Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1983, Qupperneq 30

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Qupperneq 30
Útlendingahersveitin hjá Lokeren. Arnór er annar frá vinstri en við hlið hans stendur Pólverjinn Lato, sem þótti á sínum tíma einn besti knattspyrnumaður íheimi. ganga á mála hjá belgískum fé- lögum áður en þeir ná 17 ára aldri teljast ekki útiendingar í knattspyrnulegu tilliti, það er gagnvart þeirri reglu sem segir til um hve margir erlendir leikmenn megi leika með hverju liði. Það var því mikilvægt fyrir útsendara Lokeren að samningar tækjust sem fyrst, en einhver ágreiningur kom upp út af greiðslu til Víkings og ríkti mikil spenna milli hinna þriggja aðila, Lokeren, Arnórs og Víkings. Ástæðulaust er að rekja þá sögu nánar, en alla vega var samningur gerður meðan Arnór var 16 ára, og hefur það vafalaust verið mjög þýðingarmikið fyrir hann á sínum tíma og er að sjálf- sögðu enn. Arnór var varla lentur á belg- ískri grund er hann lék sinn fyrsta leik með varaliði Lokeren. Hann skoraði tvö mörk í leiknum, sem endaði 2—0, og síðan skoraði hann mark eða mörk í næstu þrem leikjum varaliðsins. Eftir þessa stórgóðu byrjun, sem eng- inn átti von á af 17 ára straklingi norðan úr Dumbshafi, var Arnór settur í aðalliðið og spjaraði sig svo vel að hann varð fastur maður í liðinu til loka keppnis- tímabilsins. En hvað gerðist þá? „Eftir rnitt fyrsta keppnistíma- bil með Lokeren urðu þjálfara- skipti hjá félaginu. Sá sem verið hafði þjálfari fór til Anderlecht, en við tók maður sem hafði greinilega ekki mikla trú á mérog mínum hæfileikum. Ég var settur út úr liðinu og var varamaður meira og minna næstu tvö keppnistímabilin. Það var óskemmtileg lífsreynsla, einkum þar sem það virtist vera alveg sama hvernig ég stóð mig þegar ég kom inn á í leikjum eða var í byrjunarliðinu vegna meiðsla fastra leikmanna. Þegar þessi þjálfari var látinn fara eftir tvö ár tók við náungi, sem gaf mér strax tækifæri. Hann kallaði mig til sín stuttu eftir að hann tók við, og sagði mér að ég myndi fá það tækifæri sem ég þyrfti til að tryggja mér sæti í liðinu. Restin væri undir sjálfum mér komin.“ Það er óhætt að segja að Arnór hafi tekið því tækifæri sem hann fékk tveim höndum, því síðast liðin tvö ár hefur hann verið í stöðugri framför sem knatt- spyrnumaður. Hann hefur leikið hvern stórleikinn á fætur öðrum, bæði með Lokeren og íslenska landsliðinu, eða hver man ekki eftir frábærri frammistöðu þessa kraftmikla glókolls í viðureign- um íslands við Wales (2—2), Spán (0—1) og England (1—1). Það hlaut því að koma að því að stórlið Evrópu föluðust eftir pilti, og slíkt átti sér stað á nýliðnum 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.