Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1983, Qupperneq 59

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Qupperneq 59
Helgi Hannesson er stundum kallaður „faðir sundíþróttarínnar á Akra- nesi“ og sé það rétt er hann sannkallaður afreksmannapabbi. Undir handleiðslu hans hóf margt af afreksfólkinu frá Akranesi æfingar. kemur nægileg breidd til að ná aftur verulegum árangri, eins og t.d. í fyrra er við náðum að vinna sigur í bikarkeppni Sundsambandsins. Það er þó nóg til af áhugasömum krökk- um, en aðstöðuna vantar. Það er löngu orðið tímabært að byggja nýja sundlaug hér á Akranesi og helst þyrfti hún að vera nálægt nýju hverfunum á staðnum, því þar býr barnafólk- ið. Úr vissum fjölda koma alltaf efni sem geta náð langt, og það hefur sýnt sig að það næst topp- árangur í sundi 3—4 árum eftir að staðir hér á landi hafa fengið nýja sundlaug. Það stóð víst til að bæjarfélagið gæfi bæjarbúum sundlaug í afmælisgjöf fyrir skömmu en það hefur ekkert orðið úr því ennþá. Best væri að koma sundlaug fyrir við íþrótta- völlinn. Bæði er hann stutt frá barnmörgu hverfi og svo væri hægt að samnýta búningsað- stöðu að einhverju leyti. Þetta er lengi búið að vera draumur okkar sem höfum fylgst með góðum árangri sundfólks héðan og hann hlýtur að fara að ræt- ast.“ „Þurfum að koma sundinu meira inn í skólana.“ Liggur þér eitthvað annað á hjarta í sambandi við íslensk sundmál? „Það er þá helst nauðsyn þess að koma sundinu meira inn í skólana, í líkingu við að sem gert hefur verið í Svíþjóð. Ár- angurinn þartalarsínu máli um að það var hárrétt stefna á sín- um tíma. Svo hafa þeir lagt áherslu á að mennta þjálfara sína og hefur það skilað sér í stórgóðum árangri Svía í sund- inu að undanförnu. Við íslendingar getum náð toppárangri í sundi með litlum tilkostnaði og tiltölulega litlum breytingum. Sundið er kannski eina íþróttagreinin sem þannig er ástatt um. Hér á landi missa margar íþróttagreinar hóp af efnilegu íþróttafólki út í Iífs- baráttuna allt of snemma, en því er ekki til að dreifa með sundið, þar sem keppendur eru á toppi getulega séð um tví- tugt.“ Svo mörg voru þau orð Helga Hannessonar sundkennara á Akranesi. Hann er hættur að þjálfa á vegum sundfélagsins eftir 14 ára árangursríkt starf (Helgi fékk í eyrun og varð að hvíla sig á vatninu), en fylgist enn með því sem fram fer í Bjarnarlaug og kennir mörgum áhugasömum nemendum fyrstu sundtökin eins og hann hefur gert í góðan aldarfjórðung. Sundíþróttin á Akranesi og reyndar íslandi öllu á þessum hógværa manni mikið að þakka. Lítillæti hans og Iífsvið- horf koma fram í því að hann vildi alls ekki að of mikið yrði gert úr framlagi Akraness til sundsins á íslandi, þótt þar hefðu komið fram fyrir tilviljun nokkrir framúrskarandi sund- menn, og benti á mjög góðan árangur sundfólks frá Selfossi, Keflavík og víðar, líflegt sund- starf á Bolungarvík að ógleymdu því starfi sem fram fer innan íþróttafélaga á höfuð- borgarsvæðinu. Vissulega satt og rétt, en undirritaður fer ekki ofan af því að árangur Skaga- manna í sundi sé stórkostlegur í ljósi þeirrar aðstöðu sem sund- mennirnir hafa búið við og bæjaryfirvöld ættu að sjá sóma sinn í að koma í viðunandi horf hið bráðasta. h.H. Þessi unga dama dró ekki afsérísundinu — kannski er þarna á ferðinni afrekskona framtíðarinnar. Engum þyrfti að koma slík á óvart ef hún er Akurnesingur. 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.