Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1993, Page 45

Íþróttablaðið - 01.10.1993, Page 45
Fæstir trúa því að hið nýja lið ÍR vinni leik í vetur eftir hræðilega útreið gegn ÍBK í fyrsta leik liðsins en þessi skemmtilegi hópur ætlar sér að koma á óvart þegar líður á veturinn. ar lítil breidd en helsti styrkur hins vegar sterkur heimavöllur." Valur: „Valsstúlkur taka nú þátt í íslands- mótinu ífyrstasinnogerþað vel. Þær hafa fengið til sín allan þann manns- kap er fyllti ÍR liðið síðasta vetur og verða þær erfiðar viðureignar. Samt eru þær ekki eins sterkar og ætla mætti. Hins vegar eiga þær von á sænskum risa eftir áramótin, stelpu vel yfir 190 sm og með hana verða þær hrikalegar." ÍS: „Eftir að hafa vermt neðsta sæti fyrstu deildarinnar í fyrra I iggur leiðin aðeins upp á við hjá Stúdentastúlk- um. Þær hafa fengið liðsstyrk og ættu að geta teflt fram sæmilegasta liði. Þær hafa ágætan þjálfara sem ætti að geta moðað úr mannskapnum." ÍR: „ÍR liðið er auðvitað algjörlega óskrifað blað. Liðið er skipað stúlk- um sem var smalað saman rétt fyrir mót og eiga þær eftir að stilla streng- ina. Það gæti tekið tíma. Þjálfararnir, Jón Jörundsson og Einar Olafsson, eru reynslumiklir en þetta verður mjög erfitt — sérstaklega fyrst í stað." Helstu félagskipti: Eva Havlikova Tékkland — KR Sólveig Pálsdóttir KR — ÍS Kristín Blöndal ÍBK — USA Petrana Buntic Króatfa — UMFT Elín Harðardóttir UMFG — Val SPÁ ÍÞRÓTTABLAÐSINS: (D KR (2) ÍBK (3) UMFG (4) UMFT (5) Valur (6) ÍS (7) ÍR Hanna Kjartansdóttir er ein af burð- arásnum í liði ÍBK. AHEIMAVELLI PIPPEN ÓÁNÆGÐUR MEÐ EIGIN FRAMMISTÖÐU SCOTTIE PIPPEN, sem er einn af lykilleik- mönnum Chicago Bulls, lék ekki eins vel á síðasta keppnistímabili og hann á að sér. Sumir segja að honum hafi hreinlega farið aftur. Pippen var sömuleiðis óánægður með eigin frammistöðu. „Eftir að annar meistara- titillinn var í höfn var ég orðinn þreyttur á körfubolta og æfði lítið sem ekkert allt sum- arið. Þegar tímabilið hófst sá ég að allir leik- menn höfðu tekið miklum framförum á meðan ég slappaði af. Það tók langan tíma að vinna þetta upp og mér fannst ég vera kominn í gott form þegar úrslitakeppnin hófst. Fyrir næsta tímabil ætla ég að æfa vel og reyna að bæta eigin stigamet. Pippen verður á flugi næsta vetur.“ VITLAUS FINGUR! I leik í NBA deildinni árið 1953 fór stjarna Minneapolis Lakers, GEORGE MIKAN, úr liði á fingri þegar hann braut á andstæðingi. Mikan, sem var vanur að eiga frábæra leiki, hafði ekki fundið fjölina allan leikinn og gekk niðurlútur í áttina að varamannabekknum til að láta John Kundla þjálfara kippa fingrin- um í liðinn. Kundla húðskammaði Mikan vegna frammistöðunnar og þegar Mikan reyndi að komast að sagði þjálfarinn honum að steinhalda kjafti. Loksins þegar Mikan fékk tækifæri til þess að tjá sig sagði hann: „En þjálfi, ég ætlaði bara að segja þér að þú heldur um vitlausan fingur!" Of mikill kraftur? Eins og knattspyrnuáhugamenn vita lenti ítalski landsliðsmaðurinn hjá AC-Milan, Gi- anluigi Lentini, í alvarlegu bílslysi í sumar. Lentini var í Porche-bifreið sinni, á leið frá Mílanó til Turin, þegar hann lenti í árekstri. Lentini var bjargað úr bílflakinu fáeinum andartökum áður en eldur varð laus. Öruggt er að hann verður frá keppni í allan vetur en hann meiddist á hendi og augnatóft og fékk auk þess heilahristing. Lentini er þekktur fyrir áhuga sinn á hraðakstri en aðeins fá- einum mánuðum áður lenti annar ítalskur landsliðsmaður í óhappi á Porche-bifreið sinni. Það var markvörður Sampdoria, Gian- luca Pagliuca. og var aðeins loftpúða í bíl hans að þakka að Pagliuca slasaðist ekki alvarlega. Hann er byrjaður að leika knatt- spyrnu aftur en Lentini var ekki eins hepp- inn þótt læknar telji að hann muni ná fullum bata og geta haldið áfram við knattspyrnu- iðkun sína þar sem frá var horfið. Er Porche kannski of kraftmikill fyrir ítalska knatt- spyrnumenn? 45

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.