Íþróttablaðið - 01.08.1983, Síða 50
hefur gengið, og sama má einnig
segja um Blikana. Þeir verða þó
sterkir í seinni hlutanum þegar
þeir hafa náð valdi á breyttu
leikskipulagi. Lið ÍA og ÍBV eru
aftur á móti sterkari en ég hafði
reiknað með.
Takmarkið hjá okkur er að
falla ekki og það á að takast.
Við vorum heppnir með þjálf-
ara þegar við fengum Martin
Wilkinsson. Hann er mjög góð-
ur og hefur komið skynsamlega
inn í hlutina miðað við þann
tíma sem hann hefur haft.“
Þátttaka Jóns Oddssonar
í frjálsum íþróttum.
Önnur aðalíþróttagrein Jóns
Oddssonar hefur í gegnum árin
verið langstökk. Jón vakti ung-
ur athygli fyrir að hlaupa hratt
og stökkva langt, en það var
engin aðstaða til frjálsíþrótta-
æfinga fyrir vestan svo það fór
lítið fyrir æfingum í hlaupum
og stökkum hjá Jóni.
Fyrsta frjálsíþróttamótið sem
Jón tók þátt í var héraðsmót á
Núpi árið 1975. Jón var þá 17
ára gamali og keppti fyrir
íþróttafélagið Gretti á Flateyri
fyrir tilstilli Gunnars Guð-
mundssonar. Ekki er hægt að
segja annað en að árangurinn
hafi verið ágætur hjá unglingi
sem aldrei hafði æft stökk. Jón
var annar í langstökki með 6.55
m og vann hástökkið er hann
vippaði sér yfir 1.80 m. Næstu
árin tók Jón alloft þátt i frjáls-
íþróttamótum, svo sem héraðs-
mótum og bikarkeppni FRI og
þá á vegum HVÍ. Ekki var al-
varan mikil á bak við þátttök-
una, bara skroppið og keppt en
engar æfingar á milli móta. Jón
minnist þess að athygli vakti á
Meistaramóti Islands innanhúss
1976 eða '11, að „sveitamenn að
vestan“ náðu góðum árangri og
verðlaunasætum. Það voru þeir
félagar úr Menntaskólanum á
ísafirði, Jón og Angantýr Valur
Jóhannsson, sem voru sveita-
Knattspyrnumaðurinn, frjáts-
íþróttamaðurinn, sundmaðurinn,
körfuknattleiksmaðurinn og fim-
leikamaðurinn Jón Oddsson.
mennirnir. Angantýr vann 50
m hlaupið og Jón varð annar í
langstökki með 6.94 m, á eftir
Friðriki Þóri Óskarssyni hinum
góðkunna stökkvara úr ÍR.
Breyttar aðstæður.
Eftir að Jón flutti til Reykja-
víkur til framhaldsnáms breytt-
ust mjög allar hans aðstæður til
íþróttaæfinga. Hann hafði meiri
tíma, fékk tilsögn sem í sumum
greinum var sú fyrsta sem hann
fékk í viðkomandi íþrótt. Ekki
sneri Jón sér þó að langstökkinu
af fullum krafti strax. Hann
lagði áfram mesta áherslu á
knattspyrnuna, en hélt sér við á
veturna með körfuknattleik.
Árið 1979 tók Jón ekki þátt í
frjálsíþróttamótum, en árið eftir
fór hann aftur að láta að sér
kveða sem góður stökkvari.
Hann átti best 7.14 m utan-
húss, en bætti það er hann sigr-
aði í Kalott-keppninni sem þá
var haldin hér á landi. Jón stökk
þá 7.21 í síðasta stökki sínu, en
næstir með 7.19 og 7.17 komu
menn sem áttu fyrr mun betri
árangur en Jón, 7.40—7.60 m,
þannig að afrek Jóns var mikið
og sigurinn sætur.
Jón fer að æfa frjálsar
og setur met sem ekki
er staðfest.
í kjölfar furðu góðs árangurs
Jóns í langstökki og fleiri grein-
um var lagt hart að honum að
gefa knattspyrnuna upp á bát-
inn og leggja frjálsar íþróttir fyr-
ir sig. Hann þráaðist við lengi
vel, en þar kom að Jón hóf loks
að æfa reglubundið og virkilega
leggja sig fram um að verða góð-
ur frjálsíþróttamaður, en ekki
bara langstökkvari í hjáverkum.
Þetta gerðist veturinn 1980—81
og Jón lagði hart að sér við
æfingarnar. Það skilaði sér á
Meistaramótinu innanhúss þeg-
ar Jón stökk 7.27 m, sem var
betra en gildandi íslandsmet.
Ekki fékkst það þó staðfest, því
Jón var á milli félaga. Hann
hafði keppt fyrir KA á Akureyri
fyrstu árin eftir að hann kom „á
mölina“, en var að skipta yfir í
KR, félagið sem hann hefur
keppt fyrir síðan. Sannarlega
furðulegt að Islandsmet fáist
ekki staðfest vegna slíkra smá-
atriða. Jón setti síðar íslands-
met 7.26 m þegar hann bar sig-
ur úr býtum á opna norska
meistaramótinu, en sagðist
sjálfur aldrei hafa litið á það
sem met, þar eð hann hafði
stokkið lengra áður.
„Boðhlaupssveit skipuð
langstökkvara, lang-
hlaupara og öðrum
jólasveinum.“
Þegar hér var komið sögu var
Jón kominn í fremstu röð lang-
50