Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1983, Page 49

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Page 49
að það borgar sig ekki að hugsa of mikið um sjálfan sig og eigin frammistöðu, því það byggir bara upp pressu á mann sjálfan. Ég koðnaði eiginlega undan sjálfsgagnrýni og náði mér aldrei á strik. Reyndar var 1980 hálfgert ruglár hjá KR, Magnús var látinn fara um mitt sumar, og leikmenn hættu með honum, en ég lék með út tímabilið.“ Framfarir í knattspyrnu án æfinga. Jón ákvað þegar hér var kom- ið sögu að hvíla sig á knatt- spyrnunni og einbeita sér að frjálsum íþróttum árið 1981 í kjölfar æ betri árangurs í lang- stökki og það að mestu leyti án æfinga. Hann æfði frjálsar íþróttir allt árið 1981, en stóðst ekki mátið þegar Magnús Jóna- tansson sem þá var orðinn þjálf- ari ÍBI bað hann um að leika með í 2. deildinni. Jón bjó í Reykjavík og æfði eingöngu frjálsar, en lék knattspyrnu einu sinni í viku með IBÍ. Hvernig skyldi þetta nú hafa gengið? „Það var svolítið skrýtið, en ég er á því að mér hafi farið fram í knattspyrnunni þetta ár sem ég æfði íþróttina ekkert en lagði áherlsu á frjálsar. Sú mýkt sem maður fékk úr æfingunum fyrir langstökkið og aðrar grein- ar frjálsra íþrótta skilaði sér þegar út í knattspyrnuleikina var komið svo jafnvel tæknin varð meiri. Svo hugsaði ég öðruvísi en áður og lærði að maður spilar best þegar maður leikur fyrir liðið en ekki ein- göngu fyrir sjálfan sig. Þetta ár urðum við í 2. sæti í 2. deild (á eftir ÍBK) og ÍBÍ vann sér loks- ins sæti í 1. deildinni." Arangur Isfirðinga í 1. deild. Það þótti vel af sér vikið hjá liði ÍBÍ að vinna sér þátttöku- rétt í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu, en ekki áttu menn von á að viðdvöl Vestfirðing- anna yrði nema eitt ár þar. Þeir skelltu þó skollaeyrum við öll- um hrakspám og undir styrkri stjórn Magnúsar Jónatanssonar urðu þeir um miðja deild, í 5.-7. sæti, og skoruðu flest mörk allra liða í 1. deild. Jón Oddsson var og er lykil- leikmaður í ÍBÍ-liðinu og gegnir þar tvíþættu hlutverki. Með hraða sínum og dugnaði skapar hann ávallt mikinn usla í vörn- um andstæðinganna, opnar fyr- ir meðspilara sína eða skorar sjálfur. Svo er Jón sérfræðingur í innköstum, kastar sjálfsagt lengra en nokkur annar íslensk- ur knattspyrnumaður, og ÍBI nýtir þennan hæfileika Jóns og hefur gert mörg mörk eftir inn- köst. Ekki hefur Jón æft þessi feiki löngu innköst, en þakkar þau góðri alhliða þjálfun á síð- ustu árum. Nú hefur leikaðferð ÍBÍ verið nokkuð gagnrýnd af sérfræðingum sem þykir lítið til hennar koma og lýsa henni sem langspyrnum (,,kýlingum“) fram á Jón og mikilli baráttu samfara áherslu á hornspyrnur og innköst. Hvað segir Jón um þetta? „Ég vil bara benda á árangur- inn. Það er staðreynd að hér á íslandi er hægt að ná góðum árangri í knattspyrnunni með því að leggja áherslu á fá, til- tölulega einföld atriði. Og við spilum eins og okkur hentar best. Til frekari skýringar vil ég geta þess að í fyrra fengum við aðeins 5 stig á heimavelli en 12 á útivöllum. Heima vorum við of bráðir, lékum opnara og fengum á okkur mörg mörk. Á útivölum lékum við gætilegar og það hentaði okkur greinilega betur. Ekki má gleyma sam- stöðunni í Iiðinu, hún hefur fleytt okkur langt. í fyrra kom t.d. kafli þar sem við töpuðum 5 leikjum í röð (þar af einum í bikarnum) en aldrei brást liðs- Tvö keppnistímabil lék Jón Odds- son íKR-búningnum og vará þeim tíma valinn ííslenska knattspyrnu- landsliðið. andinn. Við unnum okkur upp úr lægðinni." „ÍBÍ fellur ekki í ár.“ Áður en við segjum skilið við knattspyrnuna, Jón, hvað viltu segja um 1. deildina í ár og möguleika ykkar ísfirðinga? „Það sem mér hefur komið mest á óvart er hversu illa Val 49

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.