Íþróttablaðið - 01.08.1983, Síða 76

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Síða 76
skyldum sínum. En á miðju sumri var Rono gripinn heimþrá og ætlaði heim — alveg sama hvað öllum samningum viðkom. Tók það langan tíma fyrir Mike Boit sem var fararstjóri Kenía- mannanna, að telja Rono af því að fara og gera honum ljóst að hann varð að standa við samn- inga sína. Um þetta sagði Henry Rono: í Kenía er fjölskylda mín og vinir. Ég verð því að komast heim a.m.k. öðru hverju. Ég veit að ég fer úr æfingu við það, en það gefur mér sálræna krafta og þeir eru mér ekki minna nrikilvægir heldur en gott líkamsform. Henry Rono er einn þeirra Afríkuhúa sem auðgast hefur sæmilega á íþróttum, þótt auðæfi hans séu ekki mikil á mælikvarða Vesturlandabúa. Alla fjármunina sem hann vann sér inn í fyrra og hitteðfyrra notaði hann til þessað kaupa sér þrjá vörubíla og hefja vörubílaútgerð í heimalandi sínu og gengur hún með miklum ágætum. Kipchoge Keino notaði líka vel peningana sem hann vann sér inn með þátttöku í langhlaupum. Hann keypti sér búgarð í Kenía og kom sér upp kúabúi og hefur af því ágætar tekjur. Hann er dæmið sem ungu mennirnir hafa fyrir augunum — íþróttaframi þýðir velgengni í lífinu. Afríkubúar ætla sér mikinn hlut á Ólympíuleikunum í Los Angeles næsta sumar. Meðal þeirra eru bæði Henry Rono og Mike Boit. Boit hefur til þessa verið langhlaupari en einbeitir sér nú að 800 og 1500 metra hlaupi. Slíkt þykir dálítið undar- legt og í mótsögn við það sem algengast er í íþróttum. Boit er nefnilega orðinn 34 ára og ætti því heldur að leggja áherslu á lengri hlaup, ef farið væri eftir „formúlunni“. En Boit blæs á allar kenningar og er sjálfur full- viss að hann muni standast yngri mönnum snúning á sprettinum. Henry Rono æfir hins vegar fyrst og fremst með keppni í 5000 metra hlaupinu í Los Angeles í huga og fáum dettur annað í hug en að hann muni verða í fremstu röð, ef ekki sigurvegari í þeirri grein, a.m.k. ef hann nær að ein- beita sér við æfingarnar. Og meðal þeirra sem ætla sér á leikana í Los Angeles er Amos Biwott sem sigraði í 3000 metra hindrunarhlaupi á leikunum 1968. Biwott er nú 35 ára og vinnur sem verkamaður við vegagerð í heimalandi sínu og eru daglaun hans upphæð sem svarar til 16 íslenskra króna. „Ég er enn ungur og mér mun takast að komast á Ólympíuleika enn einu sinni,“ hefur Biwott sagt og í sannleika sagt er ekki ótrúlegt að honum takist það. Félagsheimilið Búðardal Opið júní-september 9-21 október-maí 8-23.30. Hótel Búðardalur Eins og tveggja manna herbergi og svefnpokaaðstaða. Opið allt árið — sími 93-4154 Velkomin til Búðardals j
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.