Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 35

Íþróttablaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 35
neitt félagslíf og því fer ég beint í háttinn. Ég hef sett markið á Ólymp- íuleikana 1998 en þá verð ég 25 ára og ætti að vera á hátindi ferils míns," segir Daníel sem greinilega er mjög meðvitaður um framtíðina og að hverju hann stefnir. SKÍÐASMYRSL OG FORMÚLA 1 Síðan berst tal okkar að aðbúnaði sænska skíðagöngulandsliðsins. Á ís- landi er oft kvartað yfir því að þar fái þeir, sem keppa í svigi, alla athygli og styrki en í Svíþjóð er þessu öfugt far- ið. Þar eru skíðagöngugarparnir mest í sviðsljósinu enda hafa þeir náð góð- um árangri á alþjóðlegum mótum síðustu árin þótt þeir hafi fallið í skuggann af Norðmönnum. Daníel tekur sem dæmi um um- stangið kringum þekktustu göngu- menn Svíþjóðar að í Heimsmeistara- keppninni í norrænum skíðagreinum í Falun í Svíþjóð í febrúar sl. voru 11 manns eingöngu í því að bera á skíð- in og prófa þau fyrir sænsku kepp- endurna. „Að bera réttan áburð á skíðin er orðin list út af fyrir sig sem er farin að skipta ofmiklu máli íkeppni. Það getur t.d. munað nokkrum mín- útum fram og til baka í 30 km göngu eftir því hvernig tiltekst að bera á skíðin og það er munurinn á milli þess að ganga vel eða illa. Þetta er orðið eins og Formúla 1, allt komið í tölvur því mismunandi áburður hent- ar ólíkum aðstæðum. Þetta er því einnig heilmikil efnafræði. Á Heims- meistarakeppninni í Falun þurftum við íslensku keppendurnir að standa í þessu sjálfir á meðan sænsku sér- fræðingarnir sáu um sitt landslið og landsliðsmennirnir komu þar hvergi nærri," segir Daníel. — Hvernig hefur þér gengið í keppnum í Svíþjóð? „Þegar ég var í 1. bekk mennta- skólans varð ég í 10. sæti í flokki 17- 18 ára á sænska meistaramótinu í skíðagöngu. Á bikarmótum lenti ég í 15.-60. sæti og var í 17. sæti á af- rekalistanum þann vetur. í 2. bekk gekk mér mun betur enda var þá að koma í Ijós árangur erfiðis- insáfyrstaári. Ég keppti íflokki 19-20 ára og var því á yngra ári. Ég hafnaði í 7. sæti á sænska meistaramótinu og í 3. sæti á Skíðaleiknum sem er eitt af stærstu mótunum í Svíþjóð. Á bikar- „Að bera réttan áburð á skíðin er orðin list út af fyrir sig," segir Daníel og viðrar skíðin. mótunum var ég í 10.-20. sæti og var eftir þann vetur í 11. sæti á afrekalist- anum. Sfðastl iðinn vetur, þegar ég var kominn í 3. bekk, tók ég þátt í tveim- ur bikarmótum og hafnaði fyrst í 15. sæti og svo í 2. sæti. Þá tók ég einnig þátt í kvöldkeppni með félagi mínu hér, Asarna IK. Keppnin, sem nefnist Storviksstaffeten, er boðganga, 3x10 km, og er sannkölluð áhorfenda- keppni. Ég keppti í A-sveit félagsins og var með ekki ómerkari mönnum er Torgny Mogren, sem er heims- meistari í 50 km göngu, og Jan Ottos- on sem er margfaldur sigurvegari í Vasagöngunni heimsfrægu. Þetta var því mikill heiður fyrir mig. Við höfn- uðum í 2. sæti í göngunni en það var B-sveit Asarna IK sem sigraði sem sýnir hversu góð breidd er í þessu félagi. Á sænska unglingameistara- mótinu í lok mars sl. gekk mér síðan vonum framar. í 10 km göngu (hefð- bundinn stíll), hafnaði ég í 6. sæti. í boðgöngu höfnuðum við í 6. sæti en ég átti besta tímann á þriðja spretti og náði liðinu úr 26. f 6. sæti. í 30 km göngu varð ég í 2. sæti, rétt á eftir heimsmeistara unglinga og á undan silfurhafanum frá Heimsmeistara- mótinu," segir Daníel. „ÉG ER NÚ BARA UNGLINGUR" Síðan berst talið óhjákvæmilega að Heimsmeistaramótinu í Falun síð- astliðinn vetur og frammistöðu ís- lendinganna þar en það fór lítið fyrir fréttum af afrekum þeirra í hérlend- um fjölmiðlum, enda kannski ekki hægtað búastvið neinum stórræðum þegar langbesti skíðagöngumaður landsins er bara óharðnaður ungling- ur. „Ég keppti fyrst í 10 km göngu með hefðbundnum stíl, með svokölluðu „jaktstarti" eða veiðistarti. Það fer þannigfram aðfyrri daginn eru kepp- endur ræstir út með 30 sekúndna millibili en seinni daginn er ræst eftir þeirri röð sem þeir komu í mark dag- inn áður þannig að sá sem varð fyrst- ur var ræstur út fyrst og svo framveg- is. Mér gekk afskaplega illa fyrri dag- inn, náði 85. besta tímanum og var 3 mín. á eftir fyrsta manni. En seinni daginn gekk mér betur og ég náði mér upp um 18 sæti og hafnaði í því 67. í 4 x 10 km boðgöngu höfnuðum við í 19. sæti af 22 þátttökuþjóðum en ég var með 11. besta tímann á mínum spretti og var t.d. bara hálfri mínútu á eftir heimsmeistaranum Terje Langly frá Noregi. Það er bara þessi munur á okkur enda er ég nú bara unglingur og á vonandi eftir að bæta mig töluvert í framtíðinni. Auk þess má geta þess að þetta var sterk- asta Heimsmeistarakeppnin í nor- rænum skíðagreinum fyrr og síðar. Nú, þegar Sovétríkin heyra sögunni til, koma miklu fleiri góðir skíða- göngumenn frá hinum gömlu lýð- veldum Sovétríkjanna sem gerir mót- ið mun sterkara fyrir vikið," segir Daníel sem er, þráttfyrir allt, nokkuð sáttur við eigin frammistöðu. Þess má geta að Daníel náði Ól- ympíulágmarki í tveimur göngum í Heimsmeistarakeppninni. Til að ná lágmarki þarfaðfá8% lakari tíma en sigurvegarinn í greininni. í mars sl. tók Daníel síðan þátt í 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.