Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 30

Íþróttablaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 30
stundum dálítiö erfitt að sætta sig við að tapa gegn hálf-sextugum útlend- ingum og jafnvel virðulegum frúm á sama aldri. Tæknin og útsjónarsemin hefur svo mikið að segja í skvassi að aldurinn er bara hugtak. Ef okkur tekst vel upp með þá unglingaþjálfun sem er að fara af stað hjá Skvassfélagi Reykjavíkur getum við eignast virki- lega góða skvassleikara íframtíðinni. Það er gríðarlega mikilvægt að byrja að æfa á unga aldri og ná góðri grunntækni. Við verðum með æfing- ar fyrir unglinga á miðvikudögum klukkan 16:00 og á sunnudags- morgnum klukkan 11:00 og hvetjum alla unglinga til þess að kíkja til okk- ar. Það er staðreynd að þeir, sem byrja ungir í skvassi og leggja sig alla fram, verða verulega góðir á skömm- um tíma. Gott dæmi um það er 19 ára gamall strákur sem hóf að æfa um síðustu áramót en hann er þegar far- inn að standa í landsliðsstrákunum. Við höfum fengið útlenda þjálfara til landsins annað slagið en það er mikil lyftistöng fyrir íþróttina. Við stefnum að því að gera allt sem í okk- ar valdi stendur til þess að ala upp góða spilara og tryggja íþróttinni veg- legan sess hér á landi. Skvass er eins og golf — ef maður kemst á bragðið þá verður ekki aftur snúið." — Hver er nýtingin á sölunum hjá ykkur í Veggsporti? „Hún er ágæt. Við erum með opið frá klukkan tíu á morgnana til ellefu á kvöldin og bjóðum líka upp á körfu- bolta í sölunum. Streetball hefur not- ið gífurlega vinsælda upp á síðkastið og margir hópar leika körfubolta hjá okkur. Þá stundar einn hópur svo- kallað veggjablak í skvasssalnum sem er eins og blak nema hvað vegg- irnir eru hluti af leikvellinum. Þeir „ERFITT AÐ SÆTTA SIG VIÐ AÐ TAPA FYRIR VIRÐULEGUM FRÚM" leika því blakið eins og tíðkast víða í Bandaríkjunum. Þetta er skemmtileg nýjung sem væri gaman að koma á framfæri." AHEIMAVELLI PATRICK EWING GETUR EKKERT! „Mistök og aftur mistök einkenna leik PATRICK EW1NG,“ sagði PHIL JACKSON, þjálfari Chicago Bulls, nýlega í samtali við erlent íþróttablað. Hann bætti við að Ewing hefði enn ekkert sýnt til að kallast leikmaður á heimsmælikvarða. Margir telja Ewing hins vegar einn sterkasta leikmann deildarinnar og ummæli Jacksons ósanngjörn. Michael Jordan sagði að ummælin væru hörð. „Það er ekki hægt að ætlast til að einn leikmaður haldi heilu liði á floti. Patrick er mjög góður leikmað- ur en hann þarf meiri aðstoð frá félögum sínum líkt og ég fæ hjá Bulls. Persónulega tel ég hann einn besta leikmann deildarinnar en enginn metur hann að verðleikum fyrr en hann vinnur til verðlauna. Eftir því eru leikmenn metnir í þessari deild." „Þetta er bara hans álit,“ sagði Ewing um ummæli Jacksons þjálfara „og hann getur bara farið til heivít- is. Hann er ekki þjálfarinn minn og kemur lífi mínu ekkert við.“ Ewing bætti við að þótt hann hefði ekki enn unnið til verðlauna teldi hann sig ekki mistækan leikmann. Mýkri, rásfastari og góö f ,,balance,, Jeppadekk sem endast 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.