Íþróttablaðið - 01.08.1983, Side 14
..Eq er samninqsbundin
íþróttablaðið
ræðir við
knattspyrnu-
stjörnuna
Ásgeir
Sigurvinsson
um landsliðið,
nýafstaðið
sumarleyfi
og lífið í
Ásgeir hefur áhuga á öðrum íþróttum en knattspyrnunni og er t.d. lið-
tækur golfmaður. Myndin er tekin á golfvelli í Stuttgart og er úr hinu
þekkta knattspyrnutímariti ,,Fussball“ sem og aðrar myndir í greininni,
en þlaðið birti nýlega langa grein um Ásgeir.
Vestur—Þýskalandi
Það hefur sjálfsagt ekki farið
framhjá neinum að Asgeir Sig-
urvinsson knattspyrnukappi
var á ferð hér á íslandi fyrir
skömmu ásamt liði sínu Stutt-
gart, og lék tvo leiki hér á Laug-
ardalsvellinum í boði knatt-
spyrnufélagsins Víkings. Fram
hefur komið að þetta var í fyrsta
sinn í tæp tvö ár sem þessi skær-
asta stjarna íslenskrar knatt-
spyrnu lék hér á landi. Til upp-
rifjunar skal á það minnt að Ás-
geir lék hér síðast með íslenska
landsliðinu í eftirminnilegum
leik gegn Tékkóslóvakíu haust-
ið 1981. Ieik sem lauk með
jafntefli, 1-1. Síðan var Geiri á
skotskónum í Wales í október
sama ár, er hann gerði bæði
mörkin í 2-2 jafntefli gegn
heimamönnum. Þau úrslit eyði-
lögðu möguleika Wales á að
komast í úrslitakeppni Heims-
meistarakeppninnar á Spáni og
voru um leið enn ein rósin í
hnappagat íslenskrar knatt-
spyrnu.
Síðan hefur Ásgeir Sigurvins-
son ekki leikið með íslenska
landsliðinu og er farið að bera á
nokkrum kurri meðal knatt-
spyrnuáhugafólks í því sam-
bandi. Menn velta fyrir sér
hvort Ásgeir sé hættur að hafa
áhuga á að leika fyrir íslands
hönd, eða hvort samningur Ás-
geirs sé ef til vill þess eðlis að
hann eigi erfiðara með að taka
þátt í landsleikjum en félagar
hans í atvinnumennskunni. Svo
eru uppi sögusagnir um mis-
sætti Ásgeirs og knattspyrnufor-
ystunnar hér á landi, en allt eru
þetta meira og minna getgátur
út í Ioftið, en eiga sér þó eðlileg-
ar ástæður og þarfnast svara.
Iþróttablaðinu lék forvitni á að
heyra skýringar Ásgeirs sjálfs á
þessu og fá fram svör við þeirri
spurningu sem brennur á vör-
um íslenskra knattspyrnuunn-
enda. Hvers vegna hefur Ásgeir
14
J