Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1993, Qupperneq 34

Íþróttablaðið - 01.10.1993, Qupperneq 34
mín eru það þeir Gísli Einar Árnason og Árni F. Elíasson en einnig eru til yngri krakkar sem æfa mjög vel. Það var mikill galsi í okkur félögunum en sjálfur var ég ekki mikill prakkari, hringdi dyrabjöllum eins og aðrir og hljóp í burtu, en það var nú allt og sumt. En þegar ég gerði eitthvað af mér, eða bræður mínir, var viðkvæð- ið hjá hinum fullorðnu ávallt þetta: „Gera prestssynir svona?" Það var frekar hvimleitt. En það var mjög gott að búa á ísafirði enda stutt í skíðafær- ið," segir Daníel. Þegar Daníel var 11 ára, eða í 6. bekk, fluttist hann til Svíþjóðar í eitt ár og þar kynntist hann kunnasta skíðagöngugarpi íslendinga fyrr og síðar, Einari Ólafssyni, sem átti eftir að hafa mikil áhrif á Daníel. „Ég dvaldi hjá honum í viku og smitaðist enn frekar af skíðabakteríunni. Hann sýndi mér hvernig alvöru skíðamenn æfa og ég lærði mikið af honum. Eftir dvölina í Svíþjóð var ég ákveðinn í því að ná langt í skíðagöngu," segir Daníel. Þegar heim kom var Daníel á 12. aldursári. Hann byrjaði að æfa allan ársins hring. í snjóleysinu á sumrin notaðist hann við hjólaskíði auk þess sem hann hljóp um holt og hæðir ísafjarðar. Lífið og tilveran snerist um skíðagönguna og sem dæmi sleppti Daníel skólaferðalaginu í 9. bekk fyrir skíðin. í stað þess að skemmta sér með jafnöldrum sínum fór hann í strangar æfingar með landsliðinu. „Fólk hefur örugglega haldið að þarna væri geðveikur maður á ferð." GEKK 15-20 HRINGI Á MIKLATÚNI „Á þessum tíma var ég orðinn langt á undan mínum jafnöldrum hér á landi enda æfði ég mjög markvisst. Ég var ákveðinn í því að halda áfram og til þess að staðna ekki þurfti ég að gera eitthvað róttækt og það varð úr að Einar Ólafsson í Svíþjóð sótti um fyrir mig í skíðamenntaskóla í Járpen í Svíþjóð. Ég sótti um í nóvember og komst inn haustið eftir, þá 17 ára. En þessi vetur áður en ég komst út, sem var eins konar mi11ibiIsástand, reyndist mér erfiður. Fjölskyldan fluttisttil Reykjavíkurogég hóf nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ég gat ekki æft eins mikið og áður. Það var ekki oft sem ég komst á skíði en þegar snjóaði gekk ég 15-20 hringi á Miklatúni. Fólk hefur örugglega haldið að þarna væri geðveikur mað- ur á ferð. Ég fór reyndar tvisvar til útlanda en ég sýndi engar framfarir þennan vetur," segir Daníel sem er ekkert séstaklega áfjáður í að rifja þennan vetur upp. ALÞJÓÐLEGUR ÓLYMPÍUSTYRKUR En haustið 1990 fór Daníel til Járp- en í Svíþjóð. Þetta er 2000 manna bær á milli Östersund í Svíþjóð og Þrándheims í Noregi. Hann hóf nám við menntaskóla þar sem boðið er upp á sérstaka skíðavalbraut. Um 500 nemendur eru í skólanum en 72 þeirra eru á skíðavalbrautinni, þar af 30 göngumenn. Eitthvað hlýtur þetta að kosta og segir Daníel að skólagjöld nemi hátt í eina milljón króna á ári. En hvernig fer hann að því að fjármagna þetta? „Ég var svo heppinn að fá Ólymp- íustyrk frá Alþjóða Ólympíusam- hjálpinni (Olympic Solidarte) og það er hann sem hefur gert mér kleift að dvelja í Svíþjóð. Styrkurinn dugir fyrir skólagjöldum og uppihaldi. Þetta er pottur sem gefið er úr til minni þjóða og það var Skíðasam- bandið á íslandi sem sótti um fyrir mig. Mér líkar dvölin ytra mjög vel, eiginlega of vel, og ég klára stúd- entsprófið í vor. Ég er hálfan daginn í skóla og hálfan daginn á æfingum en ég æfi um 20 tíma á viku. Æfingatím- inn er auðvitað eitthvað mismunandi eftir því hvaða árstíma er um að ræða. Ég geri varla annað en að læra, sofa, borða og æfa. Á kvöldin er ég svo þreyttur að ég hef enga orku fyrir 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.