Íþróttablaðið - 01.08.1983, Síða 44

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Síða 44
Knattspyrn met í frjáls Evrópuleiki er auðvitað Jón Oddsson Okkar litla land hefur jafnan átt stóran hóp afreksmanna sem með frammistöðu sinni í íþrótt- um, listum eða á annan hátt hafa yakið aðdáun samborgara sinna og sumir náð langt erlend- is á sínu sviði og þar með verið góð auglýsing fyrir land og þjóð. íþróttamenn þeir sem fram úr skara hafa oftast sérhæft sig í einni íþróttagrein, þó dæmi séu um menn og komur sem náð hafa góðum árangri og verið valin í úrvalslið landsins í tveimur eða fleiri íþróttagrein- um. Sem dæmi má nefna Her- mann Gunnarsson, Gunnar Gíslason, Guðríði Guðjónsdótt- ur og fleiri. Einn er sá íþrótta- maður íslenskur sem virðist vera sá fjölhæfasti hér á iandi um þessar mundir og það er ís- firðingurinn Jón Oddsson. Óvenjuleg fjölhæfni — Iþróttamaður af Guðs náð. Afrekaskrá Jóns Oddssonar er bæði löng og fjölbreytileg á að líta. Flestir þeir sem með ís- lenskum íþróttum fylgjast vita að Jón er einn fljótasti knatt- spyrnumaður landsins og mað- urinn hefur á stundum tekið þátt í frjálsíþróttakeppni og náð góðum árangri í langstökki. Færri vita að Jón hefur leikið körfuknattleik í úrvalsdeildinni, og á að baki tvo Evrópuleiki í þeirri íþróttagrein gegn ekki ómerkari andstæðingum en Barcelona. En það er ekki allt upp talið. Jón hefur tekið þátt í sundmótum, leikið handknatt- leik og svo var hann í fimleika- flokki á menntaskólaárum sín- um. Sannarlega ótrúleg fjöl- hæfni og ekki síður í Ijósi þess að Jón fékk litla tilsögn í íþrótt- um fyrr en hann flutti til Reykjavíkur, tvítugur að aldri. Að vísu fékk Jón ásamt jafn- öldrunum þjálfun í knattspyrn- unni, í yngri flokkunum, en það var ekki algilt og hann lærði mest eftir að hann varð fullorð- inn. Þessa fjölhæfni sína og þann árangur sem hann hefur náð á íþróttasviðinu, getur Jón því ekki þakkað markvissri þjálfun um árabil heldur virðist sem um allt að því meðfædda hæfileika sé að ræða. Hann er mjög vel byggður og hefur gott jafnvægi, er nánast fæddur íþróttamaður. Samt hefur Jón ekki náð þeim árangri sem í honum býr, og er það vegna þess hversu seint hann komst í hendur þjálfara og einnig er fjölhæfnin honum fjöt- ur um fót, því með því að skipta sér milli íþróttagreina eins og Jón hefur gert, minnkar mögu- leikinn á að ná toppárangri í einni grein. En það er þó fyrst og fremst aðstöðuleysið á ísa- firði og skortur á góðri þjálfun á yngri árum sem komið hefur í veg fyrir að Jón Oddsson hafi náð árangri í samræmi við hæfi- leika. Hann er þó aðeins 25 ára gamall og á margt ógert á íþróttasviðinu. Við skulum þó láta framtíðina bíða en líta til baka og rifja upp með Jóni það helsta sem á daga hans sem 44
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.