Íþróttablaðið - 01.08.1983, Blaðsíða 73
gamall, sigraði í 5 og 10 km
hlaupum í heimsbikarkeppninni
bæði 1977 og 1979 og á
Ólympíuleikunum í Moskvu
1980 lét hann sig ekki muna um
að sigra í báðum þessum grein-
um. Þurfti þó mikið til þar sem
Yifter þurfti að hlaupa fimrn
hlaupá tíu dögum. Úthald hans
var ótrúlegt. Þegar keppinautar
hans voru aðframkomnir af
þreytu og mæðu blés hann varla
úr nös og það var eins og hann
þyrfti ekkert að hafa fyrir sigrum
sínum. Þótt Yifter sé sjálfsagt
kominn um fertugt er hann eng-
an veginn búinn að vera sem
hlaupari og þyrfti engum að
koma það á óvart þótt hann léti
að sér kveða í maraþonhlaupi
Ólympíuleikanna í Los Angeles
næsta sumar. 1984.
Frá árinu 1960 hafa hlauparar
frá Afríku hlotið 27 verðlaun á
Ólympíuleikum í millivega-
lengda- og langhlaupum. Kenía-
búar hafa hlotið flest verðlaun
eða 11 talsins en Eþiópíumenn 7
verðlaun. Vafalaust væri verð-
launasjóður Afríkuríkjanna mun
meiri ef íþróttamönnunum hefði
ekki verið meinuð þátttaka í
leikunum í Montreal af pólitísk-
um ástæðum, en ríkisstjórnir
flestra Afríkuríkja voru þá að
sýna tilburði til þess að mótmæla
þátttöku Suður-Afríku í leik-
unum.
En hver er ástæðan fyrir ótrú-
legri velgengni Afríkubúa á
hlaupabrautunum og þá sérstak-
lega í löngum hlaupum. Þær eru
sjálfsagt margar. Bent hefur verið
á að flestir hlauparanna koma frá
tiltölulega afskekktum héruðum,
þar sem hús eða kofar standa í
töluverðri fjarlægð hver frá öðr-
um. Til þess að hafa samgang við
annað fólk þurfa börnin því að
fara langar leiðir, og engin farar-
tæki eru til á þessum stöðum.
Börnin hafa því ekki önnur ráð
að koma sér á milli en að ganga
eða hlaupa. Þetta þýðir að ungt
fólk fær allt frá bernsku sinni
Henry Rono og Richard Tuwei. Tveir kunnir hlauparar sem hafa verið í
fremstu röð og Rono reyndar margfaldur heimsmethafi. Myndin er tekin
er þeir kappar voru að keppa í 3000 metra hlaupi á íþróttamóti í Kaup-
mannahöfn í ágúst í fyrra, en þá ætlaði Rono sér að setja heimsmet.
Hann varð þó að hætta örskömmu eftir að myndin var tekin, vegna
meiðsla, en Rono hefur ekki getað á heilum sér tekið í alllangan tíma.
Hann vonast þó eftir að vera orðinn heill heilsu þegar kemur að Ólymp-
íuleikunum í Los Angeles næsta sumar og þarf þá varla að sökum að
spyrja. Þyrfti engum að koma á óvart þótt hann krækti þar í tvenn gull-
verðlaun, en það er takmarkið sem hann keppir að.
73