Íþróttablaðið - 01.08.1983, Síða 29

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Síða 29
Arnór Guðjohnsen er einn þeirra atvinnuknattspymu- manna íslenskra, sem hvað mest hafa verið í sviðsljósinu síðast liðin ár. Hann vakti snemma at- hygli sem afburða efnilegur leik- maður og hafði aðeins leikið ör- fáa leiki með Víkingi, þegar kall- ið kom að utan og hann gerði samning við belgíska félagið Lokeren. Þetta var árið 1978 og Arnór aðeins 17 vetra óharðn- aður unglingur, en með ómælda hæfileika sem knattspyrnumað- ur. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið. Arnór byrjaði ferilinn hjá Lokeren með miklum glæsibrag, en kynntist því einnig fljótt að sú atvinna sem hann hafði valið sér er enginn dans á rósum. í kjölfar þjálfaraskipta var hann settur til hliðar og hlaut það hlutskipti að „Stefndi að því frá 14-15 ára aldri að verða atvinnu- maður í knattspyrnu verma varamannabekkinn í tvö keppnistímabil. En aftur kom betri tíð með blóm í haga er Amór fékk tækifæri á nýjan leik og síðastliðin tvö tímabil hafa verið samfelld sigurganga hins unga ljóshærða víkings, sem komið hefur sér í hóp bestu knattspyrnumanna Belgíu með hraða sínum, krafti og áræði. Að vísu átti „Nóri“ við meiðsli að stríða um tíma, en þau komu ekki í veg fyrir það að mörg af stærri félögum evrópskrar knattspyrnu sýndu því mikinn áhuga að fá hann í sínar raðir. Og nýlega gerði Arnór samning við Ander- lecht, stærsta félag Belgíu og eitt af kunnustu félögum í Evrópu, svo það má gera ráð fyrir að veg- ur hans sem knattspyrnumanns muni enn aukast á komandi ár- um. Á þessum tímamótum á ferli Arnórs er ekki úr vegi að taka kappann tali, líta yfir farinn veg og velta framtíðinni fyrir sér. Og við innum hann eftir upphafi að ferli hans sem atvinnuknatt- spyrnumanns. „Það má segja að ég hafi verið með bolta á tánum frá því að ég man eftir mér. Fljótt tók ég þá ákvörðun að vilja verða atvinnu- knattspyrnumaður, og má segja að ég hafi stefnt að því leynt og ljóst síðan ég var 14 eða 15 ára. Ég var staðráðinn í því að grípa fyrsta góða tækifærið sem byðist og með það í huga hélt ég mér í góðri æfingu, jafnvel yfir vetrar- mánuðina, þá með séræfingum svo sem hlaupum og fleiru. Tækifærið kom á fyrsta ári mínu í fullorðinsfótboltanum, 1978, þegar Ungverjinn Guyala Nemes, þáverandi þjálfari Vals- manna, hafði samband við kunningja sinn sem var fram- kvæmdastjóri Lokeren. Félagið sýndi mikinn áhuga á að ég gerðist leikmaður þess. Standard Liége var einnig inni í myndinni um tíma, ég dvaldi hjá því félagi í viku og að þeim tíma liðnum gerði Standard mér tilboð. Það var hins vegar ekki ætlast til þess að ég tæki fjölskylduna með til Liége og var það ein aðalástæðan fyrir því að ég valdi að fara til Lokeren, þar sem ekkert var því til fyrirstöðu að hún kæmi með.“ Það var að lokinni fyrri umferð íslandsmótsins 1978 að Arnór Guðjohnsen, eftir aðeins 15 leiki með meistaraflokki Víkings, gerði samning við belgíska félag- ið Lokeren. Belgíumennirnir lögðu á það ríka áherslu að skrif- að yrði undir samninga fyrir 30. júlí, 17. afmælisdag Arnórs. Ástæða þess er flestum kunn, en hún er sú að útlendingar sem 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.