Íþróttablaðið - 01.08.1983, Síða 20

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Síða 20
400 metra grindahlauparar San Jose State University sJ. keppnistímabil: Michael Chukes, Þorvaldur Þórsson og Bernie Holloway. efniviðinn sem kom frá Islandi og síðastliðinn vetur voru 6 íslend- ingar í Alabama. Skólarnir í Ala- bama og Austin heyja með sér keppni á hverju ári og þegar skólarnir mættust í vor varð mik- ill íslendingaslagur í köstunum því bestu kastarar Alabama skól- ans voru þeir Vésteinn Haf- steinsson og Sigurður Einarsson og Texas skólans Einar Vil- hjálmsson og Óskar Jakobsson. Bandaríkin eru stórveldi í frjálsíþróttum og mestur hluti frjálsíþróttastarfsins fer fram innan háskólanna, og þar hafa flestar stjörnurnar komið fram. Það er reyndar ekki fyrr en á allra síðustu árum að frjálsíþróttafélög fara að verða öflug í Bandaríkj- unum,áðurlaukferli flestra f rjáis- íþróttamanna er háskólanámi þeirra lauk. Háskólarnir kapp- kosta að tefla fram sem sterkustu liði og bjóða skólastyrki til efni- legra íþróttamanna í þeim til- gangi. Nokkuð hefur verið um það að háskólarnir leituðu eftir erlendum íþróttamönnum og hefur þar mest borið á lang- hlaupurum frá Afríkuþjóðum. Á síðari árum hefur einnig mikið borið á Bretum og Norðurlanda- búum, þá einkum Svíum, Finn- um og Norðmönnum en nú einnig íslendingum. Þó menn fái skólastyrk vegna íþróttanna yerða allir að skila tilskildum ár- ájngri í námi. Hafa reglur þar að lútandi verið hertar síðustu ár og sá sem ekki lýkur 24 einingum á ári í sínu námi fellur út úr skól- anunt og keppnisliði skólans um leið. Háskólarnir sem íslending- arnir stunda nám við eru stórir skólar sem bjóða upp á mikla möguleika í námi. Gefst mönn- um þannig ákjósanlegt tækifæri til að sameina nám og æfingar. Sumir íslendinganna höfðu lokið einhverju háskólanámi hér heima en aðrir fóru strax að loknu stúdentsprófi. Flestir þeirra sem nú eru úti leggja stund á íþróttafræði, en einnig greinar svo sem eðlisfræði,tölvufræði, læknisfræði, norræn fræði og stjórnmálafræði. Keppnistímabilinu í Banda- ríkjunum lýkur um það leyti sem það er að hefjast í Evrópu. Innanhússkeppni er í janúar og febrúar en utanhússkeppni byrjar í febrúar og mars. Verður keppnistímabilið því mjög langt hjá þeim sem koma til Evrópu og keppa þar fram í september. Skapar það ýmsa erfiðleika eins og fram kemur í viðtölum við frjálsíþróttafólkið hér á eftir. I mars, apríl og maí er mikið um keppni tveggja og þriggja skóla en einnig keppt á öðrum stórum mótum. I maí eru Confernece mótin eða svæðameistaramótin, sem er stigakeppni sem skólarnir leggja mikla áherslu á, og fer sú keppni fram á sama tíma um öll Bandaríkin. I byrjun júní fer síð- an fram bandaríska háskóla- meistaramótið NCAA sem er hápunktur keppnistímabils há- skólanna. Til að geta keppt þar þarf að ná lágmörkum sem eru miðuð við afrekaskrána í Banda- ríkjunum og eru þau því býsna ströng í mörgum greinum, t.d. voru lágmörk til þátttöku í spretthlaupum þar sem Banda- ríkjamenn eru geysisterkir, strangari en lágmörk til þátttöku á heimsmeistaramótinu sem fram fer í sumar. Til að fræðast frekar um nám og æfingar íslensks frjálsíþrótta- fólks í Bandaríkjunum ræddi Iþróttablaðið við nokkra frjáls- íþróttamenn frá þeim þremur stöðum sem segja má að séu orðnar miðstöðvar íslenskra frjálsíþróttamanna þar vestra. 20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.