Íþróttablaðið - 01.08.1983, Blaðsíða 67
Gangurinn íÁsgarði í Garðabæ, sem um er fjallað. Var það ekki framtak framkvæmdastjóra hússins að nýta
ganginn? Ekki var gert ráð fyrir slíku í upphafi.
uðirnir geta því verið jafnmargir
og húsin og húsin öll ólík að
stærð og búnaði. Ég leyfi mér að
kalla þetta að hver sé að „pota í
eigin horni“.
Þorsteinn Einarsson kallar
gagnrýni á það að hús skuli ekki
hafa löglegan keppnisvöll fyrir
handknattleik „eilíft stagl“. Það
kemur mér ekki á óvart, né
heldur þau rök að of kostnaðar-
samt hafi verið að byggja húsin
stærri — hvað þá sú ábending að
aðrar íþróttagreinar séu til og að
þær hafi sín ákvæði um löglegan
keppnisvöll. Varla er þó erfiðara
að stunda þær íþróttagreinar í
húsum sem hafa löglegan
keppnisvöll fyrir handknattleik
og Þorsteini til fróðleiks má
benda á það að það er ekki á valdi
HSÍ að ákveða hvaða stærð á
keppnisvelli telst lögleg fyrir al-
þjóðlegan handknattleik. heldur
eru það aðrir aðilar sem ákveða
það. Vel kann að vera að íslenskir
handknattleiksmenn hafi ein-
hvern tímann þurft að leika í
minni sölum erlendis, en það má
líka benda á það að á upphafsár-
um íslensks handknattleiks urðu
menn að gera sér íþróttahús Jóns
Þorsteinssonar að góðu, þótt það
hæfði ekki íþróttinni. Það hefur
bara orðið framþróun og það sem
gekk fyrir mörgum árum jafnvel
á Norður-Spáni og í Ungverja-
landi gengur ekki lengur. Og
auðvitað þurfa íslendingar að
fylgjast með framþróuninni og
aðlaga sig að henni. Fátt er
hættulegra en að staðna í fortíð-
inni og sætta sig við ástand sem
ekki er nógu gott.
Það er hins vegar alveg rétt hjá
Þorsteini Einarssyni að það er
mikið átak fyrir fámenn byggð-
arlög að reisa íþróttahús og slík
hús ganga oft nærri fjárhag
þeirra. Einmitt þess vegna eru
framsýni og hyggindi nauðsynleg
við slíkar framkvæmdir. Byggð-
arlag sem ræðst í byggingu
íþróttahúss byggir ekki annað
slíkt hús þótt þörfin breytist,
a.nr.k. ekki í skjótheitum. Einmitt
vegna þess hve mikið átak það er
að koma íþróttahúsum upp er
nauðsynlegt að vanda vel til
þeirra og halda kostnaði við
byggingu í lágmarki, já, og
byggja húsin þannig að unnt sé
að gera á þeim breytingar, t.d.
stækka þau, ef þörf krefur og að-
stæður leyfa. í athugasemdum
sínum nefnir Þorsteinn dæmi um
hvernig efnahagur takmarkar
framkvæmdir, t.d. í Keflavík og í
Mosfellssveit þar sem þau húsa-
kynni sem tilheyra iþróttahúsum
hafa ekki verið byggð. Það finnst
undirrituðum ekkert stórmál,
heldur flokkar það þvert á móti
undir hagsýni að byggja húsin
þannig, að ekki þurfi að gera allt
átakið í einu. Væntanlega koma
þeir tímar að umrædd sveitarfé-
lög ráða við að byggja það sem
eftir er.
Einhverra hluta vegna virðist
það Þorsteini Einarssyni við-
kvæmt mál að íþróttamiðstöðin í
Vestmannaeyjum er tekin sem
dæmi um hagkvæma íþróttamið-
67