Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1983, Blaðsíða 49

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Blaðsíða 49
að það borgar sig ekki að hugsa of mikið um sjálfan sig og eigin frammistöðu, því það byggir bara upp pressu á mann sjálfan. Ég koðnaði eiginlega undan sjálfsgagnrýni og náði mér aldrei á strik. Reyndar var 1980 hálfgert ruglár hjá KR, Magnús var látinn fara um mitt sumar, og leikmenn hættu með honum, en ég lék með út tímabilið.“ Framfarir í knattspyrnu án æfinga. Jón ákvað þegar hér var kom- ið sögu að hvíla sig á knatt- spyrnunni og einbeita sér að frjálsum íþróttum árið 1981 í kjölfar æ betri árangurs í lang- stökki og það að mestu leyti án æfinga. Hann æfði frjálsar íþróttir allt árið 1981, en stóðst ekki mátið þegar Magnús Jóna- tansson sem þá var orðinn þjálf- ari ÍBI bað hann um að leika með í 2. deildinni. Jón bjó í Reykjavík og æfði eingöngu frjálsar, en lék knattspyrnu einu sinni í viku með IBÍ. Hvernig skyldi þetta nú hafa gengið? „Það var svolítið skrýtið, en ég er á því að mér hafi farið fram í knattspyrnunni þetta ár sem ég æfði íþróttina ekkert en lagði áherlsu á frjálsar. Sú mýkt sem maður fékk úr æfingunum fyrir langstökkið og aðrar grein- ar frjálsra íþrótta skilaði sér þegar út í knattspyrnuleikina var komið svo jafnvel tæknin varð meiri. Svo hugsaði ég öðruvísi en áður og lærði að maður spilar best þegar maður leikur fyrir liðið en ekki ein- göngu fyrir sjálfan sig. Þetta ár urðum við í 2. sæti í 2. deild (á eftir ÍBK) og ÍBÍ vann sér loks- ins sæti í 1. deildinni." Arangur Isfirðinga í 1. deild. Það þótti vel af sér vikið hjá liði ÍBÍ að vinna sér þátttöku- rétt í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu, en ekki áttu menn von á að viðdvöl Vestfirðing- anna yrði nema eitt ár þar. Þeir skelltu þó skollaeyrum við öll- um hrakspám og undir styrkri stjórn Magnúsar Jónatanssonar urðu þeir um miðja deild, í 5.-7. sæti, og skoruðu flest mörk allra liða í 1. deild. Jón Oddsson var og er lykil- leikmaður í ÍBÍ-liðinu og gegnir þar tvíþættu hlutverki. Með hraða sínum og dugnaði skapar hann ávallt mikinn usla í vörn- um andstæðinganna, opnar fyr- ir meðspilara sína eða skorar sjálfur. Svo er Jón sérfræðingur í innköstum, kastar sjálfsagt lengra en nokkur annar íslensk- ur knattspyrnumaður, og ÍBI nýtir þennan hæfileika Jóns og hefur gert mörg mörk eftir inn- köst. Ekki hefur Jón æft þessi feiki löngu innköst, en þakkar þau góðri alhliða þjálfun á síð- ustu árum. Nú hefur leikaðferð ÍBÍ verið nokkuð gagnrýnd af sérfræðingum sem þykir lítið til hennar koma og lýsa henni sem langspyrnum (,,kýlingum“) fram á Jón og mikilli baráttu samfara áherslu á hornspyrnur og innköst. Hvað segir Jón um þetta? „Ég vil bara benda á árangur- inn. Það er staðreynd að hér á íslandi er hægt að ná góðum árangri í knattspyrnunni með því að leggja áherslu á fá, til- tölulega einföld atriði. Og við spilum eins og okkur hentar best. Til frekari skýringar vil ég geta þess að í fyrra fengum við aðeins 5 stig á heimavelli en 12 á útivöllum. Heima vorum við of bráðir, lékum opnara og fengum á okkur mörg mörk. Á útivölum lékum við gætilegar og það hentaði okkur greinilega betur. Ekki má gleyma sam- stöðunni í Iiðinu, hún hefur fleytt okkur langt. í fyrra kom t.d. kafli þar sem við töpuðum 5 leikjum í röð (þar af einum í bikarnum) en aldrei brást liðs- Tvö keppnistímabil lék Jón Odds- son íKR-búningnum og vará þeim tíma valinn ííslenska knattspyrnu- landsliðið. andinn. Við unnum okkur upp úr lægðinni." „ÍBÍ fellur ekki í ár.“ Áður en við segjum skilið við knattspyrnuna, Jón, hvað viltu segja um 1. deildina í ár og möguleika ykkar ísfirðinga? „Það sem mér hefur komið mest á óvart er hversu illa Val 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.