Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 9
Norðurlandamótið sem gleymdist! f nóvember fór fram hér á landi Norðurlandamót í hand- knattleik pilta yngri en 20 ára. íslensku piltarnir stóðu sig mæta vel, urðu í þriðja sæti á mótinu. Handboltasérfræðing- ar töldu þó að miðað við styrkleika hinna liðanna hefði það íslenska átt að gera betur, en lélegur undirbúningur hefði komið í veg fyrir það. Liðið æfði lítið eða ekkert saman fyrr en síðustu tvær vikumar fyrir mótið og því var samæf- ingin nánast engin. Hvers vegna var sumarið ekki nýtt til æfinga fyrir þennan hóp? Get- ur verið að HSÍ-forystan hafi hreinlega gleymt að það þyrfti að velja og undirbúa umrædd- an aldurshóp fyrir Norður- landamót, sem þar að auki var haldið á íslandi? NM er í sjálfu sér ekkert stórmót, en það var líka hugsað sem æfing fyrir heimsmeistarakeppni pilta 21 árs og yngri sem fram fer í Finnlandi í desember 1983. Ætlast er til þess að ís- lenska liðið standi sig vel á því stórmóti minnugir frábærra frammistöðu sama aldurshóps í Danmörku fyrir tveimur ár- um. Það er því lágmarkskrafa að forystan muni eftir þeim verkefnum sem fyrir liggja og undirbúi þau eins vel og kostur er. Oli Ben. aftur í landsliðsslaainn? I landsleikjum í handknattleik á dögunum kom í Ijós að markvarslan kemur til með að verða höfuðverkur í B-keppninni í Sviss. Aðeins einn markvörður virðist vera öruggur í landsliðið, Stjörnumaðurinn Brynjar Kvaran, en hann er þó enn betri félagsleikmaður en landsliðsmaður. Heyrst hefur að Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari hafi mikinn hug á því að fá Ólaf Bene- diktsson til þess að herða á sér við æfingar með von um að hann nái sínu „gamla, góða formi,“ og er þá ekki að efa að Ólafur væri sjálfsagður maður í íslenska lands- liðið. Ólafur hefur sýnt góða leiki með Þróttarliðinu í vetur, þá sjaldan að vörn liðsins hefur verið þokkaleg. I viðtali sem erlent íþrótta- tímarit átti nýlega við holl- enska knattspyrnumanninn Simon Tahamata sem leikur með belgíska liðinu Standard Liege um jæssar mundir er hann spurður um ástæður fyrir velgengni Standard að undan- fömu. Segir hann að það hafi breytt miklu fyrir félagið að fá Arie Haan til liðs við sig, en Haan tók við stöðu Ásgeirs Sigurvinssonar hjá Standard. ,v\sgeir Sigurvinsson var frá- bær leikmaður,“ segir Taham- ata í viðtalinu,“ en aðalgalli hans sem stjórnanda og lykil- mans á vellinum var það að hann lét aldrei heyra í sér — sagði aldrei orð á meðan á leiknum stóð.“ 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.