Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1983, Qupperneq 63

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Qupperneq 63
bæjar- og sveitafélög eiga fullt í fangi fjárhagslega að reisa og starfrækja stóra sali, hvað þá, ef til viðbótar tilheyrandi hliðar- húsakynnum skal reysa húsa- kynni fyrir félagsaðstöðu og veit- ingasölu, því að í kostnaði við slík salarkynni tók ríkissjóður eigi þátt fyrr en með nýrri viðmið- unarreglugerð um hlutdeild í kostnaði við smíði íþróttahúsa frá 1980. Glögg dæmi urn hvað efna- hagur takmarkar framkvæmdir en salurinn settur framar öllu er: Keflavík, aðeins hluti tilheyrandi húsakynna reistur, Mosfellssveit engin tilheyrandi húsakynni reist. 7. „Hús þessi hafa ekki verið dýr í byggingu“ þ.e. hin svo- nefndu norrænu hús.“ „Meira er lagt upp úr notagildinu en öllu öðru.“ í ritstjórnarspjallinu er átt við forbyggð hús, sem boðin eru til sölu á hinum Norðurlöndunum. Eins slíks íþróttahúss hefur verið aflað hingað og reist í Kópavogi (Kársnesskóli). Samtímis því að það var reist var íþróttahús Álftamýrarskóla í smíðum. Hús- in eru jafnstór og án áhorfenda- svæða. Við smíði húss Álftamýr- arskóla réði: „steinsteypuhug- sjónin“ og varð það ódýrara hinni: „Norrænu fyrirmynd“, sem gera varð við fljótlega til að stöðva leka á langhlið og hreyfingu á burðarvirki. Þessi tvö hús er heimskulegt að bera sam- an og við þá skoðun hafa í huga og spyrja hvað meinar spjalls- höfundur með: „Meira lagt upp úr notagildinu en öllu öðru“. 8. —15. „Mörgum þessara húsa“ — þ.e. hinum nákvæmlega eins norrænu íþróttahúsum, — „svipar til íþróttamiðstöðvar- innar í Vestmannaeyjum eða hún byggð að þessari norrænu fyrir- mynd“ ... „Þurfa þeir sem huga að byggingu íþróttamannvirkja ekki að fara lengra en til Ves.t- mannaeyja núna til þess að kynna sér fyrirmyndar íþróttaað- stöðu sem ekki er mjög kostn- aðarsöm í byggingu“. Staðhæfingin um hin ná- kvæmlega eins norrænu íþrótta- hús er skráð í ritstjórnarrabbinu af algjöru þekkingarleysi, sem skal eigi rökstyðja að sinni. Það sem hér skiptir máli er að leið- rétta þá meinloku sem margir ganga með og þar á meðal sá, sem ritar spjallið í 2. tbl. íþrótta- blaðsins. íþróttamiðstöð Vest- mannaeyja var ekki valin úr hópi „norrænna fyrirmynda“ úr myndalista einhvers fyrirtækis sem framleiddi forbyggð íþrótta- hús, flutt til Eyja í pörtum og reist þar á lágu verði af erlendum iðnverkamönnum. Tekið var tilboði byggingar- fyrirtækis í Nyborg-Falster. Það réði arkitektinn Kærgárd professor við arkitektadeild kon- unglegu akademiunnar í Kaup- mannahöfn, til þess að teikna mannvirkið. Byggingarnefndin og ég fyrir hönd menntamála- ráðuneytisins ásamt tveim verk- fræðingum fórum vandlega með professor Kærgárd og tveim að- stoðararkitektum hans í frum- drög og síðar tillögu að íþrótta- nriðstöðinni. Meðan miðstöðin var í smíðum voru haldnir fundir um ýmis atriði. Elm val fyrir- myndar var ekki að ræða og þeim mun síður forbyggt hús. Sund- þró, sökklar, sökkulplata salar og stétta um laug, svo og veggsökkl- ar var gert úr steinsteypu á venjubundinn ísl. hátt við eftirlit dansks verkfræðings og verk- stjóra. Iðnverkamenn voru allir íslenskir. Burðarvirki úrlímtrjám voru t.d. flutt inn frá Finnlandi og greidd með söfnunarfé, sem Finnar gáfu til hjálpar uppbygg- ingu eftir gosið 1973. Klæðning og einangrun, efni í leiðslur og hitunarstokka, tæki til upphit- unar lofts og vatns, hreinsitæki sundlaugarvatns o.s.frv. var keypt samkvæmt vandlegu vali frá Finnlandi, Svíþjóð og Dan- mörku. Baðstofuklefar finnskir voru það sem helst má segja að hafi verið aflað forbyggt. Færan- legir veggir í íþróttasal voru gerðir hérlendis. Ytrabyrði hvolf- þaka var klætt sérstökum þak- pappa frá danska fyrirtækinu Icopal. Pappi þessi, sem annars er góð vara, hefur eigi lagst nægj- anlega fastur, svo að þak er lekt á nær 60 stöðum yfir sal en í laug angrar þéttiraki. Eins og önnur íþróttamann- virki varð miðstöðin í Eyjum „mjög kostnaðarsöm“ og ekki sem margir hafa haldið, og þar meðtalinn sá er spjallið skrifaði, í hópi þeirra ódýrustu. 9.—13. ,,... of mikið verið byggt af óhagkvæmum íþrótta- húsum á íslandi á undanförnum árum“. Spjallshöfundurinn gerir sig að miklum dómara. Hann mun án efa ekki hafa séð öll þau 40 íþróttahús sem eru 27x15 m og stærri að gólffleti og hafa verið reist síðan 1951. Að vísu munu þessi hús engu fremur en önnur mannleg verk vera gallalaus. Oft vill vera svo, að það sem einn telur galla telja aðrir kost. Tökum sem dæmi íþróttahúsið Ásgarð í Garðabæ. Sumir telja galla, að búningsher- bergi opnast beint inn í sal en vilja hafa dreifingargang á milli þessara húsakynna fram með allri langhlið salar. Aðrir telja þetta fyrirkomulag kost. Benda má á mörg atriði í innréttingu íþróttahúss, sem skoðanamunur er um hvernig best verður fyrir- komið. Spjallshöfundur bindur gagn- rýni sína einvörðungu við Ás- garð. Eitt var, skortur á inngöngu í sal annarsstaðar en um bún- ingsherbergi. Annað var að eigi fæst á gólfi hússins vallarstærð 38—40x19—20 m fyrir keppni í handknattleik. Skortir Garðbæ- inga viðurkenndan heimavöll fyrir keppni í handknattleik milli félaga og héraðssambanda. Slíkri 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.