Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1983, Qupperneq 67

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Qupperneq 67
Gangurinn íÁsgarði í Garðabæ, sem um er fjallað. Var það ekki framtak framkvæmdastjóra hússins að nýta ganginn? Ekki var gert ráð fyrir slíku í upphafi. uðirnir geta því verið jafnmargir og húsin og húsin öll ólík að stærð og búnaði. Ég leyfi mér að kalla þetta að hver sé að „pota í eigin horni“. Þorsteinn Einarsson kallar gagnrýni á það að hús skuli ekki hafa löglegan keppnisvöll fyrir handknattleik „eilíft stagl“. Það kemur mér ekki á óvart, né heldur þau rök að of kostnaðar- samt hafi verið að byggja húsin stærri — hvað þá sú ábending að aðrar íþróttagreinar séu til og að þær hafi sín ákvæði um löglegan keppnisvöll. Varla er þó erfiðara að stunda þær íþróttagreinar í húsum sem hafa löglegan keppnisvöll fyrir handknattleik og Þorsteini til fróðleiks má benda á það að það er ekki á valdi HSÍ að ákveða hvaða stærð á keppnisvelli telst lögleg fyrir al- þjóðlegan handknattleik. heldur eru það aðrir aðilar sem ákveða það. Vel kann að vera að íslenskir handknattleiksmenn hafi ein- hvern tímann þurft að leika í minni sölum erlendis, en það má líka benda á það að á upphafsár- um íslensks handknattleiks urðu menn að gera sér íþróttahús Jóns Þorsteinssonar að góðu, þótt það hæfði ekki íþróttinni. Það hefur bara orðið framþróun og það sem gekk fyrir mörgum árum jafnvel á Norður-Spáni og í Ungverja- landi gengur ekki lengur. Og auðvitað þurfa íslendingar að fylgjast með framþróuninni og aðlaga sig að henni. Fátt er hættulegra en að staðna í fortíð- inni og sætta sig við ástand sem ekki er nógu gott. Það er hins vegar alveg rétt hjá Þorsteini Einarssyni að það er mikið átak fyrir fámenn byggð- arlög að reisa íþróttahús og slík hús ganga oft nærri fjárhag þeirra. Einmitt þess vegna eru framsýni og hyggindi nauðsynleg við slíkar framkvæmdir. Byggð- arlag sem ræðst í byggingu íþróttahúss byggir ekki annað slíkt hús þótt þörfin breytist, a.nr.k. ekki í skjótheitum. Einmitt vegna þess hve mikið átak það er að koma íþróttahúsum upp er nauðsynlegt að vanda vel til þeirra og halda kostnaði við byggingu í lágmarki, já, og byggja húsin þannig að unnt sé að gera á þeim breytingar, t.d. stækka þau, ef þörf krefur og að- stæður leyfa. í athugasemdum sínum nefnir Þorsteinn dæmi um hvernig efnahagur takmarkar framkvæmdir, t.d. í Keflavík og í Mosfellssveit þar sem þau húsa- kynni sem tilheyra iþróttahúsum hafa ekki verið byggð. Það finnst undirrituðum ekkert stórmál, heldur flokkar það þvert á móti undir hagsýni að byggja húsin þannig, að ekki þurfi að gera allt átakið í einu. Væntanlega koma þeir tímar að umrædd sveitarfé- lög ráða við að byggja það sem eftir er. Einhverra hluta vegna virðist það Þorsteini Einarssyni við- kvæmt mál að íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum er tekin sem dæmi um hagkvæma íþróttamið- 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.