Íþróttablaðið - 01.08.1983, Blaðsíða 5
i blaéinu
Ásgeir og Arnór
íþróttablaðið birtir nú viðtöl við tvo af
þekktustu atvinnumönnum okkar íslend-
inga í knattspyrnu, þá Ásgeir Sigurvinsson
og Arnór Guðjohnsen. Margir hafa saknað
Ásgeirs úr landsleikjum að undanförnu og
var því eðlilegt að viðhorf hans til lands-
liðsins bæri á góma í viðtalinu. Segist Ás-
geir hafa fullan hug á því að leika með
landsliðinu hvenær sem tækifæri gefast,
en engin ákvæði eru um það í samningum
hans við Stuttgart að félagið gefi hann
lausan til landsleikja. Arnór Guðjohnsen
hefur nú skipt um félag í Belgíu og segir
m.a. frá þeim vistaskiptum og þvísem þeim
fylgir í viðtalinu.
Innrás í Bandaríkin
íslenskt frjálsíþróttafólk hefur að und-
anförnu gert hálfgerða „innrás" í Banda-
ríkin. Margt af besta frjálsíþróttafólki
landsins hefur farið vestur um haf og er
þar í skólum, en þar gefst mun betra tæki-
færi til æfinga en hér heima, enda hefur
árangurinn ekki látið á sér standa. íþrótta-
blaðið ræðir að þessu sinni við nokkra
,,vesturfara“ og kynnist æfingaaðstöðunni
hjá þeim og framtíðaráformum.
Sundið á Akranesi
Það hefur vafalaust ekki farið fram hjá
neinum að um langt árabil hefur margt af
besta sundfólki landsins komið frá Akra-
nesi. Nægir þar að nefna sem dæmi þá
Guðjón Guðmundsson, Ingólf Gissurar-
son og Inga Þór Jónsson. Nú mætti ætla
að það væri vegna þess að aðstaðan væri
betri á Akranesi en víða annars staðar að
þaðan kemur svo gott sundfólk. En þaó er
öðru nær. Laugin sem sundfólkið æfir í er
hálfgerð ,,grýta“ þannig aó árangurinn er
sannarlega ekki aðstöðunni að þakka.
Rætt er við Helga Hannesson sem stund-
um er kallaður ,,faðir“ sundsins á Akra-
nesi, en víst er að Helgi hefur lagt mikið af
mörkum viö uppbyggingu íþróttarinnar þar
og sýnt einstakan áhuga.
Jón Oddsson
Varla er vafamál að Jón Oddsson er einn
fjölhæfasti íþróttamaðurinn á íslandi um
þessar mundir. Hann er fastur leikmaður í
1. deildar liði ÍBÍ í knattspyrnu, hefur leikið
landsleik í knattspyrnu, Evrópuleiki í
körfuknattleik, hann er íslandsmethafi í
langstökki innanhúss og að auki héraðs-
methafi í sundi og liðtækur fimleikamaöur.
Það er oft í mörgu að snúast hjá Jóni.
íþróttablaðið kynnir þennan skemmtilega
og fjölhæfa íþróttamann að þessu sinni og
ræðir við hann um ferilinn o.fl.
Badminton
Heimsmeistaramótið í badminton fór
fram í Danmörku fyrr í sumar. Danir gerðu
sér miklar vonir um að þeirra fólk hlyti
marga titla, en svo fór þó ekki. Skærustu
stjörnur þeirra: Lene Köppen og Morten
Frost stóðust ekki mikið álag í keppninni,
en hins vegar kræktu Danir í meistaratitil-
inn í tvíliðaleik karla. Sagt er frá mótinu og
meisturunum í grein í blaðinu.
Annað
Af öðru efni má nefna grein um þýska
knattspyrnumanninn Hort Hrubesch sem
nú hefur gert samning við belgíska liðió
Standard Liege, sagt er frá hinum stór-
kostlegu afrísku langhlaupurum, birt er
athugasemd Þorsteins Einarssonar
íþróttafulltrúa við ritstjórnarspjall í 2. tbl.
íþróttablaðsins í ár, athugasemd er gerð
við þá athugasemd og þættirnir ,,Á
heimavelli" og ,,Á útivelli" eru á sínum
stað að venju.