Íþróttablaðið - 01.12.1982, Síða 9

Íþróttablaðið - 01.12.1982, Síða 9
Norðurlandamótið sem gleymdist! f nóvember fór fram hér á landi Norðurlandamót í hand- knattleik pilta yngri en 20 ára. íslensku piltarnir stóðu sig mæta vel, urðu í þriðja sæti á mótinu. Handboltasérfræðing- ar töldu þó að miðað við styrkleika hinna liðanna hefði það íslenska átt að gera betur, en lélegur undirbúningur hefði komið í veg fyrir það. Liðið æfði lítið eða ekkert saman fyrr en síðustu tvær vikumar fyrir mótið og því var samæf- ingin nánast engin. Hvers vegna var sumarið ekki nýtt til æfinga fyrir þennan hóp? Get- ur verið að HSÍ-forystan hafi hreinlega gleymt að það þyrfti að velja og undirbúa umrædd- an aldurshóp fyrir Norður- landamót, sem þar að auki var haldið á íslandi? NM er í sjálfu sér ekkert stórmót, en það var líka hugsað sem æfing fyrir heimsmeistarakeppni pilta 21 árs og yngri sem fram fer í Finnlandi í desember 1983. Ætlast er til þess að ís- lenska liðið standi sig vel á því stórmóti minnugir frábærra frammistöðu sama aldurshóps í Danmörku fyrir tveimur ár- um. Það er því lágmarkskrafa að forystan muni eftir þeim verkefnum sem fyrir liggja og undirbúi þau eins vel og kostur er. Oli Ben. aftur í landsliðsslaainn? I landsleikjum í handknattleik á dögunum kom í Ijós að markvarslan kemur til með að verða höfuðverkur í B-keppninni í Sviss. Aðeins einn markvörður virðist vera öruggur í landsliðið, Stjörnumaðurinn Brynjar Kvaran, en hann er þó enn betri félagsleikmaður en landsliðsmaður. Heyrst hefur að Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari hafi mikinn hug á því að fá Ólaf Bene- diktsson til þess að herða á sér við æfingar með von um að hann nái sínu „gamla, góða formi,“ og er þá ekki að efa að Ólafur væri sjálfsagður maður í íslenska lands- liðið. Ólafur hefur sýnt góða leiki með Þróttarliðinu í vetur, þá sjaldan að vörn liðsins hefur verið þokkaleg. I viðtali sem erlent íþrótta- tímarit átti nýlega við holl- enska knattspyrnumanninn Simon Tahamata sem leikur með belgíska liðinu Standard Liege um jæssar mundir er hann spurður um ástæður fyrir velgengni Standard að undan- fömu. Segir hann að það hafi breytt miklu fyrir félagið að fá Arie Haan til liðs við sig, en Haan tók við stöðu Ásgeirs Sigurvinssonar hjá Standard. ,v\sgeir Sigurvinsson var frá- bær leikmaður,“ segir Taham- ata í viðtalinu,“ en aðalgalli hans sem stjórnanda og lykil- mans á vellinum var það að hann lét aldrei heyra í sér — sagði aldrei orð á meðan á leiknum stóð.“ 9

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.