Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 45

Íþróttablaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 45
Fæstir trúa því að hið nýja lið ÍR vinni leik í vetur eftir hræðilega útreið gegn ÍBK í fyrsta leik liðsins en þessi skemmtilegi hópur ætlar sér að koma á óvart þegar líður á veturinn. ar lítil breidd en helsti styrkur hins vegar sterkur heimavöllur." Valur: „Valsstúlkur taka nú þátt í íslands- mótinu ífyrstasinnogerþað vel. Þær hafa fengið til sín allan þann manns- kap er fyllti ÍR liðið síðasta vetur og verða þær erfiðar viðureignar. Samt eru þær ekki eins sterkar og ætla mætti. Hins vegar eiga þær von á sænskum risa eftir áramótin, stelpu vel yfir 190 sm og með hana verða þær hrikalegar." ÍS: „Eftir að hafa vermt neðsta sæti fyrstu deildarinnar í fyrra I iggur leiðin aðeins upp á við hjá Stúdentastúlk- um. Þær hafa fengið liðsstyrk og ættu að geta teflt fram sæmilegasta liði. Þær hafa ágætan þjálfara sem ætti að geta moðað úr mannskapnum." ÍR: „ÍR liðið er auðvitað algjörlega óskrifað blað. Liðið er skipað stúlk- um sem var smalað saman rétt fyrir mót og eiga þær eftir að stilla streng- ina. Það gæti tekið tíma. Þjálfararnir, Jón Jörundsson og Einar Olafsson, eru reynslumiklir en þetta verður mjög erfitt — sérstaklega fyrst í stað." Helstu félagskipti: Eva Havlikova Tékkland — KR Sólveig Pálsdóttir KR — ÍS Kristín Blöndal ÍBK — USA Petrana Buntic Króatfa — UMFT Elín Harðardóttir UMFG — Val SPÁ ÍÞRÓTTABLAÐSINS: (D KR (2) ÍBK (3) UMFG (4) UMFT (5) Valur (6) ÍS (7) ÍR Hanna Kjartansdóttir er ein af burð- arásnum í liði ÍBK. AHEIMAVELLI PIPPEN ÓÁNÆGÐUR MEÐ EIGIN FRAMMISTÖÐU SCOTTIE PIPPEN, sem er einn af lykilleik- mönnum Chicago Bulls, lék ekki eins vel á síðasta keppnistímabili og hann á að sér. Sumir segja að honum hafi hreinlega farið aftur. Pippen var sömuleiðis óánægður með eigin frammistöðu. „Eftir að annar meistara- titillinn var í höfn var ég orðinn þreyttur á körfubolta og æfði lítið sem ekkert allt sum- arið. Þegar tímabilið hófst sá ég að allir leik- menn höfðu tekið miklum framförum á meðan ég slappaði af. Það tók langan tíma að vinna þetta upp og mér fannst ég vera kominn í gott form þegar úrslitakeppnin hófst. Fyrir næsta tímabil ætla ég að æfa vel og reyna að bæta eigin stigamet. Pippen verður á flugi næsta vetur.“ VITLAUS FINGUR! I leik í NBA deildinni árið 1953 fór stjarna Minneapolis Lakers, GEORGE MIKAN, úr liði á fingri þegar hann braut á andstæðingi. Mikan, sem var vanur að eiga frábæra leiki, hafði ekki fundið fjölina allan leikinn og gekk niðurlútur í áttina að varamannabekknum til að láta John Kundla þjálfara kippa fingrin- um í liðinn. Kundla húðskammaði Mikan vegna frammistöðunnar og þegar Mikan reyndi að komast að sagði þjálfarinn honum að steinhalda kjafti. Loksins þegar Mikan fékk tækifæri til þess að tjá sig sagði hann: „En þjálfi, ég ætlaði bara að segja þér að þú heldur um vitlausan fingur!" Of mikill kraftur? Eins og knattspyrnuáhugamenn vita lenti ítalski landsliðsmaðurinn hjá AC-Milan, Gi- anluigi Lentini, í alvarlegu bílslysi í sumar. Lentini var í Porche-bifreið sinni, á leið frá Mílanó til Turin, þegar hann lenti í árekstri. Lentini var bjargað úr bílflakinu fáeinum andartökum áður en eldur varð laus. Öruggt er að hann verður frá keppni í allan vetur en hann meiddist á hendi og augnatóft og fékk auk þess heilahristing. Lentini er þekktur fyrir áhuga sinn á hraðakstri en aðeins fá- einum mánuðum áður lenti annar ítalskur landsliðsmaður í óhappi á Porche-bifreið sinni. Það var markvörður Sampdoria, Gian- luca Pagliuca. og var aðeins loftpúða í bíl hans að þakka að Pagliuca slasaðist ekki alvarlega. Hann er byrjaður að leika knatt- spyrnu aftur en Lentini var ekki eins hepp- inn þótt læknar telji að hann muni ná fullum bata og geta haldið áfram við knattspyrnu- iðkun sína þar sem frá var horfið. Er Porche kannski of kraftmikill fyrir ítalska knatt- spyrnumenn? 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.