegur fjöldi fólks sem vinnur sjálfboðastörf fyrir hreyfinguna af mikilli fórnfýsi og ósérhlífni. Það þarf líka að láta það fólk finna að starf þess sé metið. Þetta er fólk sem ekki er bara að vinna fyrir sig og sína nánustu, heldur leggur það hönd á plóginn við að beina æsku landsins inn á heillavænlegar brautir, og opnar augu hennar fyrir því að íþróttirnar eru ekki bara leikur, heldur miða þær að því marki að auka heilbrigði og hreysti. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.