Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1983, Page 33

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Page 33
Arnór Guðjohnsen í baráttu við Willy van der Kerkhof í landsleik íslendinga og Hollendinga í fyrra sumar. Lokeren eru margir leikmenn hálfan daginn, en allir leikmenn Anderlecht eru 100% atvinnu- menn. Það er mikið meiri metn- aður innan Anderlecht, enda fé- lagið með þeim stærstu og virt- ustu í Evrópu og allur aðbúnaður eins og best verður á kosið. Nú í sumar verður tekinn í notkun nýr völlur og munum við leika vigsluleik gegn Barcelona. Ég hlakka til að taka þetta næsta skref í fótboltanum, en það verður hörð keppni um sæti í liði Anderlecht, því breiddin er mikil og landsliðsmenn í hverri stöðu.“ Arnór vildi ekki frekar en aðrir atvinnuíþróttamenn tala um þær tekjur sem hann hefur af atvinnu sinni, en það kom fram í belgísk- um blöðum að með samningi sínum við Anderlecht væri Arnór Guðjohnsen kominn í hóp tekju- hæstu knattspyrnumanna í Belgíu. Aðspurður um minnisstæða leikmenn, andstæðinga eða sam- herja, sagði Arnór: „Af mótherjunum eru eftir- minnilegir leikmenn t.d. Spán- verjinn Lozano sem leikur með Anderlecht og Hollendingurinn Arie Haan sem leikið hefur með mörgum þekktum liðum, en síðast Standard Liége og er „klassaspil- ari“. Ég hafði mjög gaman af að leika með Haan og öðrum fræg- um Hollendingi, Rob Rensen- brink, en það var í ágóðaleik fyrir einn ungan leikmann Lokeren sem lamaðist í bílslysi og var leikið gegn belgíska landsliðinu. Það var mjög gaman að spila með þessum köppum og leiknum, sem þótti skemmtilegur og vel leikinn, lauk með sigri okkar 6—4. Nú, svo þótti mér alltaf gott að spila með Lubanski hinum pólska á meðan hann lék með Lokeren.“ Það má geta þess að Lozano sá er Arnór minntist á var nýverið seldur frá Anderlecht til stórliðs- ins Real Madrid fyrir metupp- hæð, 100 milljónir belgískra franka sem eru um 50 milljónir íslenskra flotkróna. í fyrra vakti það mikla athygli þegar Ander- lecht keypti markaskorarann mikla Van den Bergh fyrir 50 milljónir franka sem þá var hæsta upphæð sem belgískt félag hafði greitt eða fengið fyrir leikmann. Það var í leik gegn Sviss í Bern árið 1979 sem Arnór Guðjohnsen lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir ísland. Leiknum lauk með sigri heimamanna, 2—0, en litlu mun- aði að hinn 17 ára gamli nýliði skoraði mark í sínum I. lands- leik. Nú eru leikirnir í landsliðs- peysunni orðnir 13 talsins. Sá síðasti vargegn Spáni hérheima í byrjun júní og aldrei þessu vant átti „Nóri“ engan stórleik. Ekki svo að skilja að hann hafi staðið sig illa, öðru nær því Arnór stendur alltaf fyrir sínu með landsliðinu, en íslenskir áhorf- endur eru mjög kröfuharðir þeg- ar íslenska landsliðið á í hlut og ekki síst þegar um stórstjörnurn- ar Arnór og Ásgeir er að ræða. Menn verða að skilja það að jafnvel frábærir knattspyrnu- menn geta ekki ávallt sýnt „toppleiki“. Annars hefur frammistaða Arnórs með ís- lenska landsliðinu verið virkilega góð eins og allir vita og nægir að minna á þá leiki sem getið var um í upphafi þessarar greinar. Og annað sem er ekki minna um vert er það að hann hefur alltaf verið boðinn og búinn til að leika með landsliðinu, þegar til hans hefur verið leitað og hann gengið heill til skógar. En hvað segir Arnór um við- 33

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.