Íþróttablaðið - 01.08.1983, Síða 15

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Síða 15
n Stuttqart en ekki KSÍ” Sigurvinsson ekki leikið með ís- lenska landsliðinu? Nárameiðslin höfuð- ástæðan. Við náðum Asgeiri nýkomn- um frá Vestmannaeyjum nokkrum dögum áður en hann hélt ásamt fjölskyldu sinni til Stuttgart í Vestur-Þýskalandi þar sem biðu erfiðar æfing- ar undirbúningstímabilsins. Og Ásgeir var strax spurður um ástæður hinnar löngu fjarveru hans frá íslenska landsliðinu. „Það er best að rifja þetta upp í réttri tímaröð. Eftir leikina haustið ’81 kom hlé á landsleikj- um fram á vor 1982 þegar lands- liðið lék tvo leiki í júníbyrjun, gegn Englandi og Möltu. Á þessum tíma átti ég við þrálát meiðsli að stríða, en kom heim eigi að síður og hafði mikinn áhuga á að taka þátt í leikjun- um. Það gekk þó ekki og þótti mér það miður. Næstu lands- leikir sem ég missti af voru í fyrrahaust, í september og okt- óber (m.a. gegn Irlandi og Spáni á útivelli) og þá var ég frá æfing- um og keppni vegna meiðsla, svo þátttaka í landsleik var óhugsandi. Þetta haust var ég skorinn vegna nárameiðsla sem lengi höfðu angrað mig og lék ekkert í tvo mánuði. Varðandi leikina gegn Spáni og Möltu í vor er að nokkru leyti um aðra skýringu á fjarveru minni að ræða, þótt vissulega spili það inn í að ég hef enn ekki náð mér að fullu af hinum þrálátu og erf- iðu meiðslum.“ „Samningsbundinn Stutt- gart en ekki KSÍ.“ ,,Þegar leikirnir við Spán og Möltu voru leiknir, fóru fram lokaumferðir deildarkeppninn- ar í Þýskalandi. Margt spilar inn i það að ég komst ekki heim í þá Ieiki. Ef við lítum fyrst á þann möguleika að spila úti á laugardegi og koma svo heim og spila landsleik á sunnudegi, þá finnst mér það varla koma til greina. Ég hef áður farið í langt ferðalag eftir erfiðan deildarleik til að leika með landsliðinu og veit að það gengur ekki. Þjálfari minn hjá Stuttgart ráðlagði mér að taka ekki þátt í landsleikjum svo stuttu eftir deildarleiki, því það tæki mig alltaf töluverðan tíma að jafna mig eftir leiki, meðal annars vegna meiðsl- anna. Annar möguleiki hefði verið að fá frí í leikjum Stutt- gart, en leikurinn fyrir Möltu- leikinn hafði enga þýðingu fyrir endanlega röð okkar í deildinni. Þar lendi ég á milli tveggja elda, því þótt mig hefði langað til að fara fram á slíkt þá er ég samn- ingsbundinn Stuttgart, en ekki KSÍ og hef skyldum að gegna við félagið. Þegar beiðni kom frá KSÍ um að ég fengist í leik- ina reyndi ég að ,,pressa“ á for- ystuna hjá Stuttgart, en það var ,,Fallbyssan“ Ásgeir Sigurvinsson mundar aðra gerð af byssu, en hann hefur áhuga á veiðiferðum og stundar þær nokkuð. mjög óvinsælt bæði hjá forráða- mönnum liðsins og leikmönn- um að ég færi. Þetta var í og með spurning um fordæmi, því við erum alltaf að spila um ,,bónusa“ og það illa liðið af meðspilurum ef einn eða fleiri af fastamönnum liðsins fá frí frá deildarleikjum, því að sjálf- sögðu veikir það liðið og minnkar tekjumöguleika allra leikmannanna. Svona lítur þetta nú út frá minni hálfu, en það má koma fram að það er slæmt að KSÍ þurfi að sam- þykkja að leika þýðingarmikinn landsleik á sunnudegi. Stjórn KSÍ veit að við atvinnumenn- irnir leikum allir með liðum okkar á laugardögum eða 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.