Íþróttablaðið - 01.10.1993, Page 35
neitt félagslíf og því fer ég beint í
háttinn. Ég hef sett markið á Ólymp-
íuleikana 1998 en þá verð ég 25 ára
og ætti að vera á hátindi ferils míns,"
segir Daníel sem greinilega er mjög
meðvitaður um framtíðina og að
hverju hann stefnir.
SKÍÐASMYRSL OG
FORMÚLA 1
Síðan berst tal okkar að aðbúnaði
sænska skíðagöngulandsliðsins. Á ís-
landi er oft kvartað yfir því að þar fái
þeir, sem keppa í svigi, alla athygli og
styrki en í Svíþjóð er þessu öfugt far-
ið. Þar eru skíðagöngugarparnir mest
í sviðsljósinu enda hafa þeir náð góð-
um árangri á alþjóðlegum mótum
síðustu árin þótt þeir hafi fallið í
skuggann af Norðmönnum.
Daníel tekur sem dæmi um um-
stangið kringum þekktustu göngu-
menn Svíþjóðar að í Heimsmeistara-
keppninni í norrænum skíðagreinum
í Falun í Svíþjóð í febrúar sl. voru 11
manns eingöngu í því að bera á skíð-
in og prófa þau fyrir sænsku kepp-
endurna. „Að bera réttan áburð á
skíðin er orðin list út af fyrir sig sem er
farin að skipta ofmiklu máli íkeppni.
Það getur t.d. munað nokkrum mín-
útum fram og til baka í 30 km göngu
eftir því hvernig tiltekst að bera á
skíðin og það er munurinn á milli
þess að ganga vel eða illa. Þetta er
orðið eins og Formúla 1, allt komið í
tölvur því mismunandi áburður hent-
ar ólíkum aðstæðum. Þetta er því
einnig heilmikil efnafræði. Á Heims-
meistarakeppninni í Falun þurftum
við íslensku keppendurnir að standa í
þessu sjálfir á meðan sænsku sér-
fræðingarnir sáu um sitt landslið og
landsliðsmennirnir komu þar hvergi
nærri," segir Daníel.
— Hvernig hefur þér gengið í
keppnum í Svíþjóð?
„Þegar ég var í 1. bekk mennta-
skólans varð ég í 10. sæti í flokki 17-
18 ára á sænska meistaramótinu í
skíðagöngu. Á bikarmótum lenti ég í
15.-60. sæti og var í 17. sæti á af-
rekalistanum þann vetur.
í 2. bekk gekk mér mun betur enda
var þá að koma í Ijós árangur erfiðis-
insáfyrstaári. Ég keppti íflokki 19-20
ára og var því á yngra ári. Ég hafnaði í
7. sæti á sænska meistaramótinu og í
3. sæti á Skíðaleiknum sem er eitt af
stærstu mótunum í Svíþjóð. Á bikar-
„Að bera réttan áburð á skíðin er
orðin list út af fyrir sig," segir Daníel
og viðrar skíðin.
mótunum var ég í 10.-20. sæti og var
eftir þann vetur í 11. sæti á afrekalist-
anum.
Sfðastl iðinn vetur, þegar ég var
kominn í 3. bekk, tók ég þátt í tveim-
ur bikarmótum og hafnaði fyrst í 15.
sæti og svo í 2. sæti. Þá tók ég einnig
þátt í kvöldkeppni með félagi mínu
hér, Asarna IK. Keppnin, sem nefnist
Storviksstaffeten, er boðganga, 3x10
km, og er sannkölluð áhorfenda-
keppni. Ég keppti í A-sveit félagsins
og var með ekki ómerkari mönnum
er Torgny Mogren, sem er heims-
meistari í 50 km göngu, og Jan Ottos-
on sem er margfaldur sigurvegari í
Vasagöngunni heimsfrægu. Þetta var
því mikill heiður fyrir mig. Við höfn-
uðum í 2. sæti í göngunni en það var
B-sveit Asarna IK sem sigraði sem
sýnir hversu góð breidd er í þessu
félagi. Á sænska unglingameistara-
mótinu í lok mars sl. gekk mér síðan
vonum framar. í 10 km göngu (hefð-
bundinn stíll), hafnaði ég í 6. sæti. í
boðgöngu höfnuðum við í 6. sæti en
ég átti besta tímann á þriðja spretti og
náði liðinu úr 26. f 6. sæti. í 30 km
göngu varð ég í 2. sæti, rétt á eftir
heimsmeistara unglinga og á undan
silfurhafanum frá Heimsmeistara-
mótinu," segir Daníel.
„ÉG ER NÚ BARA
UNGLINGUR"
Síðan berst talið óhjákvæmilega
að Heimsmeistaramótinu í Falun síð-
astliðinn vetur og frammistöðu ís-
lendinganna þar en það fór lítið fyrir
fréttum af afrekum þeirra í hérlend-
um fjölmiðlum, enda kannski ekki
hægtað búastvið neinum stórræðum
þegar langbesti skíðagöngumaður
landsins er bara óharðnaður ungling-
ur.
„Ég keppti fyrst í 10 km göngu með
hefðbundnum stíl, með svokölluðu
„jaktstarti" eða veiðistarti. Það fer
þannigfram aðfyrri daginn eru kepp-
endur ræstir út með 30 sekúndna
millibili en seinni daginn er ræst eftir
þeirri röð sem þeir komu í mark dag-
inn áður þannig að sá sem varð fyrst-
ur var ræstur út fyrst og svo framveg-
is. Mér gekk afskaplega illa fyrri dag-
inn, náði 85. besta tímanum og var 3
mín. á eftir fyrsta manni. En seinni
daginn gekk mér betur og ég náði
mér upp um 18 sæti og hafnaði í því
67.
í 4 x 10 km boðgöngu höfnuðum
við í 19. sæti af 22 þátttökuþjóðum
en ég var með 11. besta tímann á
mínum spretti og var t.d. bara hálfri
mínútu á eftir heimsmeistaranum
Terje Langly frá Noregi. Það er bara
þessi munur á okkur enda er ég nú
bara unglingur og á vonandi eftir að
bæta mig töluvert í framtíðinni. Auk
þess má geta þess að þetta var sterk-
asta Heimsmeistarakeppnin í nor-
rænum skíðagreinum fyrr og síðar.
Nú, þegar Sovétríkin heyra sögunni
til, koma miklu fleiri góðir skíða-
göngumenn frá hinum gömlu lýð-
veldum Sovétríkjanna sem gerir mót-
ið mun sterkara fyrir vikið," segir
Daníel sem er, þráttfyrir allt, nokkuð
sáttur við eigin frammistöðu.
Þess má geta að Daníel náði Ól-
ympíulágmarki í tveimur göngum í
Heimsmeistarakeppninni. Til að ná
lágmarki þarfaðfá8% lakari tíma en
sigurvegarinn í greininni.
í mars sl. tók Daníel síðan þátt í
35