Íþróttablaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 14
Þessir föngulegu áhorfendur voru á gulu línunni í Rotterdam.
„VIÐ VILJUM EVRÓPU-
BIKARINN HEIM “
Það má með sanni segja að flughraði
Eydísar, þotu Flugleiða, rúmlega 800
km á klukkustund með syngjandi
káta og bjartsýna SKAGAMENN
hvaðanæva að af landinu, hafi verið
lýsandi dæmi fyrir gengi Skagastrák-
anna í sumar. Þeir voru í fluggír frá
því íslandsmótið í knattspyrnu hófst
í maí, léku eins og þeir sem valdið
hafa, tóku brosandi og sigurreifir á
móti Mjólkurbikarnum og síðar ís-
landsbikarnum, áttu besta og efni-
- ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
slóst í för með
stuðningsmönnum ÍA
og fylgist með síðari
viðureign íslands- og
bikarmeistaranna
gegn hollensku
meisturunum
Feyenoord
legasta leikmann mótins og voru
bjartsýnustu Akurnesingar farnir að
velta því fyrir sér hvar best væri að
stilla Evrópubikarnum upp. Þrátt
fyrir stórglæsilegan og sanngjarnan
1:0 sigur á Feyenoord, á Laugardals-
vellinum í Evrópukeppni meistara-
liða, urðu hinir gulu og glæsilegu
Skagastrákar að lúta í lægra haldi
fyrir hollenska risanum í Rotterdam.
En þeir börðust hetjulega, hefðu
með smá heppni getað komið at-
Texti og myndir:
Þorgrímur Þráinsson
Sigríður Sóphusdóttir, markvörður
bikarmeistara ÍA í knattspyrnu, var
meðal eldhressra Skagamanna í
Rotterdam. Hún var ánægð með
dagsferð Flugleiða á leikinn.
14