Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1983, Qupperneq 65

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Qupperneq 65
viðurkenningu ræður stjórn HSÍ yfir sanrkvæmt leikreglum, þegar ekki er um að ræða olympíu-, heimsmeistara- eða landsleiki. Sjálft ísl. landsliðið varð að leika í 18x33 m sölum einhverju sinni í Ungverjalandi og á Norður- Spáni. Mikið átak var það bæjarsjóði Garðabæjar og ríkissjóði að reisa Ásgarð, hvað þá ef húsið hefði orðið 40% stærra. Þriðja atriðið í gagnrýninni er: „... Víðáttumiklir gangar sem vitanlega nýtast illa“. Hér mun höfundur eiga við gang að baki áhorfendasvæðis. Um er að ræða rými, sem verður til undir áhorfendasvæði og sem einnig verður að vera til fyrir áhorfend- ur í hléum og við dreifingu þeirra við komu og brottför. Þessi gangur er nýttur fyrir þrekæfing- ar og leikfinriæfingar fámennra hópa. 14. Þótt Ásgarður hafi verið tekið sem dæmi: „... er víðar að finna slík nýleg hús sem alls ekki hafa verið byggð í takt við tímann ... heildarstefnu hefur skort og steinsteypuhugsjónin stundum verið tekin fram yfir það nyt- sama“. Skilja má við hvað hér er átt. í fyrsta lagi: hin marg tilvitnuðu stálgrindahús. í öðru lagi: ná- kvæmlega eins forbyggð íþrótta- hús og í því sambandi vitnar rabbhöfundurinn til íþróttamið- stöðvar Vestmannaeyja. Þessa síðasttalda hefur þegar verið svarað hvað varðar húsið í Eyj- um. Margir hafa haldið að málm- grindahús yrðu „nytsamari“ til lausnar þarfar á íþróttahúsum, því að sá háttur myndi ódýrari en „steinsteypuhugsjónin“. íþróttanefnd ríkisins hefur í allt sjö sinnum látið fara fram könnun á kostnaði 5 tegunda byggingarmáta og þar með voru málmgrindahús, límtréshús og forbyggð hús úr steinsteypu. Málmgrindahúsin reyndust ávallt dýrust. Þessar kannanir voru gerðar í samvinnu við Inn- kaupastofnun ríkisins, einstök bæjar- og sveitarfélög eða samtök þeirra. Burðarvirki forbyggð úr for- spenntri steinsteypu voru notuð við smíði íþróttahúsa t.d. á Nes- kaupstað og Eskifirði upp úr 1960. Síðan hafa komið til for- byggðar vegg- og þakeiningar við smíði t.d. íþróttahúsa að Varnrá, í Keflavík, Sandgerði og nú síðast Seljaskóla í Reykjavík og Grindavík. Þessi byggingarmáti hefur reynst ódýrastur. Þá reyndist undir kostnaðaráætlun bygging íþróttahúss Laugaskóla, sem hefur límtrés-burðarvirki samkvæmt finnsku fyrirkomu- lagi. Hér að framan var upplýst um kostnað á íþróttahúsi Kárs- nesskóla, Kópavogi, sem er eina innflutta forbyggða íþróttahúsið hérlendis og samanburð hans við smíðakostnað íþróttahúss Álfta- mýrarskóla, Reykjavík og vísast til þess sem þar er tekið franr. 16. „Það er til lítils barist ef sú hlið teningsins kemur upp að íþróttamannvirkin sem byggð eru í landinu eru svo kostnaðar- söm í byggingu að sveitarfélögin telja sig verða að leigja tímana í þeim á svo háu verði að hin frjálsu íþróttafélög hafa ekki efni á að taka þá og nýta aðstöðuna“. Þetta tekur rabbhöfundurinn frarn í lok spjallsins og kveður það vera að koma í ljós á Akur- eyri við upphaf starfrækslu hins nýja ágæta íþróttahúss þeirra Akureyringa. Salargólf þess er 45x27 m og má skipta með forhengjum i 3 iðkendasali 15x27 m. í hverjum þessara 'A heildarsalarins er unnt að iðka allar þær sömu íþrótta- greinar. sem iðka má í íþrótta- skemmunni (32x20 m). Salur skemmunnar er leigður á kr. 205.00 hver iðkendastund en all- ur salur hins nýja húss á kr. 500.00. Hver 'A hluti salar á kr. 200.00. Salur íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja (44x22 m) er leigður á kr. 440.00 hver iðkendastund. Salurinn hefur tvo netveggi, sem skipta honum í þrennt. Skólarnir nota salinn yfirleitt þrískiptan. eins almenn- ingur en erfitt er að fá félögin til þess að færa sér þessa hagræð- ingu í nyt. Þessara sömu vand- kvæða gætir hjá hinni frjálsu íþróttastarfsemi víðar t.d. í Reykjavík, Hafnarfirði og Sel- fossi. Bitnar þessi vannýting á al- nrenningi sem hvergi fær þær iðkunarstundir. sem hann þarfn- ast. Salir í eign Reykjavíkur 33x18 m að stærð eru leigðir á kr. 205.00 en í Hafnarfirði (44x22 m) á kr. 450.00, þessar leiguupphæðir voru ákveðnar sl. haust. Raun- virði leigu var í sl. apríl fyrir stóra sali kr. 600—700 á iðkendastund. Rétt er að taka fram, þar sem rabbhöfundur telur að stofn- kostnaður íþróttahúsa hafi áhrif á leigugreiðslu iðkenda, að eig- endur þeirra hafa aldrei tekið fjármögnunarkostnað eða niður- greiðslu stofnkostnaðar með í út- reikning leigu. Ég hefi nýlega athugað rekstrarkostnað íþrótta- húsa á árinu 1980. Tólf húsanna eru starfrækt sér þ.e. ekki í tengslum við sundlaug. Sjö skila ágóða (þar af 4 félagahús). Fimm rekin með tapi. Fimm eru starf- rækt allt árið ásamt sundlaug og önnur fimm hluta ársins (færan- leg gólf). Öll þessi 10 íþrótta- mannvirki eru með taprekstur. í tekjum nema leigugreiðslur fyrir afnot skóla hæstum upp- hæðum. Leiga sú, sem félögum er gert að greiða er að frádreginni meðgjöf bæjar- og sveitarsjóða. í fjárhagsáætlun Akureyrar 1982 voru kr. 670.000,- veittar íþrótta- félögum bæjarins í rekstrarstyrki vegna húsnæðis. í fjárhagsáætlun 1983 eru til þessa sama veittarkr. 1.300.000,-. Af því, sem hér hefur verið dregið fram um leigu, hagnýt- ingu íþróttahúsanna við að skipta stórum sölum með færanlegum 65 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.