Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1983, Qupperneq 5

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Qupperneq 5
i blaéinu Ásgeir og Arnór íþróttablaðið birtir nú viðtöl við tvo af þekktustu atvinnumönnum okkar íslend- inga í knattspyrnu, þá Ásgeir Sigurvinsson og Arnór Guðjohnsen. Margir hafa saknað Ásgeirs úr landsleikjum að undanförnu og var því eðlilegt að viðhorf hans til lands- liðsins bæri á góma í viðtalinu. Segist Ás- geir hafa fullan hug á því að leika með landsliðinu hvenær sem tækifæri gefast, en engin ákvæði eru um það í samningum hans við Stuttgart að félagið gefi hann lausan til landsleikja. Arnór Guðjohnsen hefur nú skipt um félag í Belgíu og segir m.a. frá þeim vistaskiptum og þvísem þeim fylgir í viðtalinu. Innrás í Bandaríkin íslenskt frjálsíþróttafólk hefur að und- anförnu gert hálfgerða „innrás" í Banda- ríkin. Margt af besta frjálsíþróttafólki landsins hefur farið vestur um haf og er þar í skólum, en þar gefst mun betra tæki- færi til æfinga en hér heima, enda hefur árangurinn ekki látið á sér standa. íþrótta- blaðið ræðir að þessu sinni við nokkra ,,vesturfara“ og kynnist æfingaaðstöðunni hjá þeim og framtíðaráformum. Sundið á Akranesi Það hefur vafalaust ekki farið fram hjá neinum að um langt árabil hefur margt af besta sundfólki landsins komið frá Akra- nesi. Nægir þar að nefna sem dæmi þá Guðjón Guðmundsson, Ingólf Gissurar- son og Inga Þór Jónsson. Nú mætti ætla að það væri vegna þess að aðstaðan væri betri á Akranesi en víða annars staðar að þaðan kemur svo gott sundfólk. En þaó er öðru nær. Laugin sem sundfólkið æfir í er hálfgerð ,,grýta“ þannig aó árangurinn er sannarlega ekki aðstöðunni að þakka. Rætt er við Helga Hannesson sem stund- um er kallaður ,,faðir“ sundsins á Akra- nesi, en víst er að Helgi hefur lagt mikið af mörkum viö uppbyggingu íþróttarinnar þar og sýnt einstakan áhuga. Jón Oddsson Varla er vafamál að Jón Oddsson er einn fjölhæfasti íþróttamaðurinn á íslandi um þessar mundir. Hann er fastur leikmaður í 1. deildar liði ÍBÍ í knattspyrnu, hefur leikið landsleik í knattspyrnu, Evrópuleiki í körfuknattleik, hann er íslandsmethafi í langstökki innanhúss og að auki héraðs- methafi í sundi og liðtækur fimleikamaöur. Það er oft í mörgu að snúast hjá Jóni. íþróttablaðið kynnir þennan skemmtilega og fjölhæfa íþróttamann að þessu sinni og ræðir við hann um ferilinn o.fl. Badminton Heimsmeistaramótið í badminton fór fram í Danmörku fyrr í sumar. Danir gerðu sér miklar vonir um að þeirra fólk hlyti marga titla, en svo fór þó ekki. Skærustu stjörnur þeirra: Lene Köppen og Morten Frost stóðust ekki mikið álag í keppninni, en hins vegar kræktu Danir í meistaratitil- inn í tvíliðaleik karla. Sagt er frá mótinu og meisturunum í grein í blaðinu. Annað Af öðru efni má nefna grein um þýska knattspyrnumanninn Hort Hrubesch sem nú hefur gert samning við belgíska liðió Standard Liege, sagt er frá hinum stór- kostlegu afrísku langhlaupurum, birt er athugasemd Þorsteins Einarssonar íþróttafulltrúa við ritstjórnarspjall í 2. tbl. íþróttablaðsins í ár, athugasemd er gerð við þá athugasemd og þættirnir ,,Á heimavelli" og ,,Á útivelli" eru á sínum stað að venju.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.