Íþróttablaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 34
mín eru það þeir Gísli Einar Árnason
og Árni F. Elíasson en einnig eru til
yngri krakkar sem æfa mjög vel. Það
var mikill galsi í okkur félögunum en
sjálfur var ég ekki mikill prakkari,
hringdi dyrabjöllum eins og aðrir og
hljóp í burtu, en það var nú allt og
sumt. En þegar ég gerði eitthvað af
mér, eða bræður mínir, var viðkvæð-
ið hjá hinum fullorðnu ávallt þetta:
„Gera prestssynir svona?" Það var
frekar hvimleitt. En það var mjög gott
að búa á ísafirði enda stutt í skíðafær-
ið," segir Daníel.
Þegar Daníel var 11 ára, eða í 6.
bekk, fluttist hann til Svíþjóðar í eitt
ár og þar kynntist hann kunnasta
skíðagöngugarpi íslendinga fyrr og
síðar, Einari Ólafssyni, sem átti eftir
að hafa mikil áhrif á Daníel. „Ég
dvaldi hjá honum í viku og smitaðist
enn frekar af skíðabakteríunni. Hann
sýndi mér hvernig alvöru skíðamenn
æfa og ég lærði mikið af honum. Eftir
dvölina í Svíþjóð var ég ákveðinn í
því að ná langt í skíðagöngu," segir
Daníel.
Þegar heim kom var Daníel á 12.
aldursári. Hann byrjaði að æfa allan
ársins hring. í snjóleysinu á sumrin
notaðist hann við hjólaskíði auk þess
sem hann hljóp um holt og hæðir
ísafjarðar. Lífið og tilveran snerist um
skíðagönguna og sem dæmi sleppti
Daníel skólaferðalaginu í 9. bekk
fyrir skíðin. í stað þess að skemmta
sér með jafnöldrum sínum fór hann í
strangar æfingar með landsliðinu.
„Fólk hefur örugglega haldið að þarna væri geðveikur maður á ferð."
GEKK 15-20 HRINGI Á
MIKLATÚNI
„Á þessum tíma var ég orðinn
langt á undan mínum jafnöldrum hér
á landi enda æfði ég mjög markvisst.
Ég var ákveðinn í því að halda áfram
og til þess að staðna ekki þurfti ég að
gera eitthvað róttækt og það varð úr
að Einar Ólafsson í Svíþjóð sótti um
fyrir mig í skíðamenntaskóla í Járpen
í Svíþjóð. Ég sótti um í nóvember og
komst inn haustið eftir, þá 17 ára.
En þessi vetur áður en ég komst út,
sem var eins konar mi11ibiIsástand,
reyndist mér erfiður. Fjölskyldan
fluttisttil Reykjavíkurogég hóf nám í
Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ég
gat ekki æft eins mikið og áður. Það
var ekki oft sem ég komst á skíði en
þegar snjóaði gekk ég 15-20 hringi á
Miklatúni. Fólk hefur örugglega
haldið að þarna væri geðveikur mað-
ur á ferð. Ég fór reyndar tvisvar til
útlanda en ég sýndi engar framfarir
þennan vetur," segir Daníel sem er
ekkert séstaklega áfjáður í að rifja
þennan vetur upp.
ALÞJÓÐLEGUR
ÓLYMPÍUSTYRKUR
En haustið 1990 fór Daníel til Járp-
en í Svíþjóð. Þetta er 2000 manna
bær á milli Östersund í Svíþjóð og
Þrándheims í Noregi. Hann hóf nám
við menntaskóla þar sem boðið er
upp á sérstaka skíðavalbraut. Um
500 nemendur eru í skólanum en 72
þeirra eru á skíðavalbrautinni, þar af
30 göngumenn.
Eitthvað hlýtur þetta að kosta og
segir Daníel að skólagjöld nemi hátt í
eina milljón króna á ári. En hvernig
fer hann að því að fjármagna þetta?
„Ég var svo heppinn að fá Ólymp-
íustyrk frá Alþjóða Ólympíusam-
hjálpinni (Olympic Solidarte) og það
er hann sem hefur gert mér kleift að
dvelja í Svíþjóð. Styrkurinn dugir
fyrir skólagjöldum og uppihaldi.
Þetta er pottur sem gefið er úr til
minni þjóða og það var Skíðasam-
bandið á íslandi sem sótti um fyrir
mig. Mér líkar dvölin ytra mjög vel,
eiginlega of vel, og ég klára stúd-
entsprófið í vor. Ég er hálfan daginn í
skóla og hálfan daginn á æfingum en
ég æfi um 20 tíma á viku. Æfingatím-
inn er auðvitað eitthvað mismunandi
eftir því hvaða árstíma er um að
ræða. Ég geri varla annað en að læra,
sofa, borða og æfa. Á kvöldin er ég
svo þreyttur að ég hef enga orku fyrir
34