Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1983, Blaðsíða 43

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Blaðsíða 43
Hort Hrubesch eróvenjulega stórog þrekvaxinn af knattspyrnumanniað vera. Hann vegur88 kíló og er1,88 metrará hæð. Hér gengur hann útaf leikvangi Hamburger SV ísíðasta sinn sem leikmaður féiagsins og veifar til áhorfenda og áhangenda sinna og þakkar þeim samvistirnar. Næsta keppnistímabil mun Hrubesch leika með Standard Liege — gamla fé- laginu hans Ásgeirs Sigurvinssonar. fljótur og þó umfram allt hafi hann haft „yfirnáttúrulegan skotkraft“ — tvöfaldan á við Hansa Schmith, segja þeir, en Hansi þessi var þó talin ein besta handknattleiksskytta heimsins á tímabili. Árið 1978 fór Hort Hrubesch frá Rot-Weiss Essen til Hamburger Sport Verein, og upp frá því má segja að frægðarferill hans hefjist fyrir alvöru. Þegar hann gekk út af leikvangi Ham- burger í síðasta sinn sem leik- maður félagsins 3. júní s.l. hafði hann fimm sinnum orðið þýskur meistari með félaginu, Evrópu- meistaratitil hafði hann hlotið, og landsleikirnir fyrir Þýskaland voru orðnir 21. Þegar það fréttist að Gúnther Netzer vildi losa sig við Hrubesch varð uppi fótur og fit hjá mörgum liðum, sem gjarnan vildu fá kappann í sinn hóp. Hvert til- boðið af öðru barst, en sennilega hefur þó Hrubesch orðið fyrir vonbrigðum þar sem enginn bauð verulega háa upphæð í hann. Belgíska félagið Standard Liege (gamla félagið hans Ás- geirs Sigurvinssonar) varð fyrir valinu og með því mun hann leika á næsta keppnistímabili. — Þetta verður allt í lagi hjá mér, sagði Hort Hrubesch þegar hann hafði gengið frá samn- ingum við Standard Liege. — Ég er svo sem ekki á neinu nástrái, hef haft það sérlega gott hjá Hamburger SV og fjárfest skyn- samlega. Ég ætla mér að lifa náðugu lífi á því sem knatt- spyrnan hefur fært mér, þegar ég neyðist til þess að leggja skóna á hilluna. Hann bætti því síðan við að þótt peningamir væru góðir hefði hann alltaf haft mikinn metnað, ekki verið sama með hvaða félagi hann lék. „Standard Liege,er gott félag og vel rekið og því valdi ég það, þótt ég hefði jafnvel getað fengið meira annars staðar.“ Hrubesch segist ekki sjá eftir því að hafa ekki byrjað í at- vinnuknattspyrnu fyrr. Hann hafi getað einbeitt sér að því sem hann var að gera, en margir ungir knattspyrnumenn eigi eftir að rasa út, þegar þeir fari í atvinnu- knattspyrnuna, og séu haldnir þeirri áráttu að telja grasið á hinum bakkanum alltaf grænna, þ.e. að þeir geti haft það betra annars staðar. Hort Hrubesch mun ekki leika fleiri landsleiki fyrir Þýskaland. Þá ákvörðun tók hann eftir heimsmeistarakeppnina á Spáni í fyrra, enda kom honum ekkert alltof vel saman við landsliðs- þjálfarann Jupp Derwall. Hru- besch segir að ekki sé nógu mikil festa í aðgerðum Derwall, hann hringli alltof mikið með menn. — Það heyrði til undantekninga hér áður fyrr að meira en 4—5 nýir leikmenn kæmu inn í landsliðið á sama keppnistímabilinu. Nú eru þeir venjulega 12-15. Það gefur auga leið að slíkt er ekki vænlegt til árangurs sagði Hrubesch. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.