Íþróttablaðið - 01.08.1983, Síða 39

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Síða 39
Eini heimsmeistaratitillinn sem féll í hlut Dana í keppninni var í tvíliðaleik karla, en þar unnu Steen Fladberg og Jesper Helledie sætan sigur yfir Mike Tredgett og Martin Dew í úrslitaleiknum, 15-10 og 15—10. Þeir félagar Fladberg og Hel- ledie hafa ekki leikið lengi sarnan og það var nánast fyrir tilviljun að þeir hófu að leika tvíliðaleik- inn saman. Fyrir stórmót voru leikmenn að prófa sig áfram og kom þá í ljós að þeir félagar „náðu rétta taktinum“ eins og þeir segja sjálfir. í heims- meistaramótinu sýndu þeir mikla keppnishörku og leikgleði, unnu frábærlega vel saman, og nýttu veilur hjá andstæðingunum út í hörgul. Sigur þeirra í úrslita leiknum var jafnvel enn öruggari en tölurnar gefa til kynna. Eftir keppnina voru þeir félagar á einu máli um að sigurinn hefði verið þeim mjög þýðingarmikill, ekki síst að því leyti að hann myndi gera þeim auðveldara að lifa á íþrótt sinni. Hefur það farið eftir, þar sem Faldberg hefur t.d. gert mjög góða samninga við tvö bresk fyrirtæki: Rex Rotarty og Carlton. Þótt Dönum vegnaði ekki vel í einliðaleik karla á heims- meistaramótinu kunnu þeir vel að meta þann frábæra badmin- tonleik sem boðið var upp á í úr- slitaleik þeirra Icuk Sugiarto og Liem Swie King, en að margra mati var sá leikur það besta sem hingað til hefur sést í badmin- toníþróttinni. Leikstíll Indó- nesanna er raunar töluvert frábrugðinn leikstíl Evrópubúa, og ef til vill ekki eins beinskeytt- ur, en hraðinn og þolið sem þeir búa yfir er með ólíkindum. Áður en úrslitaleikurinn hófst veðjuðu flestir á King, enda hann búinn að vera í sviðsljósinu lengi og hafði mikla keppnisreynslu að baki, m.a. á stórmótum. En Sugiarto reyndist ekki hafa neina minnimáttarkennd. Hann gaf sér góðan tíma, tók sjaldan áhættu og beið eftir mistökum hjá King sem hann svo notfærði sér út í hörgul. Einmitt þegar spennan var mest í oddalotunni var það Sugiarto sem var rólegri. King reyndi að taka hann á taugum m.a. með því að gefa sér góðan tíma við að þurrka svitann af sér, en fékk fyrir tiltal hjá dómurun- um og virtist komast úr jafnvægi við það. Indónesar hafa um langt árabil verið frammúrskarandi í bad- minton og nægir að nefna þá Rudy Hartons og King sem báðir hafa náð eins langt í badnrinton og framast er unnt — unnið hvert stórmótið af öðru. Líklegt er að Sugiarto verð enn meiri vinsælda aðnjótandi í heimalandi sínu en þessir tveir, einfaldlega af því að hann er hreinræktaður Indónesi, en bæði Hartono og King eru af kínversku bergi brotnir, og Kín- verjar eru ekki hátt skrifaðir í Indónesíu. Eftir að heimsmeistaratitilinn var í höfn gat Sugiarto ekki leynt gleði sinni og geðshræringu. „Það er stórkostlegt að vera heims- meistari,“ sagði hann, „og enn stórkostlegra verður að koma heim sem númer eitt. Fyrir keppnina var ég sannfærður um að Morten Frost myndi hreppa heimsmeistaratitilinn, en eftir að ég vann hann sá ég að ég átti góða möguleika. Úrslitaleikurinn tók sannarlega á taugamar, en það hjálpaði mér mikið að ég hafði oft leikið gegn King og þekkti veikleika hans.“ Lene Köppen átti þrítugsafmæli meðan á keppninni stóð, og fékk engan veginn ánægjulega afmælisgjöf. Hún hefur nú lagt spaðann á hllluna. 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.